Páskaboðskapur Æðsta forsætisráðsins – apríl 2019

Hinn upprisni Drottinn birtist Maríu Magdalenu
Hinn upprisni Drottinn birtist Maríu Magdalenu

„Hann er risinn!“ (Matteus 28:6) Þetta er hinn dýrðlegi páskaboðskapur og dásamleg áminning um sigur Jesú Krists, sonar Guðs.

Jesús Kristur var upp reistur, líkt og fyrir okkur öllum liggur. Hann þjáðist svo hann gæti liðsinnt okkur í hverri raun. Hann greiddi lausnargjaldið fyrir okkur, allra barna himnesks föður, svo við yrðum leyst frá dauða og synd.

Sú „lifandi von“ (1 Pét 1:3) sem okkur er gefin með upprisunni, er fullvissan um að dauðinn er ekki endir, heldur nauðsynlegt skref frá dauðleika yfir í ódauðleika. Við ættum öll að lofa Guð fyrir hina vísu upprisu, sem gera hin jarðnesku viðskil tímabundin og veitir okkur von og styrk til að halda áfram.

Við þökkum Guði fyrir son hans, fyrir jarðneskt hlutverk hans og þjónustu hans sem Drottinn upprisinn. Við berum vitni um að Jesús er Kristur, sonur hins lifanda Guðs. Hann er skapari okkar, frelsari og lausnari, málsvari hjá föðurnum og bjargvættur. Dag einn mun hann koma aftur til að ríkja og ráða sem konungur konunganna og Drottinn drottnanna.