Páskaátak mormóna minnir okkur á að Jesús Kristur er „alltaf til staðar“

Við andlát föður míns

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Evrópu mun hleypa páskaátak af stokkunum föstudaginn, 23. mars 2018 til að minna á Krist. Átakið „Alltaf til staðar“ mun væntanlega ná til milljóna á samfélagsmiðlum, netsíðum og með póstkortum.

Átakið vekur upp spurninguna: Hvernig hefur frelsarinn verið til staðar fyrir þig? Myndband fáanlegt á 23 tungumálum sýnir mormóna um Evrópu segja frá því hvernig Jesús Kristur hefur verið til staðar fyrir þá bæði í sorg og gleði.  Átakið verður auðkennd með myllumerkinu #AlltafTilStaðar.

Paul V. Johnson, forseti Evrópusvæðis Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu sagði um hið væntanlega páskaátak: „Við vonumst til þess að boðskapur hins eilífa tilgangs Krists nái augum bræðra okkar og systra og minni þau á að burt séð frá því hvar við búum, þá er hann alltaf til staðar.“

„Það var afar ánægjulegt að sjá síðustu jólaherferð svæðisins ná til 17 milljóna manna, fá 6 milljónir áhorfa og meira en 500 þúsund ‚svaranir‘ á Facebook síðum okkar. Hvað eru jólin samt án páskana?“ sagði Brian Cordray, framkvæmdastjóri Útgáfuþjónustu Evrópusvæðisins.

Evrópusvæði Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu samanstendur af 40 löndum, allt að Norðurlöndunum í norðri og Spáni og Grænhöfðaeyjum í suðri.

Rita Somfai, stjórnandi stafrænna miðla á Evrópusvæðinu, sagði: „Við vonumst til þess að með þessu átaki vakni minning um nálægð frelsarans og guðlega hjálp sem það hefur upplifað í lífi sínu.“

Átakið er ætlað að hvetja þá sem trúa á Krist að ná til fólks og tengjast því með því að segja frá því hvernig frelsarinn hefur verið til staðar fyrir það í lífinu.

Cordary bætti við: „Með þessu átaki vonumst við til þess að koma því á framfæri að friðþæging Drottins gerir hann að daglegum hluta lífs okkar og að hann sé í raun til staðar fyrir okkur.“

Átakið mun vara í 10 daga samfleytt. Frekari upplýsingar um hvernig taka má þátt í átakinu verða fáanlegar [hér] þann 23. mars eða í heimasöfnuðum Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.

Hann var til staðar blaðið

Áskorun fyrir þig: Sæktu þitt eigið aðgerðarveggspjald hér, prentaðu það út (e.t.v. í fleiri eintökum) og skrifaðu á það með stuttum texta hvernig frelsarinn hefur verið til staðar fyrir þig í lífi þínu. Láttu síðan einhvern taka mynd af þér með veggspjaldið í höndunum og birtu það á þeim samfélagsmiðlum sem þú ert virkur í. Mundu að auðkenna færsluna með myllumerkinu #AlltafTilStaðar.

#AlltafTilStaðar

Hann var til staðar - á fyrsta skóladeginum