Evrópa

Síðari daga heilagir í Evrópu búa sig undir að fylgjast með aðalráðstefnu

Þátttakendur ráðstefnunnar safnast saman fyrir morgunhluta ráðstefnunnar í ráðstefnu miðstöðinni á Temple Square í Salt Lake City, Utah, 1. október 2023
Þátttakendur ráðstefnunnar safnast saman fyrir morgunhluta ráðstefnunnar í ráðstefnu miðstöðinni á Temple Square í Salt Lake City, Utah, 1. október 2023

Aðalráðstefna er heimslæg samkoma Kirkju Jesú Krists Hinna Síðari Daga Heilögu. Tvisvar á ári, á fyrstu helgum aprílmánaðar og októbermánaðar, flytja leiðtogar kirkjunnar um allan heim boðskap sem einblínir á Jesú Krist og fagnaðarerindi hans. Meðal þeirra sem fylgjast með útsendingum frá ráðstefnunni sem haldin er í Salt Lake City í Bandaríkjunum, dagana 6.-7. apríl 2024 verða mörg þúsundtrúfastra um gjörvalla Evrópu.

„Aðalráðstefna hefur blessað líf mitt því að það er alltaf að minnsta kosti ein ræða sem var ætluð mér í ákveðnum aðstæðum eða raunum sem ég var að fara í gegnum,“ segir meðlimur kirkjunnar í Þýskalandi. Á síðastliðinni ráðstefnu í október 2023, bauð Russel M. Nelson, forseti kirkjunnar, hlustendum að „hugsa himneskt“

Meðlimur frá Hollandi rifjar upp: „Að hugsa himneskt er fyrir mér að treysta bæði tímasetningu og áætlun Guðs og að hafa trú á að hlutirnir muni verða okkur til góðs. Það þýðir líka að læra að sleppa tökunum og setja hlutina í hans hendur. Ég hef virkilega verið að vinna í því og það hefur fært mér svo mikinn innri frið.“

Meðlimur frá Sviss bætir við: „Ég stend mig æ oftar að því að hugleiða eilífar afleiðingar ákvarðana minna og hvað skiptir raunverulega máli.“ Öllum ráðstefnuhlutum verður streymt í beinu streymi á síðunni ChurchofJesusChrist.org á meira en 70 tungumálum.  Á þá má einnig horfa á Youtube síðu aðalráðstefnunnar, Gospel stream appinu, Gospel Library og öðrum útvarps, sjónvarps, gervihnatta og stafrænum rásum.

Eftir útsendinguna verður boðskapurinn  aðgengilegur í textaformi, hljóði og mynd á fjölmörgum rásum og stöðvum á meira en 70 tungumálum í samræmi við eftirspurn til skoðunar og náms. Þessar rásir  eru til dæmis Gospel Library, Media Library, Youtube rás aðalráðstefnunnar, Gospel Stream og tímarit kirkjunnar.