Frankfurt am Main, Þýskaland

Öll úrræði kirkjunnar til betra lífs er nú á einni evrópskri vefsíðu

Umfangsmikið safn af velferðar- og sjálfshjálpargögnum Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, tiltækt fyrir 40 Evrópulönd, er nú að finna á einni vefsíðu:

www.LifeHelpEurope.org

Öll velferðar- og sjálfsbjargarúrræði kirkjunnar má finna á einni vefsíðu, á örfáum sekúndum.
Öll velferðar- og sjálfsbjargarúrræði kirkjunnar má finna á einni vefsíðu, á örfáum sekúndum.

Frá þessari áfangasíðu geta velunnarar og meðlimir kirkjunnar nálgast með einum smelli úrræði kirkjunnar – á eigin móðurmáli – og fundið upplýsingar og þjálfun um menntun, starfsþróun, andlega og tilfinningalega heilsu, mannúðarþjónustu, stofnun fyrirtækis, lífsskipulagningu, neyðarviðbúnað og margt fleira. 

Af hverju þarf eina síðu fyrir öll þessi úrræði?  „Það einfaldar það áður erfiða ferli að finna þau,“ segir Ether Simoncini, sviðsstjóri velferðar- og sjálfsbjargarsviðs kirkjunnar fyrir Ítalíu, Norður-Adríahaf og Evrasíu.

Kirkjan, segir hann, hefur þróað og betrumbætt þessi úrræði í áratugi.  Mörg þeirra voru þróuð óháð hvort öðru, af mismunandi deildum kirkjunnar. Þau má finna á mörgum vefsíðum.  Að öllu þessu viðbættu eru hin fjölmörgu lönd og tungumál í Evrópu, svo það gæti verið flókið og gremjulegt að staðsetja nákvæmlega úrræðið sem maður þarf á eigin tungumáli.  „Strax eftir að við þjálfuðum (fólk) í því að finna þau, gleymdi það því,“ segir Simoncini og brosir.

Nokkur úrræðanna sem eru tiltæk fyrir hvern landshlekk á www.LifeHelpEurope.org.
Nokkur úrræðanna sem eru tiltæk fyrir hvern landshlekk á www.LifeHelpEurope.org.

Velferðar- og sjálfsbjargardeild Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er nú að koma þessu á framfæri á www.LifeHelpEurope.org.  „Við erum að þjálfa leiðtoga okkar, það er undirskrift í netpóstinum okkar, það er QR kóði á nafnspjöldum – en við þurfum samt að gera meira,“ segir Simoncini ahugasamur.

„Lífshjálp“ er hugtak sem kirkjan notar til að ná yfir alla þá kosti sem velferðar- og sjálfsbjargarúrræði hennar bjóða upp á.  Simoncini segir: „Þannig að veffangið passar fullkomlega.“