Á komandi páskadegi og sunnudegi næst jólum, munu meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu mæta á eina samkomu.
Dæmigerð tilbeiðsla kirkjumeðlima á hvíldardegi felur í sér að mæta á sakramentissamkomu sem varir í eina klukkustund og í aðra klukkustund annaðhvort í sunnudagaskóla eða námsbekki sem skiptast eftir aldurshópum.
Meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Noregi sækja sakramentissamkomu á sunnudegi.
Meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Ítalíu sækja sakramentissamkomu á sunnudegi.
Meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu á Íslandi sækja sakramentissamkomu á sunnudegi.
Í bréfi, 26. janúar, sem sent var til aðalleiðtoga og staðarleiðtoga, sagði Æðsta forsætisráðið: „Á hverju ári ættu guðsþjónustur og samkomur kirkjunnar einungis að takmarkast við sakramentissamkomu á páskadegi og sunnudegi fyrir eða eftir jóladag. Ef jóladagarnir eru ekki á sunnudegi, ákveða forsætisráð stiku og umdæmis hvort halda skuli þessa sakramentissamkomu fyrir eða eftir jól.“
Í bréfinu kemur einnig fram að stiku- og umdæmisforsetar geti ráðfært sig við biskupa og greinarforseta til að aðlaga samkomutíma að þessum frídögum, til að koma á móts við þarfir kirkjumeðlima á staðnum.
Bréfið var undirritað af Russell M. Nelson, forseta kirkjunnar, Dallin H. Oaks forseta, fyrsta ráðgjafa og Henry B. Eyring forseta, öðrum ráðgjafa.
Allar samkomur kirkju Jesú Krists á sunnudögum eru opnar almenningi og allir eru velkomnir að mæta.