Frankfurt, Þýskalandi

Nýir trúboðsleiðtogar hefja verkefni sín víða í Evrópu

Æðsta forsætisráð Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu hefur kallað nýja trúboðsforseta og félaga þeirra fyrir 14 trúboð víða um Evrópu. Hinir nýju trúboðsleiðtogar hófu þriggja ára þjónustu sína 1. júlí. Nöfn þeirra, verkefni og stuttar kynningar fylgja hér á eftir.

Norður-Adríahafstrúboðið

Brian E. Cordray og Angelika Cordray, trúðboðsleiðtogar Norður-Adríahafstrúboðsins.
Brian E. Cordray og Angelika Cordray, trúðboðsleiðtogar Norður-Adríahafstrúboðsins.

Brian E. Cordray, 51 árs, og Angelika Cordray, fjögur börn, 2. deild Frankfurt-borgar (enskumælandi), Frankfurt-stikunni, Þýskalandi. Norður-Adríahafstrúboðið,  taka við af Kevins C. Field forseta og systur Dianna M. Field. Bróðir Cordray er sunnudagaskólakennari og fyrrverandi stikuforseti, háráðsmaður, biskup, ráðgjafi í biskupsráði, deildartrúboðsleiðtogi, trúarskólakennari yngri deildar, musterisþjónn og trúboði í Vínartrúboðinu í Austurríki. Hann fæddist í Gatesville, Texas, sonur hjónanna Allen L. Cordray og Catherine Elizabeth Cordray.

Systir Cordray er sunnudagaskólakennari og fyrrverandi forseti Stúlknafélags, Barnafélagsforseti í stiku, Líknarfélagsforseti stiku, Líknarfélagsforseti deildar, Barnafélagsforseti deildar, musterisþjónn og trúboði í Hamborgartrúboðinu í Þýskalandi. Hún fæddist í München, Þýskalandi, dóttir hjónanna Johann Friederich Laur og Gabriele Maria Laur.

Tíranatrúboðið, Albaníu

Michael Auras og Johanna Auras, trúboðsleiðtogar Tíranatrúboðsins, Albaníu.
Michael Auras og Johanna Auras, trúboðsleiðtogar Tíranatrúboðsins, Albaníu.

Michael Auras, 48 ára, og Johanna Auras, sex börn, Landshut-deild, München-stiku, Þýskalandi: Tiranatrúboðið, Albaníu, taka við af Samuel M. T. Koivisto forseta og systur Anna-Maria Koivisto. Bróðir Auras er öldungasveitarforseti og fyrrverandi stikuforseti, ráðgjafi í stikuforsætisráði Piltafélagsins, greinarforseti, ráðgjafi í greinarforsætisráði, sunnudagaskólakennari, trúarskólakennari yngri deildar, deildartrúboðsleiðtogi, musterisþjónn og setuumsjónarmaður FSY. Hann fæddist í Erlangen, Þýskalandi, sonur hjónanna Peter Auras og Elvira Auras.

Johanna Auras er Stúlknafélagsforseti deildar og fyrrverandi ráðgjafi í Stúlknafélagsforsætisráði í stiku, Barnafélagsforseti deildar, Stúlknafélagsforseti deildar, Líknarfélagsforseti greinar, ráðgjafi í Barnafélagsforsætisráði deildar, ráðgjafi í Stúlknafélagsforsætisráði deildar, ráðgjafi í Líknarfélagsforsætisráði greinar, viðburðarstjóri Barnafélags, trúarskólakennari yngri bekkjar og setuumsjónarmaður FSY. Hún fæddist í Landshut, Þýskalandi, dóttir hjónanna Friedrich Reisinger og Angelika Reisinger.

Þýskumælandi Alpatrúboðið

Martin W. Bates og Donna Bates, trúboðsleiðtogar þýskumælandi Alpatrúboðsins.
Martin W. Bates og Donna Bates, trúboðsleiðtogar þýskumælandi Alpatrúboðsins.

Martin W. Bates, 55 ára, og Donna Bates, átta börn, Yale-deild, Salt Lake Bonneville-stiku: Þýskumælandi Alpatrúboðið, taka við af Scott M. Naatjes forseta og systur Jodi T. Naatjes. Bróðir Bates er leiðbeinandi í öldungasveit og deildartrúboðsleiðtogi og fyrrverandi biskup, forseti öldungasveitar, Piltafélagsforseti deildar, sunnudagaskólaforseti deildar, sunnudagaskólakennari, Barnafélagskennari, skátaforingi og trúboði í Frankfurt-trúboðinu í Þýskalandi. Hann fæddist í Salt Lake City, sonur hjónanna Douglas Fetzer Bates og Eva-Maria Bates.

