Frankfurt am Main

Netútsending fjöltrúarlegra jólatónleika verður þann 19. desember

„Jólavitni,“ sem tekin var upp í Róm og Kaupmannahöfn, verður frumsýnd á netinu.

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu mun bera kostnað af tónlistarhátíð til að minnast fæðingar frelsarans, Jesú Krists.  Viðburðurinn var tekinn upp bæði í Róm og Kaupmannahöfn og honum mun streymt frá fjölda stafrænna kerfa, frá og með 19. desember kl. 17 að íslenskum tíma. 

Ljós fyrir heiminn

Á tónleikunum verða fluttþekkt jólalög og sérstakur flutningur verður í höndum hins virta fiðluleikara, Jenny Oaks Baker, og sópransöngkonunnar, Alex Sharpe. Frásögn jólasögunnar verður í höndum danska leikarans Tomas Ambt Kofod.

Myndbandið „Jólavitni“ verður fáanlegt á 24 tungumálum og hægt er að horfa á það á netinu á ljósfyrirheiminn.org, Facebook og opinberri YouTube síðu kirkjunnar. Það verður líka tiltækt á netinu til áhorfs hvenær sem er til 13. janúar 2022.