Hinni 11 daga þjónustuheimsókn öldungs D. Todds Christofferson, í Tólfpostulasveit Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, til meginlands Evrópu, lauk í Kaupmannahöfn 4. mars 2024 á fundi með trúboðum kirkjunnar sem starfa nú í því landi. Alla ferðina í sex Evrópulöndum miðlaði öldungur Christofferson, sem var í fylgd eiginkonu sinnar, Katherine Christofferson, vonarboðskap og bauð meðlimum og vinum kirkjunnar að gera kenningar Jesú Krists að þungamiðju lífs síns og fylgja fordæmi hans af meiri kostgæfni.

Öldungur D. Todd Christofferson, í Tólfpostulasveit Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, býður trúboða á Spáni velkomna, þann 24. febrúar 2024. Þeir komu saman í Madrid til að taka þátt í sérstakri ráðstefnu þriggja trúboða kirkjunnar á Spáni.


Öldungur D. Todd Christofferson heilsar trúboðum í samkomuhúsi Madrid-stikunnar á Spáni. Þessi sérstaka trúboðsráðstefna með trúboðunum sem þjóna í þremur trúboðum kirkjunnar á Spáni, var fyrsta samkoman á ellefu daga þjónustuferð sem náði yfir sex lönd í Evrópu.


Öldungur Christofferson og systir Christofferson í kynnisferð um nýja skrifstofudeild kirkjunnar í Frankfurt am Main, Þýskalandi, 27. febrúar 2024.


Trúarsamkoma með starfsmönnum kirkjunnar í Frankfurt am Main, Þýskalandi, þann 28. febrúar 2024.


Öldungur D. Todd Christofferson hittir menningar- og fjölmiðlaráðherra ríkisstjórnar Króatíu, frú Ninu Obuljen Koržinek, í Zagreb, 29. febrúar 2024. Aðrir hátt settir opinberir embættismenn stjórnvalda í Króatíu voru einnig viðstaddir.


Öldungur D. Todd Christofferson heilsar trúboðum í Norður-Adríahafstrúboði kirkjunnar, sem komu saman í Zagreb, í samkomuhúsi kirkjunnar í Króatíu, þann 29. febrúar 2024, fyrir sérstaka trúboðsráðstefnu.


Frá vinstri til hægri: Péter Borsos, stikuforseti Búdepest-stikunnar í Ungverjalandi, hr. László Kiss, borgarstjóri Óbuda-Békásmegyer (Umdæmis III í Búdapest), og öldungur D. Todd Christofferson. Þeir hittust í ráðhúsinu í Óbuda til að ræða málefni sem tengjast væntanlegu musteri kirkjunnar sem byggt verður í Búdapest.


W. Christopher Waddell biskup, í Yfirbiskupsráði kirkjunnar, ræðir við barn í stofnun í Ungverjalandi, þann 29. febrúar 2024. Kirkjan hjálpar þessari stofnun að halda áfram að veita börnum sem hafa sérþarfir umönnun og stuðning.


Fulltrúar Búdapest-trúboðsins í Ungverjalandi fyrir framan Pest-samkomuhús kirkjunnar í Búdapest, þann 1. mars 2024.


Öldungur D. Todd Christofferson ávarpar trúboða sem þjóna í Þýskumælandi Alpafjalla-trúboðinu. Samkoman var haldin 2. mars 2024 í Vínarborg.


Öldungur D. Todd Christofferson ávarpar trúboða sem þjóna á Þýskumælandi Alpafjalla-trúboðinu, þann 2. mars 2024.


Séð yfir söfnuðinn sem var saman kominn á sérstakri stikuráðstefnu sem haldin var í Vínarborg, þann 3. mars 2024. Útsending frá stikuráðstefnunni var send út um allt landið.


Öldungur og systir Christofferson bjóða trúboða velkomna í Kaupmannahafnartrúboði Danmerkur, sem voru saman komnir í höfuðborg Danmerkur, þann 4. mars 2024.


Trúboðar í Kaupmannahafnartrúboði Danmerkur taka þátt í sérstakri trúboðsráðstefnu með öldungi og systur Christofferson, þann 4. mars 2024.

