Sagnfræðideild kirkjunnar gefur út leiðarmarkandi bindi um upprunalegt handrit Mormónsbókar

Fyrsta heildarmyndaskráin af því sem eftir er af upprunalega handritinu

Sagnfræðideild kirkjunnar hefur gefið út nýtt bindi af skjölum Josephs Smith, sem hefur að geyma litmyndir og litkóðaðar afritanir af elsta handriti Mormónsbókar. Þetta er fyrsta fullunna heildarmyndaskráin af því sem eftir er af upprunalega handritinu.

Nýja bókin heitir „The Joseph Smith Papers: Revelations and Translations, Volume 5: Original Manuscript of the Book of Mormon.“ Þetta er síðasta bindi ritraðarinnar „Revelations and Translations [Opinberanir og þýðingar].“ Það er tuttugasta og þriðja bindi af tuttugu og sex heildarbindum af hinu umfangsmikla verkefni varðandi skjöl Josephs Smith, sem verður lokið vorið 2023.

Þakklætisvottun Nelsons forseta

Síðdegis þriðjudaginn 25. janúar 2022, í stjórnsýslubyggingu kirkjunnar á Musteristorgi, þakkaði Russell M. Nelson forseti þeim sem lögðu sitt af mörkum við að gera þetta bindi að veruleika. Þar á meðal eru meðritstjórarnir Royal Skousen og Robin Scott Jensen, auk Gail Miller, látins eiginmanns hennar, Larry H. Miller, og núverandi eiginmanns hennar, Kim Wilson, fyrir aðstoð við að fjármagna verkefnið varðandi skjöl Josephs Smith.


„Það er afar áhrifamikil upplifun að horfa á þessar [handrits]síður og sjá hönd Guðs miða verki sínu áfram.“ – Nelson forseti


Þó að hvert bindi verkefnisins varðandi skjöl Josephs Smith „hafi mikla þýðingu,“ sagði Nelson forseti, eru bækur ritraðarinnar „Revelations and Translations [Opinberanir og þýðingar]“ einstakar. „Þessar opinberanir og þýðingar voru kjarni hins spámannlega hlutverks Josephs Smith. Þessir textar eru mikilvægir fyrir endurreisn fagnaðarerindisins.“

Spámaðurinn sagði um fimmta bindið: „Það snerti hjarta mitt djúpt. Af því met ég betur gjöf og kraft Guðs sem gerði Joseph Smith kleift að þýða hana.“

Nelson forseti sagði hið upprunalega handrit Mormónsbókar vera einn merkasta og helgasta gripinn sem væri í eigu kirkjunnar.

„Kirkjusagnfræðingar hafa lagt sig verulega fram – í meira en öld – við að safna saman jafnvel smæstu handritsbrotum og varðveita þau gegn frekari skemmdum,“ útskýrði hann. „Með þessu nýja bindi sem nú er tiltækt, getur hver sem er séð hvað eftir er af því handriti og hvernig hver lítill hluti passar inn í heildina. Fyrir mig, er það hvetjandi að vita að þessar síður með myndum af hinum upprunalega texta Mormónsbókar eru nú aðgengilegar öllum. Það er afar áhrifamikil upplifun að horfa á þessar [handrits]síður og sjá hönd Guðs miða verki sínu áfram.“

„Fyrir hönd leiðtoga kirkjunnar og margra meðlima hennar,“ sagði Nelson forseti að lokum, „læt ég í té innilegar hamingjuóskir og þakklæti fyrir þessa nýjustu viðbót við verkefnið varðandi skjöl Josephs Smith.

Russell M. Nelson, forseti Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, heilsar Royal Skousen
Russell M. Nelson, forseti Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, heilsar Royal Skousen, meðritstjóra verkefnisins „The Joseph Smith Papers: Revelations and Translations, Volume 5: Original Manuscript of the Book of Mormon,“ í stjórnsýslubyggingu kirkjunnar í Salt Lake City þriðjudaginn 25. janúar 2022.

