Ræðumenn á heimsráðstefnu leggja áherslu á von í Kristi

Fylgjendur Krists eru kallaðir til að finna von í frelsaranum og færa heiminum ljós. 

Fylgjendur Krists eru kallaðir til að finna von í frelsaranum og færa heiminum ljós. Þetta var hið almenna þema á hinni heimslægu aðalráðstefnu Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, 2. og 3. október 2021. Trúaðir frá Evrópu lögðu sitt af mörkum við framvindu ráðstefnunnar.

Ráðstefnuhöll Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.
Ráðstefnuhöll Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.

Ef andleg undirstaða okkar er byggð á frelsaranum, þá „þurfum við ekki að óttast,“ sagði Russell M. Nelson forseti á sunnudagsmorgunhlutanum. Hinn fyrrverandi skurðlæknir hefur þjónað sem forseti Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu frá því í janúar 2018. Aðalráðstefnur eru haldnar tvisvar á ári.

Russell M. Nelson forseti á sunnudagsmorgunhlutanum.
Russell M. Nelson forseti á sunnudagsmorgunhlutanum.

Öldungur Erich W. Kopischke er meðlimur í þriggja manna yfirráði í Evrópu, forsætisráði svæðisins. Ráðstefnuræða hans var tekinn upp fyrirfram í Þýskalandi. Hann sagði frá baráttu fjölskyldunnar við geðsjúkdóma og hughreysti þá sem hafa svipaða reynslu.

Öldungur Erich W. Kopischke er sýndur í áheyrendasal Ráðstefnuhallarinnar flytja ræðu sína.
Öldungur Erich W. Kopischke er sýndur í áheyrendasal Ráðstefnuhallarinnar flytja ræðu sína.

„Til allra sem sjálfir glíma við áhrif geðsjúkdóma, haldið fast í sáttmála ykkar, jafnvel þó að þið skynjið ekki elsku Guðs á þessum tíma. Gerið allt sem í ykkar valdi er og ‚standið síðan hljóð … eftir að sjá hjálpræði Guðs, og arm hans opinberast,“ sagði hann.

„Einstaklingsframtak okkar þarf ekki endilega að krefjast peninga eða fjarlægra staðsetninga; það þarf hins vegar leiðsögn heilags anda og viljugs hjarta,“ sagði systir Sharon Eubank.

Systir Sharon Eubank sagði frá tveimur dæmum um það hvernig kirkjan líknaði hinum nauðstöddu í Þýskalandi.
Systir Sharon Eubank sagði frá tveimur dæmum um það hvernig kirkjan líknaði hinum nauðstöddu í Þýskalandi.

Hún er fyrsti ráðgjafi í aðalforsætisráði Líknarfélagsins og sagði frá tveimur dæmum um það hvernig kirkjan líknaði hinum nauðstöddu í Þýskalandi. Í Ahrweiler mokuðu trúboðar í sjálfboðavinnu út aur og aðstoðuðu við hreinsun eftir alvarleg flóð. Meðlimir eins safnaðarins í Ramstein komu saman til að sauma hefðbundin fatnað fyrir afganskar konur. Höfuðföt flóttkvenna voru rifin af þeim í æðinu sem greip um sig á Kabul flugvellinum.

Í fyrsta sinn í tvö ár var aðalráðstefnan aftur haldin í Ráðstefnuhöllinni í Salt Lake City í Utah-fylki í Bandaríkjunum, þótt hún væri næstum tóm. Ræðumönnum, leiðtogum og fjölskyldum þeirra var boðið að mæta í eigin persónu. Ráðstefnuhlutar voru tiltækir um allan heim í sjónvarpi, útvarpi og í beinu streymi.

Sonja Poulter stjórnar sameiginlegum nemendakór frá Brigham Young háskóla á laugardagskvöldhluta aðalráðstefnu.
Sonja Poulter stjórnar sameiginlegum nemendakór frá Brigham Young háskóla á laugardagskvöldhluta aðalráðstefnu.

Kórinn Tabernacle Choir at Temple Square var aðeins hálfskipaður á sínum hefðbundna stað, til að halda félagslegri fjarlægð, sem aðrir gerðu líka. Sonja Poulter stjórnaði sameiginlegum nemendakór frá Brigham Young háskóla, sem sá um tónlist á laugardagskvöldhluta aðalráðstefnu. Hún er Innfædd í Þýskalandi og er aðstoðarmaður í kórstjórn og tónleikadeild háskólans.

Að lokinni ráðstefnunni, tilkynnti Russell M. Nelson forseti um þrettán musteri sem áformað er að reisa víða um heim.

Sex eftirfarandi aðalvaldhafar Sjötíu voru leystir af og veitt heiðursstaða sem fyrrverandi aðalvaldhafar: Öldungur J. Devn Cornish, öldungur Timothy J. Dyches, öldungur David F. Evans, öldungur Robert C. Gay, öldungur James B. Martino og öldungur Terence M. Vinson. Henry B. Eyring forseti greindi líka frá köllun tveggja nýrra svæðishafa Sjötíu og aflausn tveggja annarra.