Nafn kirkjunnar

Nafn kirkjunnar

Russell M. Nelson forseti Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu varðandi nafn kirkjunnar.


Drottinn hefur vakið upp í huga minn mikilvægi þess nafns sem hann hefur opinberað fyrir kirkjuna sína, já, Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Okkar bíður það verk að laga okkur að vilja hans. Á undanförnum vikum hafa hinir ýmsu kirkjuleiðtogar og deildir tekið nauðsynleg skref til að svo megi verða. Frekari upplýsingar um þetta mikilvæga málefni verða veittar á komandi mánuðum.


Sjá uppfærðan leiðarvísi í Fréttastofu, sem sýnir hvernig rétt er að nota nafn Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Á komandi mánuðum verða vefsíður og efni kirkjunnar uppfærð til samræmis við þessa leiðsögn Nelsons forseta.

Leiðarvísir - Nafn kirkjunnar

Opinbert nafn kirkjunnar er Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Joseph Smith var opinberað fullt nafn kirkjunnar frá Guði árið 1838.

  • Í upphaflegri tilvitnun er æskilegt að notað sé fullt nafn kirkjunnar: „Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.“
  • Þegar þörf er á styttingu nafnsins er hvatt til þess að notað séu orðtökin „kirkjan“ eða „kirkja Jesú Krists“. „Hin endurreista kirkja Jesú Krists“ er líka rétt og ákjósanlegt.
  • Þótt hugtakið „mormónakirkja“ hafi oft verið notað opinberlega sem viðurnefni kirkjunnar, er það ekki löggilt nafn og kirkjan letur til notkunar þess. Forðast skal því að nota skammstöfunina „SDH“ eða viðurnefnið „mormónar“ í stað nafns kirkjunnar, líkt og „mormónakirkja“, „kirkja SDH“ eða „kirkja Síðari daga heilagra.“
  • Þegar vísað er til kirkjumeðlima, er ákjósanlegt að nota orðtökin „meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu“ eða „Síðari daga heilagir“. Við förum þess á leit að hugtakið „mormónar“ sé ekki notað.
  • „Mormón“ er réttilega notað í viðeigandi nöfnum, líkt og Mormónsbók eða í sögulegum frásögnum eins og „Mormónaslóð“.
  • Hugtakið „mormónismi“ er rangt og það ætti ekki að nota. Við útlistun og skilgreiningu kenninga, menningar og lífsmáta sem tengjast Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, er ákjósanlegt og rétt að nota orðtakið „hið endurreista fagnaðarerindi Jesú Krists“.

Þegar vísað er í fólk eða hópa sem iðka fjölkvæni, ætti að taka fram að Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu á enga samleið með fjölkvænishópum.

Russell M. Nelson
Russell M. Nelson forseti kirkjunnar