Öldungur Gerrit W. Gong í Tólfpostulasveit Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu og systir Susan Gong verða aðalræðumenn á Family Discovery Day á lokadegi RootsTech, þar sem heimslæg RootsTech ættarsögusamkoma verður haldin rafrænt og í eigin persónu, 2.–4. mars 2023.
Kynning öldungs og systur Gong verður sýnd laugardaginn 4. mars klukkan 20:30 (íslenskur tími), á RootsTech.org, RootsTech á YouTube, Broadcasts.ChurchofJesusChrist.org og í Gospel Library appinu.
Hvað er Family Discovery Day?
RootsTech er hýst á hverju ári af FamilySearch International og studd af Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, til að hjálpa fólki að sameinast og styrkjast af eigin ættmennum – fortíðar, nútíðar og framtíðar.
Family Discovery Day er eins dags viðburður, en RootsTech er sérstaklega fyrir Síðari daga heilaga.
Þema RootsTech í ár er „Sameina“ – sameina fólk, hefðir, sögur, minningar, tækni, nýsköpun, samfélög og ættmenni og fjölskyldur.
„Stundum höldum við að ákvarðanir okkar hafi aðeins áhrif á okkur sjálf,“ sagði öldungur Gong. „Að uppgötva ættmenni okkar, minnir okkur á annað. Við erum tengdari kynslóðum okkar en við venjulega höldum.“
„Sögurnar sem við varðveitum og miðlum í gegnum kynslóðir, geta haft varanleg áhrif á hjörtu okkar og huga,“ bætti systir Gong við. Hún vonast til að uppgötvun, skráning og miðlun ættarsagna, muni hjálpa fólki að „öðlast aukið þakklæti fyrir baráttu, hugrekki, trú og fórnfýsi þeirra sem á undan hafa farið.
„Ég elska þá staðreynd að ævintýri ættmennauppgötvana á sér hvorki upphaf né endi,“ sagði öldungur Gong. „Þessi ævintýri halda áfram í báðar áttir og sameina ættmenni fortíðar og framtíðar.
- Frekari upplýsingar um samkomuhluta sem eru sérstaklega ætlaðir Síðari daga heilögum eru á RootsTech.org.
- Kynnið ykkur Leiðbeiningar fyrir leiðtoga musteris- og ættarsögustarfs.
Skráning á alla þrjá daga RootsTech er nú opin á RootsTech.org. Þess er vænst að milljónir taki þátt á netinu eða í eigin persónu 2.–4. mars 2023, þar sem verða hvetjandi aðalræður, fræðandi námskeið, nýstárleg tækni og möguleiki til að tengja fólk eigin ættmennum.
„Fjölskyldur eru grundvöllur samfélags,“ sagði framkvæmdastjóri FamilySearch, Steve Rockwood, síðastliðinn október. „Að tengja og sameina fjölskyldur milli kynslóða, styrkir einstaklinga og þjóðir. Það vekur okkur undrun og ánægju að sjá það hlutverk sem RootsTech hefur getað skipað við að hjálpa bókstaflega milljónum einstaklinga að tengjast ættmennum sínum, um fortíð, nútíð og framtíð.“
Sem alþjóðleg ráðstefna, býður RootsTech því upp á upplifun fyrir fólk um allan heim. Með nú meira en 800 framlögum á tungumálum frá Evrópulöndum sem tengjast ættarsögu, menningu og arfleifð, verður sífellt auðveldara fyrir Evrópubúa og afkomendur þeirra að læra meira um sig sjálfa og eigin uppruna. Á hverju ári er hið vaxandi myndbandasafn stækkað, með efni frá öllum heimshornum á mörgum tungumálum.
Í ár hefur RootsTech viðburð í Salt Palace ráðstefnumiðstöðinni í Salt Lake City, til viðbótar við netupplifun sína.
Skráið ykkur í RootsTech á netinu eða mætið í eigin persónu
Þessi gjaldfrjálsi viðburður á netinu býður upp á:
- Rúmlega 200 nýjar kennslustundir/námskeið og fræðsluhluta eftir áhorfsþörf
- Kynningar frá aðalsviði og aðalræðumönnum
- Spjallstuðning og rannsóknarráðgjöf á netinu
- Tengingu við skyldmenni með því að nota Relatives at RootsTech [Skyldmenni á RootsTech] og skilaboð
- Sýndarsýningarsal
Þriggja daga, persónulega upplifun í Ráðstefnuhöllinni í Salt Lake City, Utah, að kostnaði 98 dollarar. Í því gjaldi felst aðgangur að sýndarvalkostinum og:
- Rúmlega 180 fræðsluhlutum í eigin persónu með spurningum og svörum
- Rannsóknaraðstoð í eigin persónu á FamilySearch Library
- Sýningum styrktaraðila í sýningarsal
- Tengingu við vini og skyldmenni í eigin persónu
- Máltíðum og veitingum
Aðgangur að sýningarsalnum í Salt Lake City er gjaldfrjáls og þar munu verða meira en 200 kynningaraðilar, vörusýningar og samskipti við rannsóknarsérfræðinga.
„Fyrir þau ykkar sem veltið fyrir ykkur hvort þið eigið að taka þátt rafrænt eða í eigin persónu, þá er það besta við þetta árið, að þið getið valið hvernig þið takið þátt með okkur,“ sagði Jen Allen, yfirumsjónamaður viðburða í FamilySearch í beinni á RootsTech spurningar og svör í september 2022. „Við vonum að þið komið til Salt Lake, ef þið getið, en ef þið getið það ekki, þá mun sýndarupplifunin verða ótrúleg. Við getum ekki beðið þess að tengjast ykkur öllum um allan heim.“
Fyrir frekari upplýsingar um RootsTech 2023, farið þá á RootsTech.org. Til að læra meira um skráningarvalkostina og ferlið, getið þið kynnt ykkur spurninga-og-svar hlutann í beinni á Facebook.