Sérstök aðalráðstefna um hina dýrðlegu endurreisn fagnaðarerindis Jesú Krists

Jesus heals people on the American continent
Russell M. Nelson

Kæru bræður, systur og vinir,

ég veit að á þessari stundu er ykkur mjög umhugað um heilsu ykkar, fjölskyldumeðlima ykkar, efnahagsástandið og ykkar eigin atvinnumál.

COVID-19 faraldurinn heldur áfram að hafa áhrif á líf okkar og trufla eðlileg umsvif okkar.  Þetta kemur svo í viðbót við aðrar áskoranir sem þið eruð vafalaust að takast á við.  Nýafstaðinn jarðskjálfti í Salt Lake City er bara dæmi um aukið álag sem eykur áhyggjur okkar.

Þessar áskoranir gera það að verkum að mörgum finnst jörðin vera að hreyfast undir þeim. Þeir velta því fyrir sér á hvað þeir geta í raun treyst á þessum umrótartímum.

Það minnir mig á samtal sem ég átti nýlega við kæran vin. Þessi maður var háttsettur í stjórnmálum annarrar þjóðar og ég hef þekkt hann í mörg ár. Þegar ég heimsótti hann síðast, varð ég undrandi yfir því að honum var ekið í hjólastól inn á fund okkar.

Þessi hrörlegi vinur minn sagði þá: „Ég hef verið veikur í langan tíma og  marga daga ligg ég bara í rúminu mínu og horfi upp í loftið og þrái að vita hver sannleikurinn er.“

Á erfiðleikatímum er fátt eins hughreystandi og huggun sannleikans. Páll postili sá fyrir okkar tíma og spáði að örðugar tíðir væru framundan.  Hann bætti því við að MARGIR myndu sífellt vera að læra, en myndu samt aldrei þekkja sannleikann.

Sannleikurinn er sá að í myrkri hins ólgusama heims, lýs ljós Jesú Krists enn skýrar. Þegar við leitum hans og lærum að hlýða á hann, getur hann tjáð okkur sannleikann í hjörtu og huga okkar.

Í þessu sambandi hlökkum við til komandi aðalráðstefnu Kirkju Jesú Krists hinna Síðardi daga heilögu, helgina 4.-5. apríl, þar sem við munum heyra frá leiðtogum kirkjunnar varðandi hina dýðrlegu endurreisn fagnaðarerindis Jesú Krists og hvernig fagnaðarerindi hans færir frið í líf okkar.

Vegna þess að stórir hópar fólks geta ekki komið saman, eins og er, verður þessi ráðstefna aðeins öðruvísi. Líkt og ávallt, þá verður sannleikur þess að Jesú Kristur er frelsari okkar og lausnari kenndur – og að fylling fagnaðarerindis hans hefur verið endurreist á jörðu.

Ég býð ykkur öll innilega velkomin, án tillits til trúarhefðar ykkar, að taka þátt með okkur í gegnum tæknina, til að fagna í hinum hughreystandi krafti hins opinberaða sannleika. Ég elska ykkur. Ég bið fyrir ykkur.  Ég fullvissa ykkur einnig um að Drottinn vakir yfir okkur á þessum erfiðu tímum.

Nelson forseti