Frankfurt am Main, Germany

Nýtt forsætisráð Evrópusvæðisins hefur þjónustu

Þann 1. ágúst 2021, hóf öldungur Massimo De Feo þjónustu sem nýr forseti Evrópusvæðis Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Öldungur Erich W. Kopischke þjónar nú sem fyrsti ráðgjafi og öldungur Ruben V. Alliaud sem annar ráðgjafi.

Presidenca e Re e Zonës së Europës Fillon Shërbimin
Hið nýja svæðisforsætisráð Evrópu tekur við 1. ágúst 2021. Frá vinstri: Öldungur Erich W. Kopischke, fyrsti ráðgjafi, öldungur Massimo De Feo, forseti, og öldungur Rubén V. Alliaud, annar ráðgjafi.

Öldungur De Feo sagði: „Framtíðin er björt er við fylgjum öruggum vegi Drottins.“ Hann sagði líka: „Við viljum miðla öllum börnum Guðs góðum tíðindum fagnaðarerindisins. Við viljum bjóða öllum börnum hans að upplifa þá gleði sem felst í fagnaðarerindinu.“ Öldungur De Feo fæddist í Taranto í Ítalíu, 14. desember 1960. Hann giftist Loredana Galeandro í ágúst 1984 og saman eiga þau þrjú börn.

Öldungur Erich W. Kopischke, frá Þýskalandi, hefur þjónað íbúum Evrópusvæðisins í mörg ár.  Hann þjónar nú sem fyrsti ráðgjafi í forsætisráðinu. Hann sagði: „Á erfiðum tímum lærist okkur að leita til Drottins eftir styrk. Trú á Drottin er öruggt loforð um bjarta framtíð.“

Öldungur Rubén V. Alliaud, hinn nýi meðlimur svæðisforsætisráðs Evrópu, er innfæddur í Buenos Aires, Argentínu. Hann mun nú þjóna sem annar ráðgjafi í forsætisráðinu. Hann sagði: „Þegar við treystum Drottni, mun hann veita sálum okkar frið og leiða okkur í gegnum erfiða tíma. Ég er viss um að Drottinn þekkir börn sín og vill að þau njóti blessana hins endurreista fagnaðarerindis.“