Öllum er boðið að fagna fæðingu Krists á fjöltrúarlegum jólatónleikum

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu býður upp á hátíðarútsetningu 19. desember

Jólatónleikarnir, Witnesses of Christmas [Jólavitni], verða sendir út á netinu 19. desember 2021.  Þessi fjöltrúarlegi viðburður verður sendur út frá gestamiðstöð Rómarmusterisins og hinni sögufrægu Frúarkirkju í Kaupmannahöfn, kl. 17 að íslenskum tíma.

Frúarkirkjan, Kaupmannahöfn, Danmörk stock.adobe.com/OliverFoerstner
Frúarkirkju í Kaupmannahöfn

Í þessum tónlistarfögnuði heyrum við þekkta jólasálma, t.d. Fagna þú veröld, Hin fyrstu jól og Svo fjarri í jötu, í flutningi fiðluleikarans víðfræga, Jenny Oaks Baker, ásamt Family Four og sópransöngkonunni Alex Sharpe (áður í Celtic Woman). Þulur verður danski leikarinn Tomas Ambt Kofod.

Jenny Oaks Baker hefur verið tilnefnd til Grammy-verðlauna, verið í 1. sæti á Billboard-listanum og tekið upp átján hljómplötur. Hún útskrifaðist úr Julliard-háskólanum og hefur leikið í stórum tónleikahöllum víða um heim.

Jenny Oaks Baker
Jenny Oaks Baker

Alex Sharpe er írsk sópransöngkona og leikkona og hefur oft komið fram í West End í London og á Írlandi.  Á alþjóðavísu er hún þekktust fyrir að vera stofnfélagi í Celtic Woman.

Alexandra Sharpe
Alexandra Sharpe

Tomas Ambt Kofod er danskur leikari og söngvari sem hefur komið fram í kvikmyndum og á sviði og meðal annars leikið aðalhlutverk í Óperudraugnum og Vesalingunum.

Tomas Ambt Kofod
Tomas Ambt Kofod

Þessir tónleikar, sem verða klukkustundar langir, tvinna saman eftirminnilegan tónlistarflutning og biblíusögur um fábrotna fæðingu frelsara okkar, Jesú Krists, í Betlehem. Sýnd verða myndbrot af hinum ýmsu evrópsku jólahefðum frá Þýskalandi, Austurríki, Frakklandi og Spáni og mun það setja mark sitt á þennan einstaka jólaviðburð.  Þetta verður sannarlega bæði hvetjandi og minnisstætt fyrir einstaklinga og fjölskyldur.

Jólavitni verða í boði á 24 tungumálum og á netinu er hægt að horfa á viðburðinn með þessum hlekk: https://www.facebook.com/watch/173868825969090/1084965395589847. Upptaka af tónleikunum verður auk þess aðgengileg til 13. janúar 2022. Þessir tónleikar eru hluti af alþjóðlegu herferðinni Ljós fyrir heiminn með kærleika.

Horfið á sýnishorn hér: https://www.facebook.com/ChurchofJesusChristIreland/videos/witnesses-of-christmas-teaser/1691770124547630/

Rome Temple Visitors Center
Gestamiðstöð Rómarhofsins