Systir Bates er Líknarfélagskennari og deildartrúboði og fyrrum ráðgjafi í Stúlknafélagsforsætisráði í stiku, forseti Stúlknafélags í deild, forseti Barnafélags í deild, sunnudagaskólakennari, skátaforingi í 11 ár og tónlistarstjóri Barnafélags. Hún fæddist í The Dalles, Oregon, dóttir hjónanna Dallas George Graham og Sharon Lynn Graham.

Búlgaríu/Grikklandstrúboðið

David A. Nelson og Emily Wood Nelson, trúboðsleiðtogar Búlgaríu/Grikklandstrúboðsins.
David A. Nelson og Emily Wood Nelson, trúboðsleiðtogar Búlgaríu/Grikklandstrúboðsins.

David A. Nelson, 54 ára, og Emily Wood Nelson, fjögur börn, Slate Canyon 10. deild, Provo-stiku í Utah: Búlgaríu/Grikklandstrúboðið, taka við af Samuel M. T. Koivisto forseta og systur Anna-Maria Koivisto. Bróðir Nelson hefur þjónað sem háráðsmaður, Piltafélagsforseti í stiku, öldungasveitarforseti, sunnudagaskólaforseti deildar, framkvæmdarritari deildar, skátaforingi og trúboði í Grikklandi í Austur-Vínartrúboðinu í Austurríki. Hann fæddist í Pocatello, Idaho, sonur hjónanna Lowell Allen Nelson og Rita Rae Evans Nelson.

Systir Nelson er fyrrverandi ráðgjafi í Líknarfélagsforsætisráði deildar, ráðgjafi í Stúlknafélagsforsætisráði deildar, ráðgjafi í Barnafélagsforsætisráði deildar, samræmingarstjóri samúðarþjónustu Líknarfélags deildar, Líknarfélagskennari, viðburðaleiðtogi, Barnafélagskennari og deildartrúboði. Hún fæddist í Salt Lake City, dóttir hjónanna Walter Rex Wood og Karen Edwards Wood.

Parísartrúboðið, Frakklandi

Ryan R. Munns og Heather A. Munns, trúboðsleiðtogar Parísartrúboðsins, Frakklandi.
Ryan R. Munns og Heather A. Munns, trúboðsleiðtogar Parísartrúboðsins, Frakklandi.

Ryan R. Munns, 49 ára, og Heather A. Munns, sex börn, Narcoossee-deild, St Cloud-stiku, Flórída: Parísartrúboðið, Frakklandi, taka við af C. Michael Hansen forseta og systur Jeanne Hansen. Bróðir Munns er ráðgjafi í trúboðsforsætisráði og fyrrverandi stikuforseti, háráðsmaður, ráðgjafi í biskupsráði, öldungasveitarforseti, Piltafélagsforseti deildar og trúboði í Genfartrúboðinu í Sviss. Hann fæddist í Winter Park, Flórída, sonur hjónanna Ranier Farrell Munns og April Jo Cassell Munns.

Systir Munns er ráðgjafi í Stúlknafélagsforsætisráði deildar og fyrrverandi ráðgjafi í Barnafélagsforsætisráði stiku, ráðgjafi í Líknarfélagsráði deildar, ráðgjafi í Barnafélagsforsætisráði deildar, tónlistarstjóri Barnafélags, Barnafélagskennari og leiðtogi í barnastofu. Hún fæddist í Provo, Utah, dóttir hjónanna Paul Flack Hintze og Patricia Anne Porter Hintze.

Frankfurt-trúboðið, Þýskalandi

Douglas P. Cropper og Lynne G. Cropper, trúboðsleiðtogar Frankfurt-trúboðsins, Þýskalandi.
Douglas P. Cropper og Lynne G. Cropper, trúboðsleiðtogar Frankfurt-trúboðsins, Þýskalandi.

Douglas P. Cropper, 63 ára, og Lynne G. Cropper, fjögur börn, River Bend-deildinni, Davenport-stiku í Iowa: Frankfurt-trúboðið, Þýskalandi, taka við af Dan J. Hammon forseta og systur Debbie J. Hammon. Bróðir Cooper er sunnudagaskólakennari með áherslu á kenningar fagnaðarerindisins og fyrrverandi stikuforseti, háráðsmaður, framkvæmdarritari stiku, biskup, ráðgjafi í biskupsráði, deildarforseti Piltafélags og trúboði í Hamborgartrúboðinu í Þýskalandi. Hann fæddist í Salt Lake City, sonur hjónanna Paul Kent Cropper og Deon E. Cropper.

