Ungt einhleypt fólk

young people sitting on grass in the sunset

Ráðstefnurnar Til styrktar ungmennum (FSY) standa yfir í 5 daga, að fyrirmynd hinna vinsælu ráðstefna Brigham Young háskóla Einkum fyrir ungmenni (EFY). Þær eru haldnar á sumrin. Á FSY munt þú upplifa þróttmikil námskeið og trúarsamkomur, læra frábær ný dansatriði og leiki og styrkja trú þína á Jesú Krist. Þú munt miðla þessum upplifunum með ungmennum þegar þú leiðir, kennir og þjónar þeim. Notaðu tækifærið til að kynnast nýju fólki á þínu svæði með svipaðar skoðanir sem gæti orðið ævilangir vinir, með því að læra og vaxa saman í skemmtilegu og trúarlegu umhverfi. Ofan á allar þessar blessanir kemur svo að þjónusta á FSY er frábær til að tileinka sér hæfni til að leiða, kenna, eiga samskipti og aðlagast, sem gerir þig að eftirsóttum umsækjanda fyrir atvinnutækifæri í framtíðinni.

Kröfur til að þjóna á FSY:

FSY ráðgjafar eru mikilvægur þáttur að því að stuðla að velgengni áætlunarinnar. Við leitum að einstaklingum með sterka trú á Jesú Krist og á endurreist fagnaðarerindis hans, til að þjóna sem heiðarlegir og fyrirmyndar prestdæmishafar eða sem guðlega innstilltar systur, verðandi trúboðum og feðrum eða mæðrum og leiðtogum í kirkju og ríki Drottins.

Ábyrgðarskyldur: 

  • Starfa með fúsum og ábyrgum hætti að því að stuðla að líkamlegu öryggi og andlegri vellíðan þátttakenda sem sækja FSY, einkum þeirra sem eru í þínum tilnefnda hópi.
  • Kenna á áhrifaríkan hátt (formlega og óformlega) í hópum og stjórnuðum og gagnvirkum umræðum, skapa námsandrúmsloft sem mun hjálpa ungmennum að bera kennsl á andann og læra með andanum.
  • Hjálpa öllum ungmennum að öðlast jákvæða og uppbyggjandi upplifun og, eftir þörfum, takast á við agaaðstæður ungmenna af skilningi.
  • Hjálpa öllum ungmennum að rækta trú á Jesú Krist og á hið endurreista fagnaðarerindi hans, hjálpa við að skapa lærdómsríkt andrúmsloft sem mun hjálpa öllum að bera kennsl á andann og læra með andanum. 
  • Geta sýnt fram á þá geðheilsu sem nauðsynleg er til að vera í og bera örugga ábyrgð á ungmennahópum allan daginn og yfir nóttu og sinna áfram starfsskyldum.
  • Vera stöðugt fyrirmyndarleiðtogi, fordæmi og leiðbeinandi fyrir ungmenni sem taka þátt og samráðgjöfum.
  • Starfa vel með samráðgjafa við lágmarks eftirliti og leggja sitt af mörkum sem liðsmaður.
  • Lesa og kynna þér starfsmannahandbók FSY fyrir fyrstu viku og halda áfram námi yfir sumarið.
  • Taka þátt í allri nauðsynlegri þjálfun.
  • Taka þátt í netþjálfun Evrópusvæðisins (á ensku).

Skilyrði:

  • Vera ungur einhleypur meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.
  • Hafa náð 19 ára aldri
  • Æskilegt er að hafa hið minnsta eins árs framhaldsskólanám, starfsreynslu eða trúboðsþjónustu eftir menntaskóla.
  • Vera fús og fær um að fylgja FSY hegðunarstöðlum er varða samskipti og klæðaburð og útlit og öllum öðrum reglum FSY.  
  • Geta gengið í langan tíma yfir daginn, verið þróttmikill og virkur þátttakandi meðal ungmenna, sinnt öllum skyldum og tekið þátt í líkamsrækt, þar með talið, en einskorðast ekki við: Að spila leiki, ganga upp og niður stiga, hlaupa, hoppa og dansa. 
  • Sýna andlegt og líkamlegt heilbrigði og tilfinningalegan stöðugleika sem nauðsynleg eru til að taka á öruggan þátt í og vera með og ábyrgur fyrir ungmennahópum allan daginn og nóttina meðan þið sinnið áfram öðrum starfsskyldum vandlega við streituvaldandi og krefjandi aðstæður.
  • Geta tekið ákvarðanir á vettvangi, sýnt góða dómgreind, áreiðanleika og ábyrgð.
  • Geta skipulagt úrræði og forgangsraðað. 
  • Geta sýnt afburða hæfni í mannlegum samskiptum og tjáskiptum.
  • Standast áskilið bakgrunnspróf fyrir þessa stöðu. 

Æskilegt: 

  • Heimkominn trúboði (karlkyns umsækjendur).
  • Hafa reynslu af starfi með ungmennum. 

Hvernig get ég tekið þátt?

Opið er fyrir umsóknir um starfsfólk og ráðgjafa FSY frá nóvember til febrúar ár hvert. Gættu að því að hlekkurinn verði birtur og skráning opnast.

Hvað segir ungt einhleypt fólk um reynslu sína af þjónustu við FSY?

„Það sem mér líkaði best við FSY voru tengslin sem ég gat byggt upp: Tengslin við ungmennin, tengslin við hina ráðgjafana og síðast en ekki síst sambandið við frelsara minn Jesú Krist.“ – Candyce

  „Að sjá þessi frábæru ungmenni vaxa og þroskast er bara það besta í heiminum.“ – Naoki

„Stærsti ávinningurinn fyrir mig var að ég gat eignast vini sem ég bý enn að, en mikilvægast var að fara út fyrir þægindarammann, öðlast aukið sjálfstraust og meiri hæfni til að taka ákvarðanir.“ – Addie

Frekari upplýsingar