Öldungur og systir Soares þjóna í Portúgal, landi forfeðra sinna

Hjónin voru í forsæti Porto-trúboðsins í Portúgal frá 2000 til 2003

Öldungur Ulisses Soares og eiginkona hans, Rosana, sneru aftur til Portúgals í þessari viku í fyrsta skipti frá því að þau leiddu Porto-trúboðið í Portúgal fyrir tveimur áratugum. Fjögurra daga heimsókn þeirra var tækifæri til að rifja upp minningar, þjóna 45.000 Síðari daga heilögum þar í landi og dýpka gagnkvæm tengsl við þetta land forfeðra sinna.

Öldungur Ulisses Soares og eiginkona hans, systir Rosana Soares, í görðum musteris Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Lissabon, 11. september 2022.
Öldungur Ulisses Soares og eiginkona hans, systir Rosana Soares, í görðum musteris Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Lissabon, 11. september 2022.

„Mig dreymdi alltaf um þann dag að koma aftur hingað og finna sömu tilfinningu og ég hafði þegar ég var trúboðsforseti,“ sagði öldungur Soares, fæddur í Brasilíu. „Í dag er þetta þó miklu meira. Ég fæ varla lýst því að sjá þá einingu sem hefur skapast hér meðal meðlimanna, meðal kirkjunnar og meðal leiðtoga kirkjunnar.“

„Mér finnst ég vera komin heim,“ bætti systir Soares við. „Það er yndislegt að vera komin aftur, því ég er með portúgalskt blóð í æðum mínum.

Öldungur Ulisses Soares í Tólfpostulasveitinni talar til Síðari daga heilagra og kirkjuvina sem komu saman á sérstakri stikuráðstefnu (hópur safnaða) í fjögurra daga þjónustuheimsókn til Portúgal með eiginkonu sinni Rosana, 8.-11. september 2022.
Öldungur Ulisses Soares í Tólfpostulasveitinni talar til Síðari daga heilagra og kirkjuvina sem komu saman á sérstakri stikuráðstefnu (hópur safnaða) í fjögurra daga þjónustuheimsókn til Portúgal með eiginkonu sinni Rosana, 8.-11. september 2022.

Öldungur og systir Soares hófu trúboð sitt sumarið 2000. Þrjú börn þeirra voru 13, 9 og 5. Þau sögðu að fjölskyldan hefði upplifað kraftaverk. Börn þeirra eignuðust vini, ást og fjölskyldu.

„Þetta var svo yndislegt, því krökkunum okkar leið svo vel,“ sagði systir Soares. „Þeim þótti svo gott að vera hér og þau elskuðu fólkið, börnin, skólann, kirkjubörnin. Þetta var dásamlegt!“

Öldungur Soares uppgötvaði auk þess meira um sitt portúgalska ætterni.

Systir Rosana Soares talar til meðlima og kirkjuvina, sem komu saman á sérstakri stikuráðstefnu (hópur safnaða) í fjögurra daga þjónustuheimsókn til Portúgal með eiginmanni sínum, öldungi Ulisses Soares, í Tólfpostulasveitinni, 8.-11. september 2022.
Systir Rosana Soares talar til meðlima og kirkjuvina, sem komu saman á sérstakri stikuráðstefnu (hópur safnaða) í fjögurra daga þjónustuheimsókn til Portúgal með eiginmanni sínum, öldungi Ulisses Soares, í Tólfpostulasveitinni, 8.-11. september 2022.

Dag einn, eftir að hafa talað um ættir sínar á umdæmisráðstefnu í Coimbra (borginni þar sem einn afi hans fæddist), spurði ættfræðiáhugamaður Soares forseta um nafn afa hans. Nokkrum mánuðum síðar færði maðurinn hinum verðandi postula hundruð nafna forfeðra hans, sem voru uppi á milli 1600 og 1800. Nöfnin komu frá heimildum sem voru ófáanlegar í Brasilíu.

Þessari óvæntu gjöf, sagði öldungur Soares, var fylgt eftir með því að portúgalskir heilagir fóru með þessi nöfn í hús Drottins í Madríd á Spáni. Þar, í þágu þessara hundruða manna, framkvæmdu trúfastir kirkjumeðlimir þær helgiathafnir sem kirkja Jesú Krists trúir að muni sameina fjölskyldur að eilífu.

Þetta, sagði postulinn, er lýsandi fyrir hið stóra hjarta portúgölsku þjóðarinnar.

Fjölskylda sækir stikuráðstefnu í Lissabon í Portúgal sunnudaginn 11. september 2022, við heimsókn öldungs Ulisses Soares og eiginkonu hans, Rosana, og annarra kirkjuleiðtoga.
Fjölskylda sækir stikuráðstefnu í Lissabon í Portúgal sunnudaginn 11. september 2022, við heimsókn öldungs Ulisses Soares og eiginkonu hans, Rosana, og annarra kirkjuleiðtoga.

„Fólkið er reiðubúið að hjálpa og styðja hvert annað,“ sagði hann. „Þessi maður kom til mín án nokkurrar beiðni og reyndi að miðla mér elsku sinni með starfi sínu í ættarsögu. … Þetta var eitt hinna dásamlegu kraftaverka sem við upplifðum hér á landi.“

Öldungur Soares sagði að afi hans og amma hefðu komið með portúgalskar hefðir sínar með sér þegar þau fluttu til Brasilíu. Ein af þessum hefðum var að koma oft saman með fjölskyldunni við hvaða tækifæri sem er.

