Rúmdýnur í fjöllunum

Erica er yfir sig glöð að fá rúmdýnu
Erica er yfir sig glöð að fá rúmdýnu.

Þakklæti í fátækt

Hjálparstofnun SDH gaf samfélögum á hinni afskekktu eyju São Nicolao, á Grænhöfðaeyjum, 50 rúmdýnur, í ágúst 2017. „Þetta voru ógleymanlegir dagar,“ sagði öldungur Bryan og systir Becky Gerritsen, sem eru hjón og þjóna sem velferðartrúboðar Hjálparstofnunar SDH.

Gerritsens-hjónin furðuðu sig á hinni miklu fátækt sem finna mátti á São Nicolao, sem er í um 720 kílómetra fjarlægð vestur af strönd Afríku. Í mörgum hinna smáu húsa var varla pláss fyrir eina rúmdýnu.

Þótt erfitt hafi reynst að koma dýnunum fyrir í húsunum, þá eru stígarnir að þeim önnur saga. Mörg húsanna eru staðsett í fjallshlíðum, þar sem nær lóðrétt bergið er fyrir framan dyrnar. Gerritsens-hjónin minntust einnar reynslu, þar sem koma þurfti dýnum til húsa sem voru í 8 til 9 kílómetra göngu upp fjallshlíðar, með 48 krákustígum. „Það rigndi svo óskaplega,“ skrifaði öldungur Gerritsen um það tilvik, „að við gátum ekki afhent sex dýnur og hefðum hvort eð er ekki viljað leggja á okkur göngu upp að því svæði.“ Viku seinna, þegar aðstæður til klifurs voru betri, fóru fjórir ungir trúboðar SDH upp að svæðinu með bakpoka, kodda, lök og mikið af vatni.

Systir Gerritsen (til vinstri) situr við hlið Juliu, 71 árs konu, með slæma starblindu, slæma mjöðm, sára öxl og berar fætur, sem gengur daglega upp brattar fjallshlíðar til heimilis síns.
Systir Gerritsen (til vinstri) situr við hlið Juliu, 71 árs konu, með slæma starblindu, slæma mjöðm, sára öxl og berar fætur, sem gengur daglega upp brattar fjallshlíðar til heimilis síns.

Fólk til að láta sér annt um

Íbúar São Nicolao voru afar þakklátir fyrir hjálp trúboðanna, Gerritsens-hjónanna og Hjálparstofnunar SDH. „Margir þeir sem fengu [dýnur] voru einfættir eða blindir,heyrnarlausir eða þroskahamlaðir,“ sagði öldungur Gerritsen, „en allir voru afar þakklátir og svo glaðir.“ Öldungur og systir Gerritsen gátu ekki lagt of mikla áherslu á hve yndislegt fólkið er og hversu kært það var þeim. „Saga þess snerti hjörtu okkar djúpt,“ sögðu þau. Hjónin vonast til þess að geta gefið hinum fátæku á þessu svæði 30 rúmdýnur í viðbót, en flest sofa þau á gólfinu og eiga erfitt sökum fötlunar. Þau verða alltaf agndofa yfir voninni og styrknum sem hinir allra fátækustu búa yfir. Þótt ferðin hafi verið ströng, samkvæmt Gerritsen-hjónunum, þá er það alls erfiðis virði að vita að þetta yndislega fólk á sér nú mjúkan svefnstað.

Öldungur Gerritsen ræðir við viðtakanda dýnu, sem er einfættur.
Öldungur Gerritsen ræðir við viðtakanda dýnu, sem er einfættur.