Nýtt Æðsta forsætisráð ræðir mikilvæg málefni og deilir vonum fyrir heiminn

Viðtal þetta er hið fyrsta sinnar tegundar við hið nýja Æðsta forsætisráð

Nýtt Æðsta forsætisráð ræðir mikilvæg málefni og deilir vonum fyrir heiminn

Hið nýja Æðsta forsætisráð Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu settist niður til viðtals við hinn margverðlaunaða blaðamann, Jane Clayson Johnson, miðvikudaginn 15. október 2025. Í viðtalinu var rætt um fjölmörg málefni sem kirkjan og heimurinn standa frammi fyrir.

Viðtalinu var miðlað um allan heim með almenningi og var fyrsta viðtal sinnar tegundar frá því að hið nýja Æðsta forsætisráð vartilkynnt fyrr í vikunni.

Í viðtalinu, sem var tekið í Líknarfélagsbyggingunni á Musteristorginu, spurði fyrrum fréttamaður CBS News og ABC News kirkjuleiðtoga um hlutverk kvenna í kirkjunni, öran vöxt kirkjunnar að undanförnu, boðskap til upprennandi kynslóðar, liðsinni til annarra og ýmis önnur málefni.

 

Hlutverk kvenna

Johnson spurði hvað Æðsta forsætisráðið vildi að fólk skildi um hlutverk kvenna í kirkjunni.

Christofferson forseti talaði um þá þörf alls staðar í kirkjunni að taka tillit til sjónarmiða karla og kvenna við ákvarðanatökur.

„[Þegar við] sameinum bæði sjónarhornin fáum við betri yfirsýn. Við nálgumst hið guðlega sjónarhorn betur,“ sagði Christofferson forseti.

„Að leiða er að þjóna,“ bætti Eyring forseti við, „og það gera konur á mjög undraverðan hátt.“

Oaks forseti viðurkenndi að kirkjan hafi „ekki alltaf sýnd visku í því að nota hina miklu hæfileika og krafta dætra Guðs.“

„Við eigum enn verk að vinna,“ sagði Oaks forseti, „en við stöndum mun betur en við gerðum fyrir jafnvel áratug.“

Dallin H. Oaks forseti Æðsta forsætisráðsins heilsar hinni margverðlaunuðu blaðakonu, Jane Clayson Johnson, í Líknarfélagsbyggingunni í Salt Lake City, Utah, miðvikudaginn 15. október 2025.“
Dallin H. Oaks forseti Æðsta forsætisráðsins heilsar hinni margverðlaunuðu blaðakonu, Jane Clayson Johnson, í Líknarfélagsbyggingunni í Salt Lake City, Utah, miðvikudaginn 15. október 2025.“

Það sem knýr vöxt kirkjunnar áfram

Johnson benti á að þótt lýðfræðileg þróun sýni vaxandi fjölda fólks sem auðkennir sig sem ótengt trúarbrögðum, þá er vöxtur kirkjunnar mikill. Sem dæmi hafa 900.000 manns gengið í kirkjuna á undanförnum þremur árum. „Hvað knýr þetta áfram?“ spurði hún.

Oaks forseti sagði að leyndardómurinn að baki vexti kirkjunnar væri kraftur hins endurreista fagnaðarerindis Jesú Krists.

„Þetta er fagnaðarerindi hamingju og vaxtar og upplýsingar um tilgang lífsins,“ sagði Oaks forseti. „Fólk sem aðhyllist kenningar þess, kemst að því að það gerir líf þeirra hamingjuríkara, þýðingarmeira, viðnámsmeira gegn þeim erfiðleikum sem við öll upplifum í jarðnesku lífi og hæfara til að þjóna samferðarfólki sínu og ala upp börn sín.“

Eyring forseti sagði að rót þessa vaxtar væri vonin sem fólk finnur í boðskapnum.

„Vöxtur kirkjunnar mun verða hraðari þegar það finnur fagnaðarerindi Jesú Krists kynnt af trúboðum, það sér von,“ sagði hann.