Öldungur Ulisses Soares, í Tólfpostulasveitinni, í viðtali hjá sjónvarpsfólki í fjögurra daga þjónustuheimsókn í Lissabon, Portúgal, sunnudaginn 11. september 2022. Þetta er í fyrsta sinn í meira en tvo áratugi sem öldungur Soares og eiginkona hans, Rosana, fara aftur til Portúgals frá því að þau voru í forsæti Porto-trúboðsins í Portúgal árið 2003.
Öldungur Ulisses Soares, í Tólfpostulasveitinni, í viðtali hjá sjónvarpsfólki í fjögurra daga þjónustuheimsókn í Lissabon, Portúgal, sunnudaginn 11. september 2022. Þetta er í fyrsta sinn í meira en tvo áratugi sem öldungur Soares og eiginkona hans, Rosana, fara aftur til Portúgals frá því að þau voru í forsæti Porto-trúboðsins í Portúgal árið 2003.

„Það var dásamlegt að sjá hvernig afi minn og amma héldu í þá hefð sína að umfaðma og styðja hvert annað, jafnvel utan síns eigin heimalands,“ sagði öldungur Soares. „Þau bjuggu til sitt litla Portúgal þarna í Brasilíu. Þannig ólst ég upp. Þannig var ég alinn upp af foreldrum mínum, sem færðu mér þessa menningu frá afa og ömmu.“

Foreldrar öldungs Soares gengu í kirkju Jesú Krists árið 1965, þegar hann var 6 ára. Hefðu afi og amma Soares ekki flutt til Brasilíu, hefði hann ef til vill ekki kynnst kirkjunni fyrr en hið minnsta 1975, þegar kirkjan var stofnuð í Portúgal.

Öldungur Soares þakkar afa sínum og ömmu, sem voru af annarri kristinni trú, fyrir að hafa ræktað hjarta móður sinnar, sem bjó hana undir að verða Síðari daga heilagur.

Öldungur Ulisses Soares, í Tólfpostulasveitinni, heilsar fjölskyldum í kapellunni nálægt Lissabon-musterinu í Portúgal í fjögurra daga þjónustuheimsókn til Portúgals 9. september 2022.
Öldungur Ulisses Soares, í Tólfpostulasveitinni, heilsar fjölskyldum í kapellunni nálægt Lissabon-musterinu í Portúgal í fjögurra daga þjónustuheimsókn til Portúgals 9. september 2022.

„Nú er ég hér, aftur í þessu fallega landi þar sem afi minn fæddist og gef þessu dásamlega fólki vitnisburð minn um fagnaðarerindi Jesú Krists,“ sagði hann.

Í þessari innihaldsríku þjónustuheimsókn voru Soares-hjónin í fylgd annarra kirkjuleiðtoga og snertu hjörtu margra Síðari daga heilagra og kirkjuvina á sérstökum samkomum með ungu einhleypu fólki og trúboðum.

„Við tengdumst ættarrótum okkar hér; afar og ömmur okkar beggja, bæði mínir og eiginkonu minnar, voru portúgalskir,“ útskýrði öldungur Soares fyrir hópi ungmenna. Í anda menningarsameiningar um allan heim sagði öldungur Soares brosandi: „Þið getið nú sagt að einn af postulum Jesú Krists sé portúgalskur, því að ég fékk portúgalskan ríkisborgararétt fyrir þremur árum. Svo núna er ég alvöru portúgali.“

Öldungur Ulisses Soares bjó með fjölskyldu sinni í borginni Porto frá 2002 til 2003. Þau störfuðu sem trúboðsleiðtogar í Porto-trúboðinu í Portúgal.
Öldungur Ulisses Soares bjó með fjölskyldu sinni í borginni Porto frá 2002 til 2003. Þau störfuðu sem trúboðsleiðtogar í Porto-trúboðinu í Portúgal.

Á lokasamkomu, sem send var út til safnaða víðs vegar um landið og til eyríkisins Grænhöfðaeyja, kenndi öldungur Soares: „Með allar okkar áhyggjur, með allar okkar áskoranir, með allar árásir andstæðingsins, hvernig er okkur þá mögulegt að fá staðist, sigrast á áskorunum okkar og vera hamingjusöm? Bræður og systur, boð frelsarans til okkar er að snúa hjörtum okkar til hans. Það er leiðin til að finna hamingjuna í þessu lífi. “

Þorpið Condeixa í Portúgal, þar sem afi öldungs Ulisses Soares, í Tólfpostulasveitinni, fæddist. Öldungur Soares segir að afi hans hafi flutt til Brasilíu, sem gerði fjölskyldu hans mögulegt að læra um fagnaðarerindi Jesú Krists. Myndin var tekin laugardaginn 10. september 2022.
Þorpið Condeixa í Portúgal, þar sem afi öldungs Ulisses Soares, í Tólfpostulasveitinni, fæddist. Öldungur Soares segir að afi hans hafi flutt til Brasilíu, sem gerði fjölskyldu hans mögulegt að læra um fagnaðarerindi Jesú Krists. Myndin var tekin laugardaginn 10. september 2022.

Öldungur og systir Soares sögðu sig vera afar snortin af þeim hlýju móttökum sem þau nutu og ánægð með þann styrk og þá trú sem þau urðu vitni að meðal portúgalskra bræðra og systra.

„[Við] biðjum alltaf fyrir því að fagnaðarerindið megi dreifast um allan heim,“ sagði systir Soares. „Ég bið þess alltaf að það nái í raun til allra hluta Portúgals, svo að allir fái notið sömu forréttinda og við höfum gert til að hlýða á og upplifa fegurð fagnaðarerindisins. Við höfum musteri í Portúgal og þetta er ein mesta blessun sem við getum hlotið.“