Fram að þessu hefur efnið í Gospel Library verið sniðið að fullorðnum og þar hefur ekkert efni verið að finna á einum stað sem sérstaklega er ætlaður börnum. Þetta nýja, stafræna úrræði var búið til svo börn gætu vafrað sjálf og er hannað til að fanga athygli þeirra með myndum og barnvænum hnöppum.
Systir Camille N. Johnson, aðalforseti Barnafélagsins, sagði: „Við teljum að barnaefnið í Gospel Library muni efla trú fjölskyldu ykkar á frelsarann, Jesú Krist. Það mun staðfesta á ný að við erum börn himneskra foreldra og vera til þess fallið að bjóða andanum inn á heimili ykkar.“

Það sem er í boði
Börn geta fundið eftirfarandi flokka:
Til er meira efni sem er tiltækt á nokkrum tungumálum. Efnið í heild má finna á ensku.

Til að finna barnasvæðið í Gospel Library, farið þá á forsíðu Gospel Library í tölvu ykkar eða snjallsíma. Smellið á Markhópur. Smellið svo á Börn. Þannig komist þið að efninu.
Nýtt smáforrit, „Gospel for Kids,“ er í boði á ensku, spænsku og portúgölsku.
Til viðbótar við Gospel Library, er barnaefni einnig að finna í nýju smáforriti sem heitir „Gospel for Kids [Trúarefni fyrir börn].“ Það hefur fjóra meginflokka: Sögur úr ritningunum, litabækur, samsöng og fleiri viðfangsefni. Forritið er litríkt og einfalt í hönnun, sem gerir börnum kleift að vafra um það upp á eigin spýtur.

„Smáforritið Gospel for Kids er nýtt spennandi úrræði sem tengir börn við fagnaðarerindi Jesú Krists,“ sagði aðalforseti Barnafélagsins, Camille N. Johnson. „Ég er viss um að það muni reynast blessun þeim foreldrum og börnum sem þyrstir í efni til hjálpar fjölskyldum við að vera á sáttmálsveginum. Ég vænti þess að tónlistin, sögurnar og viðfangsefnin fái boðið andanum að hafa áhrif á okkar dýrmætu börn í Barnafélaginu.“