Gail sagði að aðkoma fjölskyldu þeirra í verkefninu varðandi skjöl Josephs Smith hafi komið til „af hreinum innblæstri og að hlusta á þann innblástur og bregðast við honum.“

Eftir andlát Larrys árið 2009, sagði Gail það vera áhyggjuefni hvort þau myndu halda áfram að styðja verkefnið. Samdráttur var í Bandaríkjunum. Fjárhagur var þröngur. Þau þurftu að fara skynsamlega með auðlindir sínar. Sonur hennar, Greg, var að reka fyrirtæki þeirra. „Hann sagði: ,Ég þarf að draga saman. Ég þarf að minnka birgðir, ég þarf að fækka fólki, ég þarf að draga úr útgjöldum.‘ Ég sagði við hann: ,Ég held að þú hafir rétt fyrir þér. En það eina sem við getum ekki hætt að gera er að gefa.‘ Við héldum því áfram að styðja verkefnið varðandi skjöl Josephs Smith.“

„Ég veit að þetta er guðlegt verk,“ hélt hún áfram. „Ég veit að þetta er mikilvægt – næstum nauðsynlegt – verk fyrir kirkjuna, fyrir fólk að fara vinna við skjöl Josephs Smith og fá sannleikann. Saga mannsins talar sínu máli. Þetta er grundvöllur þessarar kirkju. Við tilbiðjum Guð föðurinn og son hans, Jesú Krist. Joseph Smith styrkir það. Hann vissi hvert hlutverk sitt var. Hann vissi að honum var kennt frá upphæðum. Fyrir tilverknað þessa verks mun heimurinn vita.“

Skousen sagði að þetta nýja bindi væri líklega leiðarmarkandi bindi skjala Josephs Smith.

„[Þessi nýja bók] gefur bestu mögulegu sýn sem við höfum, þó óbeint, af sjáandanum Joseph Smith að þýða Mormónsbók,“ sagði Skousen. „Þetta handrit veitir mikilvægan stuðning við það sem vitni þýðingarinnar fullyrtu: að Joseph hafi lesið upp, orð fyrir orð, enskan texta sem birtist í þýðingartæki hans. Þegar nauðsyn krafði, gat hann stafað nöfnin. Þetta var sannlega dásemdarverk og undur.“


„Með hinu upprunalegu handriti Mormónsbókar höfum við gripinn sem lá á borðinu og Oliver Cowdery eða John Whitmer [eða aðrir skrifuðu á, eins og Joseph las upp textann].“ – Robin Scott Jensen


Jensen sagði að lestur hins upprunalega handrits Mormónsbókar væri eins og að skoða hin upprunalegu bréf guðspjallanna eða bréf Páls – en með miklum mun þó.

„Það eru engin upprunaleg handrit til af fyrstu útgáfu“ þessara biblíutexta, sagði hann. „Við erum yfirleitt með annarar, þriðju [eða] fjórðu kynslóðar eintök. Það er engin upplesin útgáfa. Með hinu upprunalegu handriti Mormónsbókar höfum við gripinn sem lá á borðinu og Oliver Cowdery eða John Whitmer [eða aðrir skrifuðu á, eins og Joseph las upp textann]. Þetta er skjalið sem sýnir þá undursamlegu upplifun eins vel og mögulegt er. Þetta handrit er afurð þessarar guðlegu þýðingar.“

Book of Mormon Artefact

Saga handritsins

Hið upprunalega handrit Mormónsbókar (en aðeins 28% eru enn til) er einn mikilvægasti og helgasti gripurinn í eigu kirkju Jesú Krists. Það var búið til af Oliver Cowdery og nokkrum öðrum fræðimönnum, er Joseph Smith las upp þýðinguna með gjöf og krafti Guðs frá apríl til júní 1829.

Handritið var í eigu Josephs Smith til ársins 1841, þegar Síðari daga heilagir í Nauvoo, Illinois, hófu að byggja musteri (til tilbeiðslu) og Nauvoo-húsið (til að skemmta ókunnugum). Joseph setti upprunalega handritið í hornstein Nauvoo-hússins.

