Evrópa

Ný síða þjónar sem efnismiðstöð um Síðari daga heilaga  Evrópu

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu opnaði formlega ensk-evrópska netfréttastofu

Eftir nokkurra mánaða þróun og prófanir hleypti Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu formlega af stokkunum evrópskri fréttastofu á netinu. Þessi síða sameinar greinargerðir og innsýn frá fréttastofum einstakra landa, til að veita sameinaða upplifun fyrir fréttamiðla og álitsgjafa um alla Evrópu á ensku.

Horft á hina nýju evrópsku fréttastofu.
Horft á hina nýju evrópsku fréttastofu.

„Þessi rás mun sjá fjölmiðlafólki fyrir einni megin efnismiðstöð um Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu um alla Evrópu,“ sagði Dinis Adriano, samskiptastjóri fyrir Mið-Evrópusvæði kirkjunnar. „Þetta verður gagnlegt úrræði til viðbótar við kunnuglegar fréttastofur landanna, sem taka mið af heimasvæðum. Við gerum ráð fyrir að þetta úrræði verði sameiningarafl fyrir alla Evrópu,“ bætti hann við.

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er heimslæg trú með meira en hálfa milljón meðlima í Evrópu.

Fyrir tólf árum hóf kirkjan að hleypa af stokkunum fréttastofum á netinu fyrir ýmis Evrópulönd á þeirra eigin tungumálum. Þessar síður verða áfram tiltækar, en nokkrum hápunktum verður nú einnig deilt í gegnum evrópsku fréttastofuna á ensku til að ná til breiðari markhóps.

Þetta megin efni mun líka gera blaðamönnum, álitsgjöfum og meðlimum kirkjunnar mögulegt að öðlast alþjóðlega yfirsýn yfir starfsemi kirkjunnar.

Að auki geta leiðtogar kirkjunnar um allan heim notað hina nýju síðu fyrir tilkynningar og umfjöllun um viðeigandi málefni.

Hægt er að finna netfréttastofu fyrir Evrópu á ensku með því að smella hér eða með því að fara í einhverja aðra fréttastofu Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu og smella efst í hægra hornið til að opna valmynd með tiltækum útgáfum landa og fjöl-landa.