Henry B. Eyring forseti, fyrsti ráðgjafi í Æðsta forsætisráði Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, svarar spurningu í viðtali við verðlaunablaðakonuna Jane Clayson Johnson í Líknarfélagsbyggingunni í Salt Lake City, Utah, miðvikudaginn 15. október 2025.
Henry B. Eyring forseti, fyrsti ráðgjafi í Æðsta forsætisráði Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, svarar spurningu í viðtali við verðlaunablaðakonuna Jane Clayson Johnson í Líknarfélagsbyggingunni í Salt Lake City, Utah, miðvikudaginn 15. október 2025.

Christofferson forseti sagði vöxt kirkjunnar minna sig á kenningar Russell M. Nelson forseta um samansöfnun sáttmálsfólks Guðs um allan heim.

„Ég held að það sé það sem við erum að sjá,“ sagði hann. „Drottinn er að gera hlutina að veruleika. Við getum hjálpað, kannski á jaðrinum, en hann hreyfir sig í almætti sínu. Ég sé Drottin fara um jörðina og anda hans hafa áhrif á fólk í lífi þess.“

Skilaboð til þeirra sem eru á jaðrinum

„Stígið fram og gefið það sem þið getið til líkama Krists. Allir eru verðmætir. Allt framlag er verðmætt.“ – Christofferson forseti

Johnson bað Æðsta forsætisráðið að beina máli sínu til þeirra sem finnst þau ekki passa inn í kirkjuna. „Hvað viljið þið að þau viti um tilfinningar frelsarans til þeirra og hvað ykkur finnst um þau?“ spurði hún.

„Við erum öll börn Guðs,“ lagði Oaks forseti áherslu á. „Guð elskar þau og hefur áætlun fyrir þau, hvar sem þau eru á veginum að þeim guðlegu örlögum.“

Eyring forseti benti á ritningargreinar sem lýsa því að armar Krists séu útréttir í miskunn og kærleika.

„Þegar einhverjum finnst hann vera á jaðrinum, getur hann ekki farið svo langt frá frelsaranum að hann geti ekki náð til hans,“ sagði Eyring forseti. „Hvatning mín til þeirra er bara að biðja og þið munuð hljóta þá tilfinningu að vera komin aftur frá jaðrinum og vera meðtalinn.“

Christofferson forseti hvatti alla sem finnst þau vera afskipt, að snúa sér til Krists og taka þátt í þjónustu.

Dallin H. Oaks forseti og D. Todd Christofferson forseti Æðsta forsætisráðsins í viðtali við hina margverðlaunuðu blaðakonu Jane Clayson Johnson í Líknarfélagsbyggingunni í Salt Lake City, Utah, miðvikudaginn 15. október 2025.
Dallin H. Oaks forseti og D. Todd Christofferson forseti Æðsta forsætisráðsins í viðtali við hina margverðlaunuðu blaðakonu Jane Clayson Johnson í Líknarfélagsbyggingunni í Salt Lake City, Utah, miðvikudaginn 15. október 2025.

„Bíðið ekki alltaf á hliðarlínunni eftir að vera boðið,“ sagði hann. „Stígið fram og leggið ykkar af mörkum til líkama Krists. Allir eru verðmætir. Hvert framlag er dýrmætt.“

Boðskapur til hinnar upprennandi kynslóðar

Hvað með boðskap kirkjuleiðtoga til upprennandi kynslóðar?

„Þið eigið himneskan föður sem elskar ykkur,“ sagði Oaks forseti. Hann hefur séð ykkur fyrir áætlun og hún er best í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, þar sem við höfum útskýringu á tilgangi lífsins, áskorunum og athöfnum sem leiða ykkur, eftir því sem við köllum sáttmálsveginn, að himneskum örlögum. Treystið Drottni. Komið og njótið blessana hans með okkur.“

„Treystið Drottni. Komið og njótið blessana hans með okkur.“ Oaks forseti

Eyring forseti sagðist vera bjartsýnn fyrir hönd ungs fólks, ef það sneri sér til frelsara heimsins.

