Frankfurt am Main

Síðari daga heilagir taka höndum saman með öðrum til að aðstoða fórnalömb flóða

BBC fjallaði um „metrigningar í Þýskalandi og Belgíu.“ Angela Merkel, kanslari, minntist á að þýska tungumálið hefði vart orð til að lýsa þeirri eyðileggingu sem hún hefði séð. 

BBC fjallaði um „metrigningar í Þýskalandi og Belgíu.“ Angela Merkel, kanslari, minntist á að þýska tungumálið hefði vart orð til að lýsa þeirri eyðileggingu sem hún hefði séð. Þúsundir sjálfboðaliða flykktust á svæðin sem höfðu orðið fyrir áhrifum af þessum hrikalegu flóðum í Evrópu. Meðal þeirra sem hjálpuðu til við hreinsunina og veittu aðstoð voru trúboðar og meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.

„Það var úthelling góðmennsku, kærleika og einingu. Ótta var mætt með hugrekki, örvæntingu með von,“ sagði öldungur Erich W. Kopischkefyrsti ráðgjafi í forsætisráði Evrópusvæðisins . „Sem kirkja, erum við mjög þakklát öllum sem hafa fórnað tíma sínum og úrræðum til að hjálpa hinum þurfandi. Að sjá trúboða okkar og meðlimi þjóna við hlið nágranna sinna, vina og bláókunnugs fólks, fyllir hjörtu okkar auðmýkt og gleði,“ bætti hann við.

Hreinsað upp eftir alvarleg flóð í Bad Neuenahr-Ahrweiler í Þýskalandi.
Hreinsað upp eftir alvarleg flóð í Bad Neuenahr-Ahrweiler í Þýskalandi.

Götur eru ekki til, heimili eru eyðilögð

„Í þessum skelfilegu aðstæðum sendi Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu trúboða til aðstoðar,“ útskýrði Manfred Gerlach, einn hinna fjölmörgu staðarmeðlima sem höfðu það hlutverk að stjórna hjálparstarfinu. Ungar konur og karlar sem þjóna í Frankfurt trúboðinu í Þýskalandi,  breyttu út af sínu venjulega skipulagi við að kenna og annast andlegar þarfir fólks, til að leggja sitt af mörkum á hörmungarsvæðinu.

Einn þessara ungu trúboða var systir Maggie Mae frá Lynchburg í hinu bandaríska ríki Virginia. „Ímyndið ykkur að þið komið á bílastæði við verksmiðju með sjö öðrum trúboðum. Þið hoppið út til að sjá hundruð manns í kringum ykkur í drullugum samfestingum og stígvélum,“ rifjaði hún upp. „Þið sjáið að borgin er eyðilögð. Götur eru ekki til, heimili eru eyðilögð og það eru hrúgur af eigum fólks í röðum þar sem gatan var áður.“

Öldungur Jeffrey Hilton og systir Karen Hilton, eldri hjón á eftirlaunum sem starfa sem sjálfboðaliðar í samskiptamiðstöð kirkjunnar í Frankfurt am Main, ferðuðust til Bad Neuenahr-Ahrweiler í Þýskalandi til að aðstoða. „Ísbúð á svæðinu var þurrkuð út þegar, ekki bara ein, heldur tvær litlar bifreiðar þeyttust í gegnum framhlið byggingarinnar með öflugum vatnsstraumnum,“ sagði öldungur Hilton.

Öldungur Jeffrey Hilton og systir Karen Hilton í Bad Neuenahr-Ahrweiler í Þýskalandi.
Öldungur Jeffrey Hilton og systir Karen Hilton í Bad Neuenahr-Ahrweiler í Þýskalandi.

Sameinuð af þrá til að aðstoða aðra

Öldungur Hilton lauk með því að segja: „Það sem sameinaði sjálfboðaliðana var alþjóðlegt tungumál kærleika og þjónustu. Það skipti ekki máli hvaðan þeir voru eða hvaða mállýsku þeir töluðu. Við vorum öll þarna af sömu ástæðu.“

Öldungur Knighten Cole Worthington, ungur trúboði frá bandaríska ríkinu Utah, sagði það hafi verið ótrúlegt að sjá fólk koma allstaðar að frá Þýskalandi til að aðstoða og hjálpa þeim sem voru í neyð. Horfandi til baka á sjálfboðastarf sitt, minntist hann: „Margt af því sem ég upplifði þessa viku sýndi mér að þegar fólk hefur glatað bókstaflega öllu, þá kemur það saman af auðmjúku hjarta og bera hvers annars byrðar, skref fyrir skref.“

„Englar á ferð“

Fram að þessu hafa trúboðar og svæðismeðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu unnið í kringum 12.000 klukkustundir í sjálfboðastarfi við að þjóna fórnarlömbum flóðanna í Þýskalandi

Þau hafa verið auðþekkjanleg þar sem mörg þeirra klæddust skærgulu vestunum sem merkt eru „Hjálparhendur“ Eftir nokkra daga fóru íbúar svæðisins í Bad Neuenahr-Ahrweiler að kalla trúboðana „Engel unterwegs“ („engla á ferð“).

