Sendiherra Íslands heimsækir höfuðstöðvar kirkjunnar á minningardegi brautryðjenda

Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, heimsótti Salt Lake City nýlega, þar sem hún hitti leiðtoga Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu og skoðaði kirkjustaði.

Síðdegis, fimmtudaginn 18. janúar 2024, átti Bergdís Ellertsdóttir fund með Æðsta forsætisráði kirkjunnar – Russell M. Nelson forseta, Dallin H. Oaks forseta og Henry B. Eyring forseta. Öldungur Quentin L. Cook í Tólfpostulasveitinni og öldungur Carl B. Cook í forsætisráði hinna Sjötíu voru líka viðstaddir.

Fyrr á fimmtudeginum heimsótti Bergdís Ellertsdóttir Velferðartorgið, áður en hún átti fund með vararíkisstjóra Utah, Deidre Henderson.

Föstudaginn 19. janúar heimsótti sendiherrann trúboðsskólann í Provo og átti síðan fund með C. Shane Reese, forseta Brigham Young-háskólans (BYU).

C. Shane Reese, forseti BYU (vinstri), á fund með Bergdísi Ellertsdóttur, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum (hægri), í Provo, Utah, föstudaginn 19. janúar 2024.
C. Shane Reese, forseti BYU (vinstri), á fund með Bergdísi Ellertsdóttur, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum (hægri), í Provo, Utah, föstudaginn 19. janúar 2024.

Eftir að hafa haldið fyrirlestur í BYU fór Bergdís til Spanish Fork til að skoða minnisvarða reistan til heiðurs íslenskum Síðari daga heilögu brautryðjendum sem þar settust að á árunum 1854 til 1914.

Minnisvarðinn, sem er viti að lögun og veggur með árituðum nöfnum brautryðjendanna, var vígður í tvö mismunandi skipti – fyrst árið 1938 og síðan aftur árið 2005. Vitinn, sá hluti minnisvarðans sem fyrst var reistur, var vígður í ágúst 1938, en veggurinn, sem er steinn, eitt tonn að þyngd, var fluttur frá Vestmannaeyjum á Íslandi og vígður í júní 2005 af þáverandi forseta kirkjunnar, Gordon B. Hinckley (1910–2008). Fyrrverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var viðstaddur vígsluathöfnina.

Álíka minnisvarði er staðsettur í Vestmannaeyjum, ásamt varanlegu sýningarsafni sem heitir: „Íslensk arfleifð meðal Mormóna.“

Um 400 Síðari daga heilagir eru búsettir á Íslandi í fjórum söfnuðum.