Þótt hinir fyrritíðar heilögu hefðu talið að það myndi varðveita handritið, gerðist hið gagnstæða. Með tímanum fölnuðu skjölin illa, urðu ólæsileg eða skemmdust á annan hátt.

„Til að sýna þeim sanngirni, þá innsigluðu þeir hornsteininn og helltu bræddu blýi inn um samskeytin, svo þeim fannst það varðveita það,“ sagði Jensen. „Það virkaði hins vegar ekki. … Ef ég ætti tímavél, myndi ég fara til baka og segja: ‚Joseph, gerðu þetta kannski ekki.‘“

Hornsteinn Nauvoo-hússins © Mynd birt með leyfi Community of Christ
Hornsteinn Nauvoo-hússins. Handritið var í eigu Josephs Smith til ársins 1841, er Síðari daga heilagir í Nauvoo, Illinois hófu að byggja musteri (til tilbeiðslu) og Nauvoo-húsið (til að skemmta ókunnugum). Joseph setti upprunalega handritið í hornstein Nauvoo-hússins. Þótt hinir fyrritíðar heilögu hefðu talið að það myndi varðveita handritið, gerðist hið gagnstæða. Með tímanum fölnuðu skjölin illa, urðu ólæsileg eða skemmdust á annan hátt.

Þegar handritið var tekið út 40 árum síðar, af Lewis Bidamon (seinni eiginmanni eiginkonu Josephs, Emmu), höfðu skjölin spillst verulega. Vatn hafði runnið inn í holrúm steinsins. Bidamon gaf nokkrum gestum í Nauvoo lítil brot af handritinu eftir því sem árin liðu.

Af næstum 500 blaðsíðum sem settar voru í hornstein Nauvoo-hússins eru 232 blaðsíður eftir. Flest þessara handritsbrota eru nú í eigu kirkjunnar. Önnur brot eru í höndum einkaaðila. Eigendur þeirra leyfðu náðarsamlega að þessi brot yrðu mynduð og höfð með í þessu bindi.

„[Ferlið sem handritið hefur farið í gegnum er] heilmikið ferðalag,“ sagði Matthew McBride, framkvæmdastjóri útgáfusviðs Kirkjusögudeildarinnar. „Handritið var á víð og dreif. Við höfum nú verið að reyna að vinna verkið til að safna því saman, bara til að koma því öllu saman aftur og gera það heilt aftur. Það er það sem þið munuð sjá þegar þið skoðið hvað við höfum gert við bókina.“

Litrófsmyndgreining

Í áranna rás hefur kirkjan framleitt nokkur sett af ljósmyndum af handritinu. Árið 1958 myndaði kirkjan handritið í svarthvítu, áður en það var varðveitt og áður en handritið hafði spillst enn frekar. Árið 2017 notaði Kirkjusögudeildin litrófsmyndgreiningu (MSI) til að gera óskýran texta á brotunum sýnilegri. Þetta er gert með því að nota útfjólublátt, innrautt og sýnilegt ljós.

Robin Scott Jensen, meðritstjóri hins nýja bindis skjala Josephs Smith © 2022 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn.
Robin Scott Jensen, meðritstjóri hins nýja bindis skjala Josephs Smith, þar sem einblínt er á hið upprunalega handrit Mormónsbókar, heldur á síðu úr upprunalega handritinu í Kirkjusögusafninu í Salt Lake City, 19. janúar 2022, undir tæki sem býr til litrófsmyndir. Árið 2017 notaði Kirkjusögudeildin litrófsmyndgreiningu (MSI) til að skýra texta á handritsbrotunum. Litrófsgreining er gerð með því að nota útfjólublátt, innrautt og sýnilegt ljós.

Með fimmta bindinu, sagði Jensen, geta lesendur „haft betri aðgang að handritinu heldur en með því að skoða upprunalega handritið.“ Það er vegna þess að blekið á sumum þessara skjala er ósýnilegt berum augum. „Þessar myndir eru mikil verðmæti fyrir þetta bindi.“

Hvað sumar síðurnar varðar, sagði Jensen, er fyrri svarthvíta myndin betri en litrófsútgáfan. Viðauki býður upp á báðar útgáfur hverrar myndar.

