Frankfurt am Main

Síðari daga heilagir í Evrópu gefa yfir 900 tonn af mat til Úkraínu

Tafir í birgðakeðjunni og skortur í Úkraínu skapa brýna þörf fyrir vistir

Ein af mörgum óheppilegum áhrifum stríðsátakanna í Úkraínu er aukið álag sem lagt er á birgðakeðjuna vegna mikilla vista, einkum matvæla. Þessi röskun hefur haft áhrif á almenna borgara um allt land og takmarkar aðgang þeirra að mörgum grunnvörum, þar á meðal að tilbúnum niðursoðnum máltíðum, barnamat, hveiti, pasta og hrísgrjónum.

Í kjölfar stuttrar kynningar á ráðgjafa fyrsta varaforsætisráðherra í Úkraínu bauð Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu fram aðstoð við hjálparstarf við að afhenda fólkinu í Úkraínu matvæli sem fyrst. 

„Þegar þessi ráðgjafi ríkisstjórnarinnar hafði samband við mig í upphafi tengdum við hann mannúðarteyminu okkar og hann var afar hrifinn,“ sagði Oleksiy Hakalenko sem starfar sem svæðisstjóri kirkjunnar og hefur umsjón með mannúðarstarfi kirkjunnar í Úkraínu. „Eftir því sem hann lærði meira varð hann æ áhugasamari um samstarf við kirkjuna við þetta margþætta matargjafaverkefni.“

Í samvinnu við úkraínsk stjórnvöld setti kirkjan af stað neyðarhjálparverkefni til að koma nauðsynlegum matvælum til birgðamiðstöðva og vöruhúsa í hinum nálægu löndum Póllandi og Rúmeníu. Ríkisstofnanir í Úkraínu fengu síðan aðgang að rótgrónu flutningakerfi þeirra til að senda matvælabirgðir til ákveðinna staða í Úkraínu til dreifingar. Áherslan á sendingar frá stjórnvöldum hefur verið að koma matarbirgðum til þeirra svæða og samfélaga sem eru í mestri þörf í Úkraínu.

Þetta vandaða mannúðarátak var bæði umtalsvert og skipulagslega erfitt. Daniel Garcia, kaupandi í innkaupadeild kirkjunnar á Evrópusvæðinu, sagði: „Við tókumst daglega á við þá áskorun að finna birgja sem ættu lagervörur sem við gætum keypt og sem gætu sent þær á stuttum tíma. Hár eldsneytiskostnaður var líka hindrun sem mögulega leiddi til seinkunar á afgreiðslu og aukins flutningskostnaðar.“

Birgjar voru fundnir og haft var samband við þá í mörgum löndum, þar á meðal í Þýskalandi, á Spáni, í Póllandi og Rúmeníu. Megin krafan var hæfni þeirra til að afhenda gríðarlegt magn af mat á nokkuð stuttum tíma.

„Tungumálaörðugleikar urðu líka til að hindra það ferli að útvega byrgja,“ sagði García að lokum, „Í nokkrum tilvikum þurftu öll samskipti að fara fram í gegnum þýðingarforrit Google.

Neyðarsendingarnar fóru fram á átta vikna tímabili í apríl og maí 2022. Kirkjan afhenti yfir 1.000 vörubretti af matvælum á þeim tíma. Ásamt fyrri aðstoð sem fólkinu í Úkraínu var veitt, eru mannúðarframlög kirkjunnar þar samtals yfir 900 tonn af mat og öðrum vistum.