Þegar við höldum þau loforð sem við gefum Guði, hljótum við styrk í óumflýjanlegum raunum okkar og búum okkur undir dýrðlegt komandi líf.
Fjölskyldusambönd gera okkur kleift að þroska persónugerð okkar og elsku til hvers annars. Guð þráir að við keppum öll að hæstu mögulegu blessunum hans með því að halda boðorð hans.
Þegar lífsins stormar koma, getið þið verið stöðug og vongóð, er þið treystið á trú ykkar á Jesú Krist. Sú trú mun hvetja ykkur daglega til að hugleiða hvernig þið getið fylgt honum enn betur.
Byrjaðu leit þína að hamingju á því góða sem þegar er umhverfis þig. Þegar þú vilt hlaupa frá því sem þú ert, minnstu þess þá að hjálp er tiltæk og að Guð mun aldrei yfirgefa þig.
Við erum öll tengd fjölskyldu mannkyns og fjölskyldu Guðs. Fjölskyldur sameinast þegar kynslóðir tengjast á þýðingarmikinn hátt, hlúa að raunverulegum samböndum og taka þátt í þroskandi þjónustu.
Þegar líf okkar snýst um Jesú Krist, erum við leidd að því sem skiptir mestu. Við verðum þá blessuð með andlegum styrk, ánægju og gleði.
Hvað er það sem er „ómissandi“ í lífi okkar?
Við fylgjum fordæmi Jesú sem friðflytjanda þegar við miðlum trú okkar af sannfæringu og forðumst ætíð reiði og óvild.
Trúfrelsi gerir sérhverju okkar kleift að ákveða sjálf hverju við trúum, hvernig við lifum og hegðum okkur. Kostir trúfrelsis margfaldast aðeins þegar við stöndum vörð um málfrelsi og frelsi til að breyta samkvæmt skoðunum okkar.
Hvernig getum við vænst þess að friður ríki í heimi þegar við stuðlum ekki persónulega að sátt og samlyndi?
Einstaklingsframtak okkar þarf ekki endilega að krefjast peninga eða fjarlægra svæða; það þarf hins vegar leiðsögn heilags anda og viljugt hjarta til að segja við Drottin: „Hér er ég, send þú mig.“
Þrátt fyrir það góða verk sem hægt er að vinna án kirkju, þá eru fylling kenningarinnar og frelsandi og upphefjandi helgiathafnirnar einungis fáanlegar í hinni endurreistu kirkju.
Mögulegt er að hljóta persónulegan frið með liðsinni frelsarans, þrátt fyrir reiði, átök og sundurlyndi, sem eyða og spilla heiminum á okkar tíma.