Sjálfboðaliðar kirkjunnar aðstoða þá sem urðu fyrir áhrifum af völdum flóðanna í Þýskalandi.
Sjálfboðaliðar kirkjunnar aðstoða þá sem urðu fyrir áhrifum af völdum flóðanna í Þýskalandi.

Sjálfboðaliðar kirkjunnar unnu með yfirvöldum á svæðinu og brugðust við neyð einstaklinga, fjölskyldna og fyrirtækja. „Áður en ég vissi af var ég kominn inn á veitingastað, að hjálpa viðað moka aur, braki og ónýtum vörum út úr kjallaranum,“ sagði öldungur Jacob Reed. „Upphaflega hélt ég að við myndum fara þangað, hjálpa þar til verkefnið væri búið – í kannski þrjár eða fjórar klukkustundir – og ná okkur síðan í hádegismat og fara svo að næsta húsi. Ég hafði algerlega rangt fyrir mér. Ég bar fötu eftir fötu út úr húsinu og út á götuna og hellti svo öllu úr þeim þar. Þessu virtist aldrei ætla að ljúka.“

Öldungur Kopischke varði einnig degi í sjálfboðastarf á hamfarasvæðinu í Þýskalandi, með eiginkonu sinnar Christiane, fjölskyldu sinni, trúboðum og meðlimum annarra trúarhópa og samtaka. Þau hjálpuðu við að hreinsa kaþólskan leikskóla.

Öldungur Erich W. Kopischke og eiginkona hans, Christiane Kopischke, aðstoða einn dag við hreinsunina.
Öldungur Erich W. Kopischke og eiginkona hans, Christiane Kopischke, aðstoða einn dag við hreinsunina.

„Það var mjög jákvætt, glaðlegt andrúmsloft, þrátt fyrir hið erfiða og þreytandi starf og eyðilegginguna umhverfis. Þeir sem hjálpuðu voru ekki óánægðir og kvörtuðu ekki yfir aðstæðunum, heldur virtust virkilega njóta þess taka til hendinni,“ sagði Christiane Kopischke.

Öldungur Erich W. Kopischke og eiginkona hans Christiane Kopischke.
Öldungur Erich W. Kopischke og eiginkona hans Christiane Kopischke.

Í Sviss aðstoðuðuð meðlimir og trúboðar einnig fólk sem hafði orðið fyrir áhrifum af völdum flóðanna.

Síðari daga heilagir frá Lúxemborg gáfu poka af fötum til dönsku mótmælendakirkjunnar. Kirkjan hafði einnig samband við meðlimi á flóðasvæðunum og buðu fram dælur, mat, stuðning og barnapössun fyrir þá sem höfðu orðið illa úti.

Kirkjumeðlimir í Lúxemborg gefa fatnað.
Kirkjumeðlimir í Lúxemborg gefa fatnað.

Viku eftir flóðin komu um 80 meðlimir frá Belgíu og Hollandi, ásamt trúboðum frá trúboði Belgíu/Hollands, saman í úthverfi Liége í Belgíu. Þegar þeir svo komu á staðinn fengu þeir úthlutað verkefnum og þeim var sagt hvar og hvernig þeir ættu að aðstoða. Næstum allir úr kirkjuhópnum voru beðnir að hjálpa í Walloon sveitarfélaginu Trooz, við Vesdre ánna. Meðan á flóðinu stóð hafði vatnið hækkað um sjö metra yfir viðmiðunarmælingar árinnar. Margir íbúanna misstu allt og munu ekki geta snúið aftur heim í marga mánuði vegna skemmdanna. Frá því hafa trúboðar komið aftur til Liége í hverri viku til að veita aðstoð.

Sjálfboðaliðar kirkjunnar í Belgíu.
Sjálfboðaliðar kirkjunnar í Belgíu.

Daryl A. Watson, forseti kirkjutrúboðs Belgíu/Hollands, sagði að hjálparstarfið hefði minnt hann á orðtak í Mormónsbók: Öðru vitni um Jesú Krist: „Þegar þér eruð í þjónustu meðbræðra yðar, eruð þér aðeins í þjónustu Guðs yðar.“ (Mósía 2:17)

Trúboðar frá Parísartrúboðinu í Frakklandi veittu einnig aðstoð. Öldungur Olivier Seube og systir Bernadette Seube komu til Liege, aðeins viku eftir flóðin. Þau hófu þegar að skipuleggja þjónustuverkefni til að hreinsa brak út úr heimilum og görðum. Trúboðar frá Belgíu, Lúxemborg og austurhluta Frakklands slógust í lið með þeim og einnig meðlimir frá