Mestan hluta ferðarinnar, sem náði yfir Austurríki, Króatíu, Danmörku Þýskaland, Ungverjaland og Spán, voru öldungur Christofferson og systir Christofferson í fylgd öldungs Brent H. Nielson, í forsætisráði hinna Sjötíu og eiginkonu hans Marcia Nielson. W. Christopher Waddell biskup, fyrsti ráðgjafi í Yfirbiskupsráðinu, ásamt eiginkonu sinni, Carol Waddell, voru einnig með þeim á flestum samkomunum. Á þessum mismunandi stöðum hittu þau meðlimi og trúboða kirkjunnar og buðu þeim að styrkja trú sína á Jesú Krist og verða trúfastari lærisveinar.
Öldungur Christofferson átti einnig fundi með embættismönnum stjórnvalda í Króatíu og Ungverjalandi. Hér að neðan má sjá það helsta úr ferðinni, með myndum sem segja mestan hluta sögunnar.
Madrid, Spáni
Fyrstu samkomurnar voru haldnar í samkomuhúsi Madrid-musterisins, helgina 24. og 25. febrúar 2024. Í þessum fyrsta áfanga þjónustuferðarinnar voru öldungur Rubén V. Alliaud, fyrsti ráðgjafi í forsætisráði Mið-Evrópusvæðis og eiginkona hans, Fabiana Alliaud, í samfylgd aðalvaldhafanna sem voru í heimsókn.
Um helgina var haldinn söguleg samkoma með trúboðunum þremur á Spáni, samkoma með leiðbeinendum ungra fullorðinna frá flestum löndum á Mið-Evrópusvæðinu og trúarsamkoma fyrir unga fullorðna sem send var út til allra spænskumælandi eininga Mið-Evrópusvæðisins.
Á sunnudeginum var öldungur Christofferson í forsæti á sérstakri stikuráðstefnu fyrir allar þrjár stikurnar í Madrid. Þessi sérstaki fundur var sendur út á Madrid-svæðinu, þar sem einungis er pláss fyrir 1000 manns í byggingunni þar.
Frankfurt, Þýskalandi
Í Þýskalandi héldu öldungur Christofferson, öldungur Nielson og Waddel biskup fundi í höfuðstöðvum Mið-Evrópusvæðis kirkjunnar í Frankfurt. Þann 28.febrúar var haldin sérstök trúarsamkoma með starfsfólki sem vinnur í Frankfurt og hvarvetna á svæðinu. Ferðinni í Þýskalandi lauk með kynnisferð um bygginguna og vígslu hennar af hendi öldungs Christofferson.
Zagreb, Króatíu
Þann 29.febrúar 2024 hélt öldungur Christofferson, í fylgd öldungs Nielsons og öldungs Jacks N. Gerard, öðrum ráðgjafa í forsætisráði Mið-Evrópusvæðisins, og eiginkonu hans systur Claudette Gerard, til höfuðborgar Króatíu, Zagreb, til fundar við menningar- og fjölmiðlaráðherra ríkisstjórnar Króatíu og aðra háttsetta embættismenn.
Öldungur Christofferson tjáði þakklæti sitt fyrir viðleitni stjórnvalda í Króatíu í Kóvid-19 faraldrinum til að greiða götu trúboða kirkjunnar til þess að ferðast og komast á ákvörðunarstaði sína víðsvegar um Evrópu.
Hann ræddi einnig við embættismenn um það hvernig kirkjan og meðlimir hennar gætu lagt sitt af mörkum til að bæta samfélagið í landinu. „Við ræddum um markmið og hagsmuni (króatísku) ríkisstjórnarinnar og komumst að því að við gætum á margvíslegan hátt átt samstarf, einkum hvað þau varðar sem eru í mikilli neyð,“ sagði hann. Trúboðsráðstefna með Norður-Adríahafstrúboðinu var síðar haldin í samkomuhúsinu í Zagreb.
Búdapest, Ungverjalandi
Daginn eftir, þann 1. mars 2024, hittu öldungur Christofferson, öldungur Nielson og öldungur Gerard borgarstjóra Óbuda-umdæmis í Búdapest. Hr. László Kiss. Kirkjan festi kaup á eign á Óbuda-svæðinu og er með áætlanir um að byggja hið væntanlega Búdapest-musteri í Ungverjalandi, sem verður fyrsta musteri kirkjunnar í landinu.
Á fundinum kynnti öldungur Christofferson kirkjuna fyrir borgarstjóranum og útskýrði hvers vegna Síðari daga heilagir líta á musteri sem hús Drottins. Fundurinn var „mjög ljúfur og árangursríkur,“ sagði öldungur Christofferson.
Eftir fundinn í ráðhúsi Óbuda, ferðaðist hópurinn til samkomuhússins í Pest, til þess að hafa sérstaka ráðstefnu með trúboðum sem þjóna í Búdapest-trúboðinu í Ungverjalandi. Waddell biskup var einnig í Ungverjalandi og notaði tækifærið deginum áður til að heimsækja nokkrar stofnanir í Ungverjalandi sem kirkjan styður við, sem er hluti af mannúðar- og velferðarstarfi hennar í landinu.
Vín, Austurríki
Helgina 2.–3. mars 2024, ferðaðist hópurinn til höfuðborgar Austurríkis, þar sem öldungur Christofferson tók þátt í ráðstefnu með trúboðum sem þjóna í Þýskumælandi Alpafjalla-trúboðinu. Hann var síðan í forsæti þjálfunarfundar með leiðtogum kirkjunnar á Mið-Evrópusvæðinu. Forsætisráð Mið-Evrópusvæðisins var einnig á fundinum.
Útvarpsstöðin Ö1 tók líka viðtal við öldung Christofferson. Þessi útvarpsstöð er hluti af ORF, eða hinu almenna austurríska útvarps- og sjónvarpsnetkerfi. Sunnudagsmorgunin 3. mars 2024, var sérstök stikuráðstefna haldin á hóteli í miðri Vínarborg.
Útsending frá stikuráðstefnunni var send út um allt landið. Öldungur Christofferson flutti skýran boðskap í Vínarborg. Hann sagði þau sem „aðlöguðu líf sitt að boðskap Jesú Krists finna meiri gleði“. Hann staðfesti einnig að „iðrun væri gleði í lífi okkar“.
Kaupmannahöfn, Danmörku
Þann 4. mars 2024, á síðasti degi þjónustuheimsóknar sinnar til meginlands Evrópu, ferðaðist öldungur Christofferson til Kaupmannahafnar til að halda trúboðsráðstefnu í kaupmannahafnartrúboði Danmerkur. Samkoman var haldin í stikumiðstöð kirkjunnar.