Ný myndbandasería um hvernig á að búa á sig undir aðalráðstefnu

Til hjálpar við að undirbúa þennan andlega viðburð, mun kirkjan gefa út átta stutt myndbönd með tillögum að undirbúningi í aðdraganda aðalráðstefnu. 

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu mun halda haust aðalráðstefnu sína dagana 2.–3. október 2021. Öllum er velkomið að taka þátt með milljónum um allan heim og hlýða á boðskap um frelsarann Jesú Krist, frá lifandi spámönnum og postulum sem og öðrum heimsleiðtogum kirkjunnar.

Krishti si bari

Til hjálpar við að undirbúa þennan andlega viðburð, mun kirkjan gefa út átta stutt myndbönd með tillögum að undirbúningi í aðdraganda aðalráðstefnu. Þið getið horft á fyrstu kynningu á „Aðalráðstefna: Hvernig hyggst þú undirbúa þig?“ hér að neðan:

Eitt nýtt myndband með tillögum verður gefið út daglega á samfélagsmiðlarásum kirkjunnar (Facebook, YouTube, Instagram) á 22 tungumálum, frá 25. september til 2. október 2021.

Þið getið líka haft auga á þessum spilunarlista fyrir nýjustu útgefnu myndböndin.

Aðalráðstefna er heimsráðstefna Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Tvisvar á ári, fyrstu helgarnar í apríl og október, miðla leiðtogar kirkjunnar hvaðanæva að úr heimi boðskap sem hefur hinn lifandi Krist og fagnaðarerindi hans að þungamiðju. Ráðstefnunni er streymt og útvarpað beint frá Ráðstefnuhöllinni á Musteristorgi í Salt Lake City, Utah, Bandaríkjunum, á um 70 tungumálum og hún er síðar þýtt á meira en 100 tungumál.