Brussel

Öldungur Massimo De Feo situr fund háttsettra trúarleiðtoga

Föstudaginn 14. janúar, 2022 hitti öldungur Massimo De Feo, forseti Evrópusvæðis Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, nokkra háttsetta fulltrúa ýmissa trúarbragða í Evrópu, þar með talda kristinna, múslima, búddatrúar og gyðinga, ásamt fulltrúum húmanista og samtaka utan trúfélaga.

Starší Massimo De Feo sa zúčastnil stretnutia na vysokej úrovni s náboženskými vodcami

Boðið kom frá Margaritis Schinas fulltrúa, varaforseta framkvæmdarstjórnar Evrópusambandins, til að ræða framvindu hinnar áframhaldandi Ráðstefnu um framtíð Evrópu. Honum til stuðnings var Dubravka Suica varaforseti. Fundurinn fór fram rafrænt vegna Kóvíd takmarkanna.

Ráðstefnan um framtíð Evrópu er framtak í þágu íbúa Evrópu til að ræða áskoranir og forgangsmál Evrópu. Á þessum fundi háttsettra ráðamanna var fjallað um margar hugmyndir og tillögur sem þegar höfðu komið fram á ráðstefnunni, svo sem loftslagsbreytingar, heilbrigðismál, efnahagslíf og atvinnumál, stafræna umbreytingu, lagareglur, öryggismál og utanríkisstefnu Evrópusambandsins, svo og búferlaflutninga. Reiknað er með að ráðstefnunni ljúki fyrir vorið 2022.

Í þessu samhengi kom öldungur De Feo inn á loftslagsbreytingar og útskýrði að „hvað hina trúuðu varðar, þá er verndun og varðveisla plánetunnar ekki einungis spurning um að lifa af. Hún er heimili okkar og við lítum á hana sem sköpun og gjöf Guðs.“ Hann lagði síðan áherslu á búferlaflutninga. Í athugasemdum sínum varaði hann við þeirri staðreynd að samkvæmt nýjustu bráðabirgðakönnunum „væri þetta það umræðuefni sem ylli mestum klofningi,“ og hvatti fulltrúa stofnana Evrópusambandsins til að vísa ekki neinum þessara radda frá sér of fljótt. „Sem kirkja,“ sagði hann, „munum við halda áfram að hjálpa og styðja við flóttamenn og innflytjendur, með því að eiga samstarf við stofnanir innan og utan stjórnvalda, eins og við höfum gert í nær 40 ár, frá því að við settum á stofn hið alþjóðlega mannúðarstarf okkar.“

Hann minnti Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins einnig á að „þörf væri á raunverulegri samstöðu milli meðlimaríkjanna, til að forðast mismunun og virða mannlega reisn allra innflytjenda.“ Öldungur De Feo lauk orðum sínum á því að undurstrika enn frekar skuldbindingu kirkjunnar varðandi velferð allra barna Guðs í Evrópu og um allan heim. Eftir inngangsorð leiðtoganna var boðið upp á umræður þar sem þátttakendur gátu rætt eftirliggjandi umræðuefni.

Þessi fundur var hluti af hinum opnu, gegnsæju og reglubundnu samræðum við stofnanir í Evrópu, undir reglugerðinni Article 17 TFEU Dialogue. Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins mun gefa út skýrslu.

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, sem er kristin kirkja með um fimm hundruð þúsund meðlimi í Evrópu, leitast eftir samstarfi við stjórnmálasamtök og stofnanir, ásamt því að vera í sambandi við alþjóðleg frjáls félagasamtök, trúarstofnanir og borgaraleg samtök.