Systir Cropper er trúarskólakennari eldri deildar og ráðgjafi í musteris- og ættarsögustarfi deildar og fyrrverandi forseti Stúlknafélags, Barnafélagsforseti deildar, ráðgjafi í Líknarfélagsforsætisráði, deildarráðgjafi fyrir Stúlknafélagsbúðir, trúarskólakennari yngri deildar og almannatengslastjóri umdæmis. Hún fæddist í Salt Lake City, dóttir hjónanna Lloyd Alfred Gorton og Mildred Joan Gorton.

Búdapest-trúboðið, Ungverjalandi

Chet J. Wall og Kristy Wall, trúboðsleiðtogar Búdapest-trúboðsins, Ungverjalandi.
Chet J. Wall og Kristy Wall, trúboðsleiðtogar Búdapest-trúboðsins, Ungverjalandi.

Chet J. Wall, 46 ára, og Kristy Wall, fjögur börn, Stone Cliff-deildinni, Boulder Ridge-stiku, St George, Utah: Búdapest-trúboðið, Ungverjalandi, taka við af Justin C. Rucker forseta og systur Lori Rucker. Bróðir Wall er fyrrverandi ráðgjafi í stikuforsætisráði, stikuritari, biskup, öldungasveitarforseti, deildarforseti Piltafélags, ráðgjafi í deildararforsætisráði Piltafélags, ráðgjafi Piltafélags, sunnudagaskólakennari og trúboði í Búdapest-trúboðinu, Ungverjalandi. Hann fæddist í Murry, Utah, sonur hjónanna James Clair Wall og Joan Clegg Wall.

Systir Wall er fyrrverandi Barnafélagsforseti stiku, deildarforseti Stúlknafélags, deildarforseti Barnafélags, kennari í Líknarfélagi og skátaleiðtogi. Hún fæddist í Portland, Oregon, dóttir hjónanna Ben Wayne Gardner og Kathe Beeson Gardner.

Varsjártrúboðið, Póllandi

Gregory D. Roney og Christine Roney, trúboðsleiðtogar Varsjártrúboðsins, Póllandi.
Gregory D. Roney og Christine Roney, trúboðsleiðtogar Varsjártrúboðsins, Póllandi.

Gregory D. Roney, 48 ára, og Christine Roney, fjögur börn, Tall Cedars-deildinni, Gainesville-stiku, Virginíu: Varsjártrúboðið, Póllandi, taka við af David L. Chandler forseta og systur Stacy A. Chandler. Bróðir Roney er fyrrverandi ráðgjafi í stikuforsætisráði, ráðstefnustjóri ungmennaráðstefnu, biskup, greinarforseti, öldungasveitarforseti, Piltafélagsforseti deildar, trúarskólakennari yngri deildar og trúboði í Varsjártrúboðinu, Póllandi. Hann var alinn upp í Newport Beach, Kaliforníu, af foreldrum sínum Arden Ensley Roney og Carolyn Bethers Roney.

Systir Roney er ráðgjafi Stúlknafélagsins og fyrrverandi formaður ungmennaráðstefna stiku, aðstoðarbúðastjóri Stúlknafélags, Líknarfélagskennari, sunnudagaskólakennari fyrir Reglur fagnaðarerindisins, sunnudagaskólakennari, Barnafélagskennari, barnastofuleiðtogi, tónlistarstjóri deildar og viðburðarstjóri. Hún var alin upp í Mission Veijo, Kaliforníu, af foreldrum sínum Jon Sivert Holmgren og Mickey Burden Holmgren.

Búkarest-trúboðið, Rúmeníu (Nýtt):

Geoffrey R. Fowler og Roseanna C. Fowler, trúboðsleiðtogar Búkarest-trúboðsins, Rúmeníu.
Geoffrey R. Fowler og Roseanna C. Fowler, trúboðsleiðtogar Búkarest-trúboðsins, Rúmeníu.

Geoffrey R. Fowler, 47 ára, og Roseanna C. Fowler, fimm börn, 1. deild Oakley, Antioch-stiku, Kaliforníu :  nýja Búkarest-trúboðið, Rúmeníu. Bróðir Fowler er ráðgjafi í stikuforsætisráði og fyrrverandi háráðsmaður, biskup, ráðgjafi biskups, skátaforingi og trúboði í Búkarest-trúboðinu, Rúmeníu. Hann fæddist í Seattle, Washington, sonur hjónanna Dennis Lee Fowler og Kathryn Ann Fowler.

