Það eru aðeins nokkrir dagar þar til stærsta ættarsöguráðstefna heims birtist á skjá heimila. RootsTech Connect mun fara fram 25.-27. febrúar 2021, í fyrsta sinn sem netviðburður. Ráðstefnan sem er hýst af FamilySearch, góðgerðarsamtökum á vegum Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, er algjörlega gjaldfrjáls og öllum opin.
Alla ráðstefnuna geta þátttakendur haft samskipti við kynningarfólk, sýningarfólk og aðra þátttakendur í gegnum netspjall og einnig í umræðufundum þar sem verða spurningar og svör.
„Þetta verður hátíð á heimsmælikvarða fyrir fjölskyldur, menningu og hefðir frá hverju svæði heimsins. Þar verða sérstök tónlistaratriði, mataruppskriftir, menning og sögur sem notendur um allan heim og þó einkum frá Evrópulöndum leggja til,“ sagði Pereira. „Takið þátt með hundruðum þúsunda um allan heim í þessum ógleymanlega netviðburði. Þið munuð ekki sjá eftir því.“
Smellið hér til að skrá ykkur.
