Nota fjölskyldukvöld til að auka þakklæti fyrir jörðina

Þann 5. júlí er Alþjóðlegur umhverfisdagur. Félagasamtök, aðgerðasinnar og stjórnmálaleiðtogar ræða um mengun, útrýmingu dýra og plantna og hröðun loftlagsbreytinga. Þessi málefni hafa áhrif á fólk um allan heim. Það er ýmislegt sem foreldrar og einstakar fjölskyldur geta gert innan síns sviðs, því það er fyrir hið smáa og einfalda sem „hið stóra [verður] að veruleika.“ [1] 

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu hvetur fjölskyldur til að hafa fjölskyldukvöld, til að efla og styrkja fjölskyldusambönd.“ Þessi fjölskyldukvöld má líka nota til að stuðla að þakklæti og iðka ráðsmennsku gagnvart umhverfinu. 

Þótt ekki sé oft rætt um umhverfismál í prédikunarstólnum á sunnudagssamkomum Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, þá kenna ritningarnar og nútíma spámenn og postular að við verðum að vera góðir ráðsmenn jarðarinnar. 

Þar sem margir um allan heim vekja athygli á viðvarandi ógn mengunar, loftslagsbreytinga og skógarhöggs, getur verið erfitt að vita nákvæmlega hvað einstaklingar og fjölskyldur geti gert eða ættu að gera til að hjálpa við varðveislu þessarar plánetu. 

Russell M. Nelson, forseti Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu kenndi: „Hvað ber okkur sem erum aðnjótandi hinnar guðlegu sköpunar að gera?  Við þurfum að annast jörðina, vera vitrir ráðsmenn hennar og varðveita hana fyrir kynslóðir framtíðar.“ [2]

Hvernig getum við sem einstaklingar, fjölskyldur eða vinir farið eftir leiðsögn Nelsons forseta?  

Hér eru nokkrar ábendingar um einfalda hluti sem við getum gert á fjölskyldukvöldum til að þroska okkur sem vitra ráðsmenn jarðarinnar.

Forðist að breiða út rusl og menga 

Ezra Taft Benson kenndi að við sýnum Guði óvirðingu þegar við sýnum jörðinni óvirðingu.  „Óvirðing gagnvart Guði, lífinu og samferðafólki okkar getur verið í formi þess að dreifa rusli, ofnota auðlindir [og] menga vatn og loft.  Þetta er jú ytri tjáning innri manns.“ [3] 

Mikilvægt að hafa í huga hvernig þið fargið efnablöndum og spilliefnum. Fólk getur líka sameinast í bíla eða notað almenningssamgöngur þegar það fer til vinnu eða athafna. Á fjölskyldukvöldum geta fjölskyldur skuldbundið sig að gera litla og einfalda hluti til að vera betri ráðsmenn, eins og að velja atferli sem felur í sér lágmarks mengun. Fjölskyldur geta farið saman í gönguferðir og jafnvel hreinsað rusl á leiðinni.

Skógur
Russell M. Nelson forseti Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu hvetur alla til að vera vitra ráðsmenn sköpunarinnar.

Verjið tíma úti í náttúrunni 

Ráðgerið göngur eða hjólaferðir. Farið úr borginni og gefið ykkur tíma til að dást að sköpunarverki Guðs. Eins og Joseph F. Smith kenndi, þá ber okkur skylda til að upplifa og vera þakklátt fyrir fegurð náttúrunnar. „Sem börn Guðs, ber okkur skylda til að meta og tilbiðja Guð og sköpunarverk hans.  Ef við tengdum allar hugsanir um hann við það sem sannlega er gott og fallegt í lífinu, gætum við séð handaverk hans hvarvetna í náttúrunni.“ [4] 

Tilvalinn tími til að gera það væri á fjölskyldukvöldi eða á sunnudögum sem tilbeiðsluform utan veggja kirkjunnar og heimilisins. Þið getið farið í almenningsgarð eða í útilegu í nágrenninu.

Lærið um heiminn umhverfis  

Ritningarnar veita mikla innsýn í hvers vegna okkur er boðið að læra um jörðina. [5] Starfandi forseti Tólfpostulasveitarinnar, M. Russell Ballard spyr okkur: „Ímyndið ykkur hvað myndi gerast ef við öll gæfum okkur tíma til að ígrunda vandlega undur náttúrunnar umhverfis og helga okkur því að læra meira um þennan heim sem Guð skapaði fyrir okkur…. Við verðum að meta sköpunarverk skaparans til að sýna honum einlæga lotningu.  Við þurfum að ráðgera að verja tíma til að skoða undur náttúrunnar.  Í dag er svo auðvelt að vera umlukinn múrsteinsbyggingum og malbiki, sem heldur okkur frá hinu raunverulega lífi umhverfis.“ [6] 

Í Mormónsbók kennir spámaðurinn Alma að jörðin og allt sem á henni er ber vitni um að „til er æðri skapari.“ [7] Sem ráðsmenn jarðarinnar, er mikilvægt að við tökum tíma til að læra um jörðina, því hún er guðlegt vitni um verk Guðs. Fjölskyldur geta lesið saman ritningar um jörðina, til að læra meira um hvernig annast á sköpunarverk Guðs. 

Fjölskylda með dýrum
Að njóta fegurðar sköpunarinnar með fjölskyldu og vinum, eykur þakklæti.

Kennið og innrætið þakklæti fyrir jörðina

Það vekur mikla gleði þegar fólk er ánægt með allt það sem Guð hefur treyst því fyrir. Fólki ber skylda til að upplifa og vera þakklátt fyrir fegurð náttúrunnar. Á fjölskyldukvöldum getur fólk tjáð þakklæti fyrir jörðina og tekið þátt í athöfnum sem stuðla að þakklæti fyrir jörðina. 

Öldungur M. Russell Ballard kennir mikilvægi þess að sýna þakklæti fyrir jörðu Guðs og varar við skaðsemi þess ef það vanti. 

„Þeir sem ekki finna lotningu fyrir sköpunarverkinu og guðlegum eiginleikum Guðs, munu líklega ekki kunna að meta aðra helga hluti.  Slík skortur á virðingu fyrir sköpunarverki Guðs, getur minnkað enn frekar, þar til menn verða algerlega ónæmir fyrir tilfinningum annarra.“ sagði öldungur Ballard. [8] 

Fjölskyldukvöld eru tilvalin til að læra um jörðina og auka lotningu gagnvart henni.

-

[1]  Alma 37:6

[2] Russell M. Nelson forseti, Sköpunin, apríl 2000.

[3] Ezra Taft Benson, This Nation Shall Endure [Þessi þjóð mun vara áfram], 1977

[4] Vitnað í George B. Handley, „The Environment Ethics of Mormon Belief,“ BYU Studies, 40:2, 2001.

[5] Kenning og sáttmálar 101:32-34 

[6] M. Russell Ballard, God‘s Love for His Children [Guð elskar börn sín], apríl 1988.

[7] Alma 30:44 

[8] M. Russell Ballard, Take time to have reverence for creator and his creations [Gefa sér tíma til að sýna skaparanum og sköpun hans lotningu], apríl 1988