Myndbandsblogg og samfélagsmiðlar – Tæki vonar  

Systurtrúboðar sem þjóna í Alpatrúboðinu

Trúboðar Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu finna að jafnaði fólk á almannafæri til að kenna um Jesú Krist. Höftin vegna COVID–19 hafa að mestu leiti breytt þeim háttum sem trúboðar miðla boðskapi sínum.

Systir Meisenfelder og systir Costa sem þjóna í þýska Alpatrúboðinu í Basel, Sviss, hafa verið mjög hugmyndaríkar í miðlun þeirra á fagnaðarerindinu.  

„Við fengum símtal frá trúboðsskrifstofunni með beiðni um að gera VLOG. Við höfðum ekki hugmynd um hver útkoman yrði. Skrifstofan setti myndbandsbloggið inn á Facebook og ‚búmm,‘ meira en 10 manns höfðu samband við okkur undireins. Það var alveg magnað að fólk skyldi hafa samband við okkur til tilbreytingar. Með því að nota VLOG og WhatsApp til að senda smáskilaboð höfum við fengið tækifæri til að tala við fleiri en 40 manns. Það hefur verið mikil blessun að geta miðlað fólkinu vitnisburði okkar um Jesú Krist og Guð, þrátt fyrir að hafa aldrei hitt það augliti til auglitis.  Við höfum myndað góð sambönd,“ sagði systir Meisenfelder.

„Ein stelpa sendi okkur til dæmis skilaboð í gegnum myndbandsbloggið og sagði okkur frá óöryggi hennar og að henni þætti hún ekki nógu góð fyrir heiminn í dag. Við miðluðum þá til hennar hversu mikið Guð elskar hana og hversu mikils virði hún er í augum Guðs. Reglurnar sem við miðluðum henni um fagnaðarerindi Jesú Krists snertu hana djúpt,“ útskýrði systir Costa.

Systurtrúboðar frá Alpatrúboðinu
Systir Meisenfelder og systir Costa sem þjóna í þýska Alpatrúboðinu

Öldungur Zachariah Qureshi, sem þjónar í Belgíu/Hollandstrúboðinu, segir sögu sína sem hefst fyrir meira en ári síðan þegar hann var í skiptinámi í Jórdaníu.

„Vinir mínir og ég eignuðumst vin að nafni Ronsoon sem var kristinn flóttamaður frá Írak. Hann varði miklum tíma með okkur. Eitt sinn bauð hann okkur meira að segja heim til foreldra sinna til kvöldmáltíðar. Vegna öryggisráðstafana var nemendum skiptinámsins bannað að miðla fagnaðarerindinu með heimamönnum, hver sem trúabrögð þeirra voru.“

„Spólum svo áfram til vorsins þegar trúboði í Svíþjóð, sem ég hafði hitt í trúboðsþjálfuninni, bað mig um að miðla vitnisburði mínum með Facebook innslagi. Það var sjálfsagt og ég skrifaði stutt innslag á arabísku. Ronsoon var sá fyrsti sem skrifaði athugasemd! Um leið og ég hafði ‚líkað við‘ athugasemdina hans hringdi hann í mig með Facebook messenger. Hann spurði mig hvernig ég hefði það og hvernig aðstæður væru í Hollandi.“

„Hann sagði mér að síðan við sáumst síðast hafði hann flust búferlum til Sydney í Ástralíu. Hann fór með mig í skoðunarferð um íbúðina sína og sýndi mér allar myndirnar hans af Jesú og viðarkrossana sem nágranni hans hafði tálgað fyrir hann. Ég byrjaði að segja honum frá Mormónsbók og hann spurði mig hvernig hann gæti fengið eintak.“

„Ótrúlegt en satt þekkti ég einhvern í Sydney sem gat hjálpað með tilvísun, öldung Runia, trúboða úr trúboðinu okkar sem hafði verið leystur frá köllun sinni tímabundið vegna kórónaveirunnar. Hann bjó nú með foreldrum sínum í Sydney, sem voru trúboðsleiðtogar á því svæði.“

„Það hefur verið æðislegt fyrir mig að sjá allt smella saman. Sem dæmi, fyrstu nemendurnir sem hittu Ronsoon í Jórdaníu, Facebook innlegg mitt á arabísku og svo að öldungur Runia gat fært honum Mormónsbók í Sydney, Ástralíu. Þökk sé þessum kringumstæðum fær vinur minn núna tækifæri til þess að læra um endurreisn fagnaðarerindis Jesú Krists. Við getum jafnvel gert gagn í íbúð okkar í sóttkví og miðlað fagnaðarerindi Jesú Krists til vina okkar nær og fjær,“ útskýrði öldungur Qureshi.

Öldungur Zachariah Qureshi, sem þjónar í Belgíu/Hollandstrúboðinu
Öldungur Zachariah Qureshi sem þjónar í Belgíu/Hollandstrúboðinu

Systir Fearn og systir Bollard í Parísartrúboðinu í Frakklandi komust að því að sóttkvíin bauð upp á einstakt tækifæri til þjónustu og að ná til fólks sem að öðrum kosti væri áhugalaust um boðskap þeirra.

 

„Okkur hefur tekist að finna nokkra nýja einstaklinga til þess að kenna um Jesú Krist. Einn af þeim, Aziz, hafði kynnst Kirkju Jesú Krists fyrir um tveimur árum og hafði áætlað að láta skírast. Vegna vinnuáætlunar hans gat hann ekki fundið tíma til að hitta trúboðana,“ sagði systir Bollard.

 

„Þegar við unnum að því að finna nýtt fólk til að kenna, þá ákváðum við að senda hópskilaboð með WhatsApp. Við báðum fólk að senda okkur skilaboð ef það trúði á Jesú Krists. Þó nokkrir svöruðu okkur og við byrjuðum að tala við sérhvern þeirra. Aziz var einn þeirra! Hann sagði okkur að ‚þökk sé Jesú Kristi hef ég hæfileika sem hárskeri‘ og vegna þessara hæfileika gat hann skipt um starfsvettvang. Hann hafði meiri tíma núna til að hlýða á boðskap hins endurreista fagnaðarerindis. Hann sagði okkur að hann hafði verið að lesa Mormónsbók á þeim tveimur árum síðan hann hafði síðast hitt trúboðana,“ útskýrði systir Fearn.

Systir Fearn og systir Bollard sem þjóna í Parísartrúboðinu í Frakklandi
Systir Fearn og systir Bollard sem þjóna í Parísartrúboðinu í Frakklandi

Margar hindrana COVID–19 hafa þurrkast út vegna hugmyndaflugs hinna ungu trúboða sem nýta sér tæknina til að tengjast nýjum vinum. Fagnaðarerindi Jesú Krists veitir þeim von sem leita eftir tilgangi í lífi sínu.