Systir Fowler er ráðgjafi í deildarforsætisráði Barnafélags og musterisþjónn og fyrrverandi Barnafélagsforseti deildar, ráðgjafi í forsætisráði Stúlknafélags, ráðgjafi Stúlknafélags, píanisti Barnafélags, viðburðardagaleiðtogi og trúarskólakennari yngri deildar. Hún fæddist í Harbor City, Kaliforníu, dóttir hjónanna William Robert Croasdale eldri og Woglinde Christine Croasdale.

Barselónatrúboðið, Spáni.

Frank Heckmann og Maria Heckmann, trúboðsleiðtogar Barselónatrúboðsins, Spáni.
Frank Heckmann og Maria Heckmann, trúboðsleiðtogar Barselónatrúboðsins, Spáni.

Frank Heckmann, 64 ára, og Maria Heckmann, sjö börn, 2. deild í Heidelberg (spænskumælandi), Heidelberg-stiku, Þýskalandi: Barselónatrúboðið, Spáni, taka við af Juan Pablo Villar forseta og systur Carola Villar. Bróðir Heckmann er ráðgjafi í trúboðsforsætisráði og fyrrverandi háráðsmaður, almannatengslastjóri, ráðgjafi í stikuforsætisráði Piltafélags, greinarforseti, ráðgjafi í greinarráði, deildartrúboðsleiðtogi, trúarskólakennari eldri bekkjar, trúarskólakennari yngri bekkjar, musterisþjónn og trúboði í Zürich-trúboðinu, Sviss. Hann fæddist í Heidelberg, Þýskalandi, sonur Heinrich Friederich Heckmann og Ruth Heckmann.

Systir Heckmann er deildarforseti Líknarfélagsins og fyrrverandi ráðgjafi í Barnafélagsforsætisráði, almannatengslasérfræðingur, trúarskólakennari eldri bekkjar, trúarskólakennari yngri bekkjar, deildartrúboði, musterisþjónn og trúboði í Barselónatrúboðinu, Spáni. Hún fæddist í Cadiz, Spáni, dóttir hjónanna Francisco Marin Miranda og Cristobalina Aragon Sanchez.

Eystrasaltstrúboðið

Antti Makslahti-Tolstosheev og Skaistė Makslahti-Tolstosheev, trúboðsleiðtogar Eystrasaltstrúboðsins.
Antti Makslahti-Tolstosheev og Skaistė Makslahti-Tolstosheev, trúboðsleiðtogar Eystrasaltstrúboðsins.

Antti Makslahti-Tolstosheev, 46 ára, og Skaistė Makslahti-Tolstosheev, þrjú börn, Šiauliai-grein, Vilníus-umdæminu, Litháen. Eystrasaltstrúboðið, taka við af Roy B, Huff forseta og systur Jeanna Hayward Huff. Bróðir Makslahti-Tolstosheev er ráðgjafi í umdæmisforsætisráði, greinarforseti og ráðgjafi í musteris- og ættarsögustarfi og fyrrverandi umdæmisráðgjafi ungra og einhleypra, ráðgjafi í greinarforsætisráði, greinarritari og trúboði í Moskvutrúboðinu, Rússlandi. Hann fæddist í Sankti Pétursborg, sonur Juri og Irina.

Systir Makslahti-Tolstosheev er almannatengslaleiðtogi og greinarforseti Líknarfélagsins og fyrrverandi trúarskólakennari yngri bekkjar, greinarstúlknafélagsforseti og greinarbarnafélagsforseti. Hún fæddist í Šiauliai, Litháen, og er dóttir Virginijus og Irena.

Praia-trúboðið, Grænhöfðaeyjum

Scott R. Labrum og Mindi Labrum, trúboðsleiðtogar Praia-trúboðsins, Grænhöfðaeyjum.
Scott R. Labrum og Mindi Labrum, trúboðsleiðtogar Praia-trúboðsins, Grænhöfðaeyjum.

