Ræðumenn hvetja til trúræktar og umhyggju fyrir öðrum á heimlægri kirkjuráðstefnu

Russell M. Nelson, forseti Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, bað áheyrendur sína um að leita sér hvíldar frá ofsa, óvissu og angist þessa heims, með því að skuldbinda sig staðfastlega til að fylgja fordæmi Jesú Krists.

Að fylgja Jesú Kristi mun færa frið á erfiðum tímum. Það felur í sér þá ábyrgð að annast fátæka og hirða um jörðina. Þennan boðskap heyrðu þúsundir trúaðra, sem voru samankomnir í Salt Lake City, á aðalráðstefnu Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, og milljónir til annarra um allan heim, sem á horfðu á netinu.

Aðalráðstefnur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu fara fram á sex mánaða fresti. Heimsleiðtogar kirkjunnar ávarpa meðlimi og vini um allan heim. Hinir fimm hlutar ráðstefnunnar, sem haldin var 1.–2. október 2022, voru sendir út beint á 70 tungumálum.

Russell M. Nelson, forseti Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, bað áheyrendur sína um að leita sér hvíldar frá ofsa, óvissu og angist þessa heims, með því að skuldbinda sig staðfastlega til að fylgja fordæmi Jesú Krists.

Russell M. Nelson forseti talar á aðalráðstefnu 2. október 2022.
Russell M. Nelson forseti talar á aðalráðstefnu 2. október 2022.

Að lifa á hans hátt, færir gleði og frið og hann bauð öðrum að tileinka sér þann lífsstíl af hógværð, góðvild og kærleika, ítrekaði J. Anette Dennis. Systir Dennis þjónar sem fyrsti ráðgjafi í aðalforsætisráði Líknarfélagsins, kvennasamtökum kirkjunnar.

Systir J. Anette Dennis, í aðalforsætisráði Líknarfélagsins, flytur hvatningarorð á morgunhluta aðalráðstefnunnar á sunnudegi.
Systir J. Anette Dennis, í aðalforsætisráði Líknarfélagsins, flytur hvatningarorð á morgunhluta aðalráðstefnunnar á sunnudegi.

Ljós og andi Jesú Krists leiðbeina öllum við að hjálpa fátækum og þjáðum um allan heim, sagði Dallin H. Oaks, fyrsti ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu. Hann undirstrikaði það hlutverk kirkjunnar að vinna með öðrum góðgerðarsamtökum til að sjá þeim sem þjást um heim allan fyrir mannúðaraðstoð.

Meðal þeirra sem lögðu sitt af mörkum til framvindu ráðstefnunnar, voru nokkrir Evrópubúar.                                                                         

Öldungur Dieter F. Uchtdorf í Tólfpostulasveitinni kynnti um endurhannaðan leiðarvísi fyrir ungmenni Síðari daga heilagra á aldrinum 11 til 18 ára. Hinn nýi leiðarvísir „Til styrktar ungmennum:Leiðarvísir fyrir ákvarðanatökur,“ hefur að grunni trúarreglur, sjálfræði og innblástur. „Jesús Kristur [er] besti leiðarvísir sem þið getið nokkurn tíma haft til að taka ákvarðanir. Jesús Kristur er styrkur ungmenna,“ sagði öldungur Uchtdorf fæddist í Þýskalandi.

Umhyggja fyrir jörðinni og hinu náttúrulega umhverfi okkar, er helg ábyrgð sem Guð hefur falið mannkyninu, sagði Gérald Caussé, Yfirbiskup kirkjunnar. Hann mælti með breyttum persónulegum lífsstíl og atferli sem sýna virðingu fyrir sköpun Guðs. Caussé biskup fæddist í Bordeaux.

Á síðdegishluta sunnudags, flutti öldungur Hans T. Boom af hinum Sjötíu bæn. Hann bað Guð um að hjálpa trúuðum að skilja köllun sína og hlutverk í heiminum. Öldungur Boom fæddist í Amsterdam. Hann þjónar nú sem forseti Norðursvæðis kirkjunnar í Evrópu, með höfuðstöðvar í London.

Á aðalráðstefnunni studdu kirkjumeðlimir breytingar á leiðtogum kirkjunnar. Átta aðalvaldhafar Sjötíu voru leystir af og þeim veitt heiðursstaða sem fyrrverandi aðalvaldhafar. Sex nýir svæðishafar Sjötíu voru kallaðir, meðal þeirra eru Bernhard Cziesla frá Jakobwüllesheim í Þýskalandi og Yves S. Weidmann frá Burgdorf í Sviss.

Hinir Sjötíu í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu þjóna sem „sérstök vitni“ og aðstoða postulana tólf við að „byggja upp kirkjuna og stjórna öllum málefnum“. landfræðilegt svæði.

Á lokahluta ráðstefnunnar, tilkynnti Russell M. Nelson forseti um byggingu 18 mustera til viðbótar.