Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu hefur gefið út nýja mynd af hinu nýja Æðsta forsætisráði. Mynd af Oaks forseta hefur einnig verið gefin út.
Dallin H. Oaks forseti var tilkynntur sem 18. forseti og spámaður kirkjunnar þriðjudaginn 14. október 2025. Í beinni útsendingu tilnefndi hann Henry B. Eyring forseta og D. Todd Christofferson forseta sem fyrsta og annan ráðgjafa sinn. Einnig var tilkynnt að Jeffrey R. Holland forseti myndi þjóna sem forseti Tólfpostulasveitarinnar.
                                    
                                    Æðsta forsætisráðið var endurskipulagt eftir að 17. forseti kirkjunnar, Russell M. Nelson, lést 27. september 2025, 101 árs að aldri.
Áður en Oaks forseti var settur í embætti sem forseti kirkjunnar, þjónaði hann sem fyrsti ráðgjafi Nelsons forseta frá 2018 til 2025.
Eyring forseti þjónaði sem annar ráðgjafi Nelsons forseta frá 2018 til 2025, fyrsti ráðgjafi Thomas S. Monson forseta frá 2008 til 2018 og sem annar ráðgjafi Gordons B. Hinckley forseta frá 2007 til 2008.
Áður en Christofferson forseti var kallaður í Æðsta forsætisráðið, hafði hann þjónað í Tólfpostulasveitinni frá 5. apríl 2008.