Nelson forseti innblæs meðlimi í Evrópu með ævilangri viðleitni sinni sem friðflytjandi

Í ráðstefnuræðu sinni 1. apríl 2023, lagði Russell M. Nelson, forseti Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, fram sérstakt boð til allra um að verða friðflytjendur.

Meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu um allan heim munu koma saman laugardaginn 30. september og sunnudaginn 1. október til að hlusta á boðskap sem spámaður okkar tíma og aðrir kirkjuleiðtogar hafa undirbúið. Þessi innblásni boðskapur hefur Jesú Krist og kenningar hans að þungamiðju. Kirkjuleiðtogar veita leiðsögn, segja frá persónulegri reynslu og andlegri innsýn.

Nelson forseti innblæs meðlimi í Evrópu með ævilangri viðleitni sinni sem friðflytjandi

Í ráðstefnuræðu sinni 1. apríl 2023, lagði Russell M. Nelson, forseti Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, fram sérstakt boð til allra um að verða friðflytjendur. Hann sagði: „Boðskapur frelsarans er skýr: Sannir lærisveinar hans byggja upp, sannfæra og innblása – hversu erfiðar sem aðstæðurnar eru. Sannir lærisveinar Jesú Krists eru friðflytjendur.“

Þann 9. september 2023 fagnaði Nelson forseti 99 ára afmæli sínu. Hann var alþjóðlega þekktur skurðlæknir og læknavísindamaður, hefur lengi verið leiðtogi innan kirkjunnar og umfram allt tryggur og ástríkur eiginmaður og faðir. Á ævi sinni hefur hann ferðast til yfir 130 landa, gegnt ýmsum hlutverkum og öðlast dýrmæta reynslu í alþjóðlegum samskiptum sínum við aðra af ólíkri trú og ólíkum bakgrunni. Hann er friðflytjandi.

Fordæmi hans og kenningar hvetja aðra til að sýna góðvild og leitast við að vera friðflytjendur í daglegum samskiptum sínum við aðra.

Eftir boðið hans hafa meðlimir á Evrópusvæðinu verið duglegir við að tileinka sér boðskap Nelsons forseta á mörgum sviðum lífs síns.

Einn meðlimur, Oliver Bassler frá Weinfelden, Sviss, sagði frá reynslu sinni af því velja að vera friðflytjandi er hann hjálpaði vini sínum. Hann sagði: „Ég á samstarfsmann sem hefur stofnað eigið fyrirtæki. Fyrirtækið hans hefur ekki gengið vel fram að þessu, sem var fyrirsjáanlegt. Í stað þess að tala við hann og gagnrýna á yfirlætislegan hátt, hvatti ég hann til að biðjast fyrir varðandi velgengni sína í viðskiptalífinu og hafa Jesú Krist með í starfi sínu. Hann fór að þessari leiðsögn minni og allt hefur gengið betur síðan.

Boðskapur Nelsons forseta, sem hefur Jesú Krist að þungamiðju, beinist ekki aðeins að því hvernig við ættum að verða friðflytjendur í lífi okkar, heldur líka að því hvernig við getum sótt styrk í fordæmi Krists á erfiðum tímum.

„Sú þrá mín að fylgja boði spámannsins Nelsons um að vera friðflytjandi hefur aukist mjög frá tíma aðalráðstefnunnar. Stundum tekst mér það og stundum ekki. Á tímum sem þessum er ég þakklátur fyrir gjöf iðrunar og tækifærið til að reyna aftur og aftur. Það veitir mér líka gleði þegar ég næ þeim smáu sigrum að róa ástandið í vinnunni eða heima. Uppspretta styrks míns er Jesús Kristur, sem er vinur minn,“ sagði Marcela Pálková frá Uherské Hradiště, Tékklandi.

Boðskapur sem þessi frá leiðtogum kirkjunnar, tvisvar á ári, hvetur til friðar, vonar og veitir leiðsögn í okkar ruglingslega og breytilega heimi. Öllum er boðið að koma og leita sér leiðsagnar, svara við persónulegum spurningum eða huggunar í raunum með því að hlýða á orð lifandi spámanns og annarra kirkjuleiðtoga.

Hvernig taka á þátt

Aðalráðstefna samanstendur af fimm hlutum sem sendir eru út um allan heim. Hægt er að nálgast upplýsingar um áhorfstíma á netinu.

Öllum fundum verður streymt beint á meira en 70 tungumálum á: broadcasts.ChurchofJesusChrist.org.

Ráðstefnuhlutar eru líka fáanlegir á Gospel Library, rásum Síðari daga heilagra, í útvarpi, sjónvarpi, gegnum gervihnattarásir og fleiri stafrænar rásir.

Þið getið horft á ráðstefnuna á netinu eða lesið ræðurnar hvenær sem hentar á churchofjesuschrist.org.

Nánari upplýsingar um hvernig taka á þátt í aðalráðstefnu eru að finna á https://newsroom.churchofjesuschrist.org/article/5-ways-to-watch-general-conference-live.