Páskaboðskapur Æðsta forsætisráðsins – 2021

Af þakklæti fögnum við upprisu Drottins okkar og frelsara, Jesú Krists þessa páska. 

Páskaboðskapur Æðsta forsætisráðsins – 2021

Af þakklæti fögnum við upprisu Drottins okkar og frelsara, Jesú Krists þessa páska. Við lýsum yfir af gleði og berum því vitni að sökum Jesú Krists, munum við lifa aftur.

Þungamiðja áætlunar Guðs er hlutverk sonar hans, Jesú Krists. Hann kom til að endurleysa börn Guðs. Með friðþægingu frelsarans, urðu upprisa og ódauðleiki að veruleika fyrir alla og eilíft líf mögulegt fyrir alla sem gera sig hæfa fyrir það. Jesús lýsti yfir:

„Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja.“ Jóhannes 11:25–26.

Þökk sé Guði fyrir friðþægingu Jesú Krists og upprisugjöf hans!