Sérstakt myndband með boðskap vonar og lækningar frá spámanninum er væntanlegt 20. nóvember

Russell M. Nelson

Russell M. Nelson, spámaður og forseti Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, mun miðla heiminum sérstökum boðskap í myndbandi, þann 20. nóvember 2020, kl. 11 að MST tíma.

Í þessu 11 mínútna myndbandi leggur hann áherslu á vonina og lækninguna sem finna má í Jesú Kristi á þessu tíma mikils óróa og óstöðugleika. Það verður birt á samfélagsmiðlasvæði Nelsons forseta á (Facebook, Instagram, Twitter) og á aðalrás kirkjunnar á YouTube. Þetta myndband verður tiltækt strax þar á eftir til áhorfs fyrir alla.

Nelson forseti hefur verið postuli Drottins Jesú Krists frá 1984. Hann varð æðsti leiðtogi kirkjunnar í janúar 2018. Tími hans sem forseta hefur einkennst af heimsþjónustu (hann hefur heimsótt 32 lönd og bandarísk yfirráðasvæði), aukinni byggingu mustera (helgustu stöðum okkar) og miklum skipulagsbreytingum. Á aðalráðstefnu í apríl 2018, þar sem Nelson forseti var studdur sem forseti kirkjunnar, kynnti hann margar breytingar til hjálpar hinum heilögu við að þjóna meira eins og Jesús Kristur gerði og lagði áherslu á að frelsari heimsins væri þungamiðja alls þess sem kirkjan gerði.

Áður en Nelson forseti varð alþjóðlegur trúarleiðtogi, var hann brautryðjandi í hjartaskurðlækningum. Sem skurðlæknir í Minnesota árið 1951, aðstoðaði hann við rannsókn og þróun fyrstu hjarta-lungnavélarinnar sem notuð var við opna hjartaaðgerð. Hann framkvæmdi fyrstu opnu hjartaaðgerðina í Utah árið 1955. Hann starfaði sem forseti samtaka um æðaskurðlækningar, stjórnandi félags bandarískra brjóstholsskurðlækninga, formaður ráðs um hjarta- og æðaskurðlækningar fyrir bandarísku hjartasamtökin og forseti læknasamtaka Utah. Hann skrifaði fjölda kafla í læknabókum og öðrum ritum. Sem læknir, hélt hann fyrirlestra hjá mörgum samtökum í Bandaríkjunum og meðal annarra þjóða.

Nelson forseti er faðir 10 barna (níu stúlkna og eins drengs), afi 57 barnabarna og langafi 127 barnabarnabarna. Fyrsta eiginkona hans (og móðir 10 barna þeirra), Dantzel, lést fyrir nærri 16 árum. Tvær dætur þeirra (Wendy og Emily) hafa látist úr krabbameini. Hann og seinni kona hans, Wendy, hafa verið gift síðan 2006.