Afritanir

Afritanirnar og skýringarnar í fimmta bindi byggja á margra ára vinnu Skousen sem tengist þessu mikilvæga textaverkefni Mormónsbókar. Þetta bindi endurskapar hinn upprunalega texta, byggt á greiningu handritsins í núverandi ástandi og litrófsmyndum og sögulegum ljósmyndum. Afritið varðveitir allar leiðréttingar og endurskoðanir, línu- og blaðsíðuskil og staðsetningar millilínulegra innsetninga. Þar sem nokkrir ritarar gerðu endurskoðun á þessu handriti, er rithönd hvers og eins sýnd í öðrum lit til að auðvelda greiningu. Yfirgripsmikil og vönduð framsetning veitir rannsakendum óviðjafnanlegan aðgang að textanum.

Jensen og Skousen sögðu báðir að texti hins upprunalega handrits Mormónsbókar væri ekki nákvæmlega sá sami og Síðari daga heilagur á okkar tíma sjá hann í þeirri Mormónsbók sem nú er gefin út af kirkju Jesú Krists. Hvort heldur það er að laga ritvillur, gera málfræðilegar leiðréttingar eða stílbreytingar, bæta við versum og kaflafyrirsögnum, eða gera aðrar endurbætur, þá hafa kirkjuleiðtogar lagað textann eftir þörfum.

Þrátt fyrir það, sagði Skousen, er Mormónsbók okkar tíma „afar sönn [og] trú frumritinu. Engar þær breytingar sem gerðar hafa verið, hafa verið verulega róttækar. Þið vitið, ef þið skoðið Kenningu og sáttmála, Boðorðabókina, hvað breytingar varðar, þá voru nokkrir kaflar endurskrifaðir þar að hluta, og svo framvegis. Ekkert slíkt er að finna í Mormónsbók. Þar er bara ekkert af slíkum breytingum.“

Jensen sagði að þær litlu breytingar sem gerðar hafa verið á textanum í gegnum tíðina, megi líta á sem tákn fyrir hinar miklu breytingar kirkjunnar. „Við erum stöðugt að breytast. Við erum stöðugt að gera breytingar út frá þörfum meðlima,“ sagði hann. „Lesa má texta Mormónsbókar á svipaðan hátt.“

Book of Mormon Artefact 2

„Andlegur fjársjóður“

„Mormónsbók er þessi mikla opinberun. … Hún er undursamlegt verk.“ – Royal Skousen

Samhliða því að undirstrika hið augljósa sögulega gildi hins upprunalega handrits, sögðu McBride og Jensen hvor um sig að andlegt gildi þess væri óviðjafnanlegt.

Þetta nýja bindi af skjölum Josephs Smith er „besta upplifun sem flestir munu hljóta af því að geta haldið á þessum heilaga gripi í höndunum sér,“ sagði McBride. „Það er þýðingarmikið fyrir mig og aðra Síðari daga heilaga sem trúað fólk, vegna þess að þetta er texti þeirrar bókar sem trú okkar á og vitnisburður okkar um Jesú Krist byggist á.

Jensen sagði að handritið væri „mikilvægt sem andlegur fjársjóður“. Sá sem hefur upplifað hinn andlega sannleikskraft Mormónsbókar, sagði hann, „getur skilið að þetta [handrit] er eitthvað sérstakt.“

Hvað þá varðar sem ekki samþykkja textann sem ritningu, sagði Skousen, ætti hið minnsta að vera mikilvægt að veita Joseph heiðurinn fyrir hið mikla opinberunarmagn hans.

„Mormónsbók er langstærsta opinberun Josephs Smith,“ sagði Skousen. „Kenningin og sáttmálarnir eru ekki ein bók – þar eru allar þessar aðskildu opinberanir settar saman. … Jafnvel Biblían er ekki sambærileg. Biblían er ekki heldur eitt verk. … Mormónsbók er þessi gríðarlega mikla opinberun. … Hún er undursamlegt verk.“