Nýtt smáforrit og nýtt svæði í Gospel Library er sérstaklega hannað fyrir börn

Gospel Library er í fyrsta sinn með svæði sem tileinkað er börnum. Nýja svæðið, sem kallast Börn, er aðgengilegt undir Markhópur í Gospel Library, hvort sem þið eruð á netinu eða notið smáforritið. Það gerir börnum kleift að skoða sögur, myndbönd eða gagnvirk viðfangsefni. Það sér einnig foreldrum og Barnafélagskennurum fyrir úrræðum til að undirbúa vikulegar lexíur fyrir Barnafélagið eða kvöldstund fjölskyldunnar.

children playing on tablet
Gospel Library er nú með svæði sérstaklega ætlað börnum, sem gerir þeim kleift að lesa sögur, horfa á myndbönd og taka þátt í gagnvirkum viðfangsefnum.

Fram að þessu hefur efnið í Gospel Library verið sniðið að fullorðnum og þar hefur ekkert efni verið að finna á einum stað sem sérstaklega er ætlaður börnum. Þetta nýja, stafræna úrræði var búið til svo börn gætu vafrað sjálf og er hannað til að fanga athygli þeirra með myndum og barnvænum hnöppum.

Systir Camille N. Johnson, aðalforseti Barnafélagsins, sagði: „Við teljum að barnaefnið í Gospel Library muni efla trú fjölskyldu ykkar á frelsarann, Jesú Krist. Það mun staðfesta á ný að við erum börn himneskra foreldra og vera til þess fallið að bjóða andanum inn á heimili ykkar.“

 

Child and Grandpa are using a tablet
Nýja barnasvæðið í Gospel Library var búið til svo börn gætu vafrað ein og óstudd og hannað til að fanga athygli þeirra með myndum og barnvænum hnöppum.

Það sem er í boði

Börn geta fundið eftirfarandi flokka:

Til er meira efni sem er tiltækt á nokkrum tungumálum. Efnið í heild má finna á ensku.

home page of online children library
Til að finna barnasvæðið í Gospel Library, farið þá á forsíðu Gospel Library í tölvu ykkar eða snjallsíma. Smellið á Markhópur. Smellið svo á Börn.

Til að finna barnasvæðið í Gospel Library, farið þá á forsíðu Gospel Library í tölvu ykkar eða snjallsíma. Smellið á Markhópur. Smellið svo á Börn. Þannig komist þið að efninu.

Nýtt smáforrit, „Gospel for Kids,“ er í boði á ensku, spænsku og portúgölsku.

Til viðbótar við Gospel Library, er barnaefni einnig að finna í nýju smáforriti sem heitir „Gospel for Kids [Trúarefni fyrir börn].“  Það hefur fjóra meginflokka: Sögur úr ritningunum, litabækur, samsöng og fleiri viðfangsefni. Forritið er litríkt og einfalt í hönnun, sem gerir börnum kleift að vafra um það upp á eigin spýtur.

illustration of Jesus with children
Gospel for Kids hefur fjóra meginflokka: Sögur úr ritningunum, litabækur, samsöng og fleiri viðfangsefni. Litabækur hafa að geyma tuttugu og eina mismunandi litabók, en síður þeirra tengjast ýmsu efni fagnaðarerindisins og kirkjunnar, t.d. ritningunum, trúboðum og þjónustu.

„Smáforritið Gospel for Kids er nýtt spennandi úrræði sem tengir börn við fagnaðarerindi Jesú Krists,“ sagði aðalforseti Barnafélagsins, Camille N. Johnson. „Ég er viss um að það muni reynast blessun þeim foreldrum og börnum sem þyrstir í efni til hjálpar fjölskyldum við að vera á sáttmálsveginum. Ég vænti þess að tónlistin, sögurnar og viðfangsefnin fái boðið andanum að hafa áhrif á okkar dýrmætu börn í Barnafélaginu.“

illustration of Jesus with child on an orange background
Smáforritið Gospel for Kids gerir börnum kleift að takast sjálf á við trúarnám sitt og sér þeim fyrir nauðsynlegum verkfærum til að miðla öðrum fagnaðarerindinu.

Smáforritið er í boði á ensku, spænsku og portúgölsku fyrir bæði iOS og Android. Sumir eiginleikar forritsins í Android eru enn í vinnslu en áætlað er að þeir verði komnir í notkun síðar á árinu.