Óbuda, Ungverjalandi

Öldungur Christofferson hittir borgarstjóra Óbuda í Búdapest

Kirkjan hefur gefið út listræna útfærslu á musterinu í Búdapest

Öldungur D. Todd Christofferson, í Tólfpostulasveit Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, hitti borgarstjóra Óbuda-Békásmegyer, Hr. László Kiss, í Búdapest þann 1. mars 2024, til að kynna kirkjuna og ræða upplýsingar er varða musterið sem kirkjan er að undirbúa að byggja á svæðinu.

Öldungur Brent H. Nielson í forsætisráði hinna sjötíu, og öldungur Jack N. Gerard af hinum sjötíu, annar ráðgjafi í forsætisráði Mið-Evrópusvæðisins, og Péter Borsos, stikuforseti Búdapest stikunnar í Ungverjalandi, tók einnig þátt í fundinum.

Tilkynnt var um Búdapest-musterið í Ungverjalandi í apríl 2019 og staðsetning húss Drottins var tilkynnt í október 2023. Þetta verður fyrsta musteri kirkjunnar í landinu. Í dag þurfa meðlimir kirkjunnar að ferðast til Freiberg í Þýskalandi til að tilbiðja í musteri. Listræn útfærsla af Búdapest-musterinu hefur nú verið gefin út af kirkjunni.

Á fundinum útskýrði öldungur Christofferson hvers vegna Síðari daga heilagir byggja musteri um allan heim og deildi eldmóði Ungverskra kirkjumeðlima fyrir því að hafa hús Drottins í sínu landi. Öldungur Christofferson sagði: „Borgarstjórinn sýndi mikinn stuðning. Hann býður öll trúarbrögð og trúarhópa velkomna í samfélagið og lofaði að styðja framlag kirkjunnar til nærsamfélagsins“. Borgarstjóranum var boðið að mæta á opið hús í framtíðinni þegar musterið er fullbyggt og tilbúið til vígslu.

„Kiss borgarstjóri og samstarfsmenn hans tóku vel á móti fulltrúum kirkjunnar og sérstaklega vinsamlegur og alúðlegur andi var ríkjandi í gegnum umræðuna,“ sagði Borsos forseti.

Sendinefnd kirkjunnar skyldi eftir litla styttu af Kristi upprisnum hjá borgarstjóranum og þakkaði honum fyrir þakklæti hans og einlægni. Í staðinn gaf Kiss borgarstjóri, sem er sjálfur trúaður maður, öldungi ​​Christofferson stórkostlega gjöf, 200 ára gamla helgimynd sem hefur fylgt fjölskyldu hans í margar kynslóðir.

„Það er dýrmætur hlutur. Það hefur mikla merkingu og hreyfði við mér að fá eitthvað svo velviljað og rausnarlegt eins og þetta frá honum. Svo sannarlega þýðingamikið og nokkuð sem ég mun meta mikils og taka með mér heim,“ sagði öldungur Christofferson að lokum.

Það eru yfir 5200 Síðari daga heilagir í fleiri en 20 söfnuðum í Ungverjalandi, landi í mið-Evrópu. Fyrstu trúboðarnir frá Kirkju Jesú Krists komu til Ungverjalands árið 1885. Trúboðsstarf lá niðri í nokkra áratugi eftir fyrri heimsstyrjöldina. Kirkjan fékk opinbera viðurkenningu frá ríkisstjórn Ungverjalands árið 1988 og fyrsta samkomuhúsið í landinu var vígt ári síðar.

Musteri Síðari daga heilagra eru ólík kapellum og samkomuhúsum, þar sem meðlimir safnast saman til að tilbiðja á sunnudögum. Musteri eru álitin hús Drottins þar sem kenningar Krists eru staðfestar með helgiathöfnum sem sameina fjölskyldur um eilífð. Í musterunum læra meðlimir meira um tilgang lífsins og gera sáttmála um að þjóna Jesú Kristi og öðrum.