Sameinuð í trú

Söfnuðurinn The Interreligious Dialogue Group of Sabadell (GDIS) (Sameinaði trúarsöfnuðurinn í Sabadell) hittist mánaðarlega til að ræða ýmis málefni. „Er hópurinn styrktur af borgarráði og stefnir að því að efla þekkingu og sameiginlega virðingu á milli ólíkra trúfélaga sem eru til staðar í bæjarfélaginu.“

Á sama tíma og Kóvid 19 herti tak sitt á heiminum, byrjaði samfélagið að lokast. Viðburðum var aflýst, fyrirtækjum lokað og jafnvel hefðbundnum hátíðarhöldum var fórnað. Trúarsamkomur voru settar í hlé. Hins vegar hélt sameinaður trúarsöfnuður í Sabadell, Spáni þjónustu sinni áfram rafrænt.

Söfnuðurinn The Interreligious Dialogue Group of Sabadell (GDIS) (Sameinaði trúarsöfnuðurinn í Sabadell) hittist mánaðarlega til að ræða ýmis málefni. Að sögn Cristinu Villar Rey úr Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu „er hópurinn styrktur af borgarráði og stefnir að því að efla þekkingu og sameiginlega virðingu á milli ólíkra trúfélaga sem eru til staðar í bæjarfélaginu.“

Fulltrúar Síðari daga heilagra, Kaþólikka, Baptista, meðlima Biskupakirkjunnar, Brahma Kumaris, Bahá´í, Gyðinga og mótmælenda ákveða árlegt umræðuefni. Í hverjum mánuði miðla fulltrúarnir kenningum viðkomandi trúar á hinu valda efni. Öðru hverju kunna gestaræðumenn að vera boðnir velkomnir til að miðla sérfræðiupplýsingum um lagaleg mál, heilbrigðismál og önnur málefni.

Eftir margra mánaða myndræna fundi var fyrsti raunfundur GDIS haldinn nýlega. Hópurinn safnaðist saman í litlum skógi á lóð kirkju Síðari daga heilagra. Þar var ákveðið að hafa helgiathöfn í september í minningu allra sem létust í heimsfaraldrinum. Borgarstjórn Sabadell mun vera viðstödd viðburðinn.

Nokkrir meðlima hópsins eftir fundinn í maí
Nokkrir meðlima hópsins eftir fundinn í maí

Að sama skapi hittist sameinaði portúgalski vinnuhópur trúarbragða nýlega í blönduðu formi, hálfu öðru ári eftir upphaf heimsfaraldursins. Fulltrúar 15 kirkna með höfuðstöðvar í Portúgal hittust þriðjudaginn 22. júní. Vegna hafta stjórnvalda, sem leyfðu aðeins 30 prósent nýtingu fundarsalarins, voru sumir viðstaddir, en aðrir rafrænt.

Fundur sameinaða portúgalska vinnuhóps trúarbragða í beinni útsendingu.
Fundur sameinaða portúgalska vinnuhóps trúarbragða í beinni útsendingu.

Ræðumenn voru valdir úr hópi trúarlegra fulltrúa í hópnum. Dr. Joaquim Moreira úr Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu talaði um „Samfélagslega vídd kirkna í Portúgal í mannúðarstarfi“. Til viðbótar við trúarleiðtoga voru margir stjórnmálaleiðtogar og aðrir óháðir leiðtogar viðstaddir.

Dr Moreira í ræðuflutningi
Dr Moreira í ræðuflutningi

Samkvæmt Dr Moreira, hittist hópurinn „á reglulegum mánaðarlegum fundum þar sem við ræðum trúarleg málefni og hvernig trúarbrögð geti haft jákvæð áhrif í portúgölsku samfélagi.“ Markmið þeirra er samhljómur meðal trúarbragða, með virðingu fyrir kenningarlegum mismun allra en sameiningu í sameiginlegum tilgangi.

Nýleg umræðuefni hafa meðal annars verið að hlýta heilsufarslegum lögum í landinu, í tengslum við heimsfaraldurinn. Þetta á meðal annars við um útbreiðslu upplýsinga um bóluefni og aðstoð við innflytjendur við bólusetningar án ótta við að verða vikið úr úr landinu. Að auki aðstoða þeir flóttamenn við að aðlagast portúgölsku samfélagi.

Þessi hópur ástundar jafnrétti fyrir öll trúarbrögð. Eitt af afrekum þeirra var að lögleiða trúboð í Portúgal. Þeir leitast við ná jafnvægi á milli veraldarhyggju og trúarbragða fyrir ungmenni í portúgölsku menntakerfi. Í því ljósi eru þeir að vinna að því að breyta faginu „Kaþólsk siðfræði og trúarbragðafræðsla“ í „Saga trúarbragða.“ Þeir reyna ennfremur að eyða goðsögnum um mismunandi trúarbrögð á meðal ungs fullorðins fólks og „sá fræjum fyrir trúarlegum friði í Portúgal.“

Skilningur, virðing, vinátta og kærleikur. Þetta er það sem fólk af öllum trúarbrögðum stefnir að. Samvinna í þessum anda leyfir þessum hópum að vinna að von um frið og einingu, útrýmingu staðalímynda, afnám ranghugmynda og að forðast útilokun. Skilningur á því sem sameiginlegt er frekar en því sem ólíkt er, gerir þeim kleift að standa saman í að verja trúfrelsi.

Öldungur David A. Bednar, postuli Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, heldur því fram að „almennilegur skilningur á og virðing fyrir trúfélögum getur gefið af sér mikilvæga hagsbót fyrir allt samfélagið.“