Ritverkið Saints [Heilagir] segir sögu Síðari daga heilagra víða um heim

Nýjasti kafli opinberrar sögu kirkjunnar leggur áherslu á framlag evrópskra trúaðra

father and daughter reading a book together
Saints Volume 3, book

Þriðja bindi ritverksins Heilagir sem beðið er með mikilli eftirvæntingu: Sagan um kirkju Jesú Krists á síðari dögum var gefin út í dag á 14 tungumálum og nær til alþjóðlegs markhóps. Þessi nýjasta bók sem heitir Ákveðið, tignarlega og sjálfstætt, segir sögu Síðari daga heilagra frá 1893 til 1955, – þar á meðal byggingu fyrsta musterisins á evrópskri grundu og þeirri reynslu að að iðka trúna á bak við járntjaldið.

Heilagir, 3. bindi er nú fáanlegt til kaups í netverslun kirkjunnar og í smásölu hjá dreifingaraðilum. Stafræn útgáfa er fáanleg án gjalds á Vefsíðu kirkjunnar og í hlutanum Kirkjusaga í smáforritinu Gospel Library.

Fyrri bindi ritverksins Heilagir fjalla um upphaf endurreisnarinnar, þegar Síðari daga heilagir komu saman til að byggja musteri í Kirtland, Nauvoo og Utah. Þótt þessar bækur hafi að geyma sögur frá Englandi, Skandinavíu og Kyrrahafseyjum, þá er það í 3. bindi sem sagan verður sannlega alþjóðleg. Meira en helmingur bókarinnar gerist utan Bandaríkjanna og sögur gerast í Evrópu, Asíu, Afríku, Mið- og Suður-Ameríku og í Eyjaálfu. Í lok bókarinnar, vígir David O. McKay forseti svissneska musterið, það fyrsta í Evrópu. Evrópskir heilagir þurftu ekki lengur að fara yfir höf til að taka fullan þátt í blessunum hins endurreista fagnaðarerindis.

Saints books

„Lesendur munu gleðjast og stundum syrgja er þeir læra um reynslu heilagra um allan heim,“ sagði öldungur LeGrand R. Curtis yngri, kirkjusagnfræðingur og skrásetjari. „Í þessu nýja bindi fáum við fyrstu innsýn í musteri sem blessa meðlimi kirkjunnar utan Norður-Ameríku og við sjáum þau máttugu áhrif sem helgiathafnir í þessum musterum hafa á hina heilögu.

Þótt margir lesendur þekki fyrri tíma kirkjusögunnar, þá dregur ritverkið Heilagir, 3. bindi fram í dagsljósið lítt þekkt tímabil í sögu Síðari daga heilagra. Þetta er tími nútímavæðingar, sem hefst á því að fólk ferðast með hestvögnum og hefur samskipti gegnum símskeyti og lýkur á tíma flugvéla sem fara hraðar en hljóðið og litasjónvarps.

„Þriðja bindið fjallar um tímabil mikilla umbreytinga í heiminum og í kirkjunni, bæði sem stofnun og í daglegu lífi og upplifun fólks,“ sagði Lisa Olsen Tait, aðalritstjóri ritraðarinnar. „Við sýnum þessar umbreytingar með augum venjulegra heilagra um allan heim – ungs prestdæmishafa í Cincinnati, japönskumælandi systurtrúboða á Havaí, nýgiftra hjóna sem standa frammi fyrir óvissu og takmörkunum á bak við Berlínarmúrinn.

two young women read a book together

Þegar lesendur upplifa skelfilega efnahagserfiðleika, hrottalegar heimsstyrjaldir og inflúensufaraldur í bókinni, munu þeir uppgötva að það er ekkert nýtt fyrir Síðari daga heilaga að viðhalda trú á erfiðleikatímum. Þar eru sögur af konum og körlum sem standa frammi fyrir efa og ánauð, en líka sögur um von og sátt þegar kirkjumeðlimir leggja hönd á plóg við að þjóna náunganum og blessa hann.

Fyrir lesendur sem vilja kafa enn dýpra í sögu hinna heilögu, þá hefur kirkjan einnig gefið út mikið af nýju kirkjusöguefni í Gospel Library, þar sem nánar er sagt frá efni sem spannar allt frá Kreppunni miklu til Trúarskóla eldri og yngri deilda. Í dag verður líka gefin út þáttur um þriðja tímabil ritverksins Heilagir, þar sem farið er á bak við tjöldin til að fjalla meira um fólkið og atburðina í bókunum. Þættir um fyrri tímabil hafa náð til hundruða þúsunda hlustenda.

Ritverkið Heilagir, sem verður fjögur bindi þegar uppi er staðið, er þriðja fjölbinda opinbera sagan sem kirkjan framleiðir. Joseph Smith setti af stað og hafði umsjón með ritun fyrstu kirkjusögunnar á þriðja áratug 20. aldar og hún var gefin út árið 1842. Önnur sagan var gefin út árið 1930 af aðstoðarkirkjusagnfræðingnum B. H. Roberts, áður en kirkjumeðlimir voru orðnir 1 milljón.