Scott R. Labrum, 56 ára, og Mindi Labrum, fjögur börn, 3. deild Castle Dale, Castle Dale-stiku, Utah: Praia-trúboðið, Grænhöfðaeyjum, taka við af David J. Wunderli forseta og systur Diane Wunderli. Bróðir Labrum er fyrrverandi ráðgjafi í stikuforsætisráði, framkvæmdarritari stiku, stikuforseti Piltafélagsins, biskup, ráðgjafi í biskupsráði, skátaforingi, deildartrúboðsleiðtogi og trúboði í Brasilia-trúboðinu í Brasilíu. Hann fæddist í Murray, Utah, sonur hjónanna Ross Nichols Labrum og Lunda Edmunds Labrum.

Systir Labrum er ráðgjafi Stúlknafélagsins og fulltrúi Til styrktar ungmennum og fyrrverandi stjórnandi Stúlknafélagsbúða, deildarforseti Stúlknafélagsins, deildarráðgjafi Stúlknafélagsins, deilarráðgjafi Barnafélagsins, sunnudagaskólakennari með áherslu á kenningar fagnaðarerindisins og deildartrúboði. Hún fæddist í Granger, Utah, dóttir Ted R. Anderson og Shirley Ann Anderson.

Helsinki-trúboðið, Finnlandi

Juha Lehtinen og Ulla Lehtinen, trúboðsleiðtogar Helsinki-trúboðsins, Finnlandi.
Juha Lehtinen og Ulla Lehtinen, trúboðsleiðtogar Helsinki-trúboðsins, Finnlandi.

Juha Lehtinen, 68 ára, og Ulla Lehtinen, fjögur börn, 2. deild Helsinki, Helsinki-stiku, Finnlandi: Helsinki-trúboðið, Finnlandi, taka við af Ville Kervinen forseta og systur Leena Kervinen. Bróðir Lehtinen er ráðgjafi í trúboðsforsætisráði og fyrrverandi ráðgjafi í stikuforsætisráði, stikuforseti Piltafélagsins, biskup, ráðgjafi í biskupsráði, hópleiðtogi háprestaflokks, þjónustutrúboðssérfræðingur og trúboði í Helsinki-trúboðinu, Finnlandi. Hann fæddist í Imatra, Finnlandi, sonur Esko Mauno Lehtinen og Kirsti Marjatta Lehtinen.

Systir Lehtinen er ráðgjafi í deildarforsætisráði Líknarfélags og sagnfræðingur deildar, fyrrverandi ráðgjafi í stikuforsætisráði Barnafélagsins, deildarforseti Líknarfélagsins, ráðgjafi í deildarforsætisráði Stúlknafélagsins, þjónustutrúboðssérfræðingur og sunnudagaskólakennari með áherslu á kenningar fagnaðarerindisins. Hún fæddist í Turku, Finnlandi, dóttir Heikki Uusitalo og Liisa Uusitalo.

Stokkhólmstrúboðið, Svíþjóð

J. Gregory Lake, 61 ára, og Lisa Saunders Lake, trúboðsleiðtogar Stokkhólmstrúboðsins, Svíþjóð.
J. Gregory Lake, 61 ára, og Lisa Saunders Lake, trúboðsleiðtogar Stokkhólmstrúboðsins, Svíþjóð.

J. Gregory Lake, 61 árs, og Lisa Saunders Lake, fjögur börn, Constellation-deild, Vestur-Highland-stika, Gilbert, Arisóna: Stokkhólmstrúboðið, Svíþjóð, taka við af Robert L. Davis forseta og systur Tiffany L. Davis. Bróðir og systir Lake eru fyrrverandi trúboðshjón í Stokkhólmstrúboðinu í Svíþjóð. Hann er fyrrverandi biskup, biskup í deild ungra og einhleypra, háráðsmaður, deildarforseti Piltafélagsins, deildartrúboðsleiðtogi, sunnudagaskólakennari, trúarskólakennari eldri bekkjar, musterisþjónn og trúboði í Stokkhólmstrúboðinu, Svíþjóð. Hann fæddist í Salt Lake City, sonur Jack Smith Lake og Marie Barlow Lake.

Systir Lake er ráðgjafi í Líknarfélagsforsætisráði deildar og fyrrverandi stikuráðgjafi Stúlknafélagsins, ráðgjafi í stikuforsætisráði Barnafélagsins, deildarforseti Stúlknafélagsins, Barnafélagsforseti deildar, ráðgjafi í deildarforsætisráði Líknarfélagsins, ráðgjafi í deildarforsætisráði Stúlknafélagsins, ráðgjafi í deildarforsætisráði Barnafélagsins, ráðgjafi Stúlknafélagsins, skátaforingi og musterisþjónn. Hún fæddist í Logan, Utah, dóttir Reed W. Saunders og Barbara Cook Saunders.