„Til hamingju! Drottinn hefur geymt ykkur fyrir mest spennandi tíma í sögu þessa verks í þessum heimi. Ég lofa þeim dýrðlegri framtíð og ég held að hún sé þegar farin að koma í ljós,“ sagði Eyring forseti. „Þau geta verið bjartsýn, ef þau treysta Drottni Jesú Kristi og eru þjónar hans, eins vel og þau geta verið það.“

Christofferson forseti staðfesti hinar einstöku áskoranir aldamótakynslóðarinnar og tæknikynslóðarinnar. Hann hvatti unga fólkið til að nota tæknina til góðs – og hafa hugfast að „ekkert kemur í stað heilags anda.“

„Engin tækni, engin önnur úrræði eða uppspretta getur komið í stað andans,“ sagði hann. „Snúið ykkur til Drottins, eins og Oaks forseti sagði. Jesús Kristur er alltaf svarið.“

„Jesús Kristur er vegurinn“

Johnson spurði hvaða orðtak eða ritningargrein Æðsta forsætisráðið myndi vilja að fólk hefði í huga þegar ráðið hæfi þjónustu sína

„Jesús Kristur er vegurinn,“ sagði Oaks forseti. Hann las síðan vers í Mormónsbók sem kennir „ekkert annað nafn [er] gefið og engin önnur leið eða aðferð, sem fært getur mannanna börnum sáluhjálp, nema í og fyrir nafn Krists, Drottins almáttugs.“

Eyring forseti bætti við boði frá sjálfum sér um að gera meira en bara að „koma og sjá,“ eins og segir í versi í Biblíunni.

„Komið og verið áfram og finnið friðinn sem þið eigið svo erfitt með að finna í heiminum í kringum ykkur,“ sagði hann.

„Komið og verið áfram og finnið friðinn sem þið eigið svo erfitt með að finna.“ — Eyring forseti

Christofferson forseti benti á raunveruleika upprisu Krists sem æðsta leiðarljós vonarinnar.

„Fyrir mér er sú staðreynd að hann reis upp, sönnun á mætti hans til að uppfylla öll sín loforð,“ sagði Christofferson forseti. Það er sönnun þess hver hann er.“

Oaks forseti lauk máli sínu með vitnisburði sínum: „Ég gleðst yfir þessu tækifæri til að bera vitni um að ég veit að fagnaðarerindi Jesú Krists er í fyllingu sinni í endurreistri Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.

Dallin H. Oaks forseti Kirkju Jesú Krists hina Síðari daga heilagra og kona hans Kristen eiga stund saman eftir að hann og ráðgjafar hans i Æðsta forsætisráðinu eiga viðtal við hina margverðlaunuðu blaðakonu Jane Clayson Johnson í Líknarfélagsbyggingunni í Salt Lake City, Utah, miðvikudaginn 15. október 2025.
Dallin H. Oaks forseti Kirkju Jesú Krists hina Síðari daga heilagra og kona hans Kristen eiga stund saman eftir að hann og ráðgjafar hans i Æðsta forsætisráðinu eiga viðtal við hina margverðlaunuðu blaðakonu Jane Clayson Johnson í Líknarfélagsbyggingunni í Salt Lake City, Utah, miðvikudaginn 15. október 2025.

Hér eru svörin við stærstu spurningum lífsins. Hvert er samband mitt við Guð? Hvers vegna er ég hér á jörðu? Hver er tilgangur þessa stundum erfiða jarðlífs. Hvert stefnum við? Hvernig komumst við þangað? Hvert er samband mitt við Jesú Krist?

Og hvernig er hægt að bæta það samband svo ég geti lifað betra og öruggara lífi með þeim sem ég elska og hlakkað til lífs með þeim í næsta lífi sem er tryggt mér sem upprisið andabarn Guðs, vegna ætlunarverks hans eingetna sonar, Jesú Krists, í hvers nafni ég vitna um þessa hluti.  í nafni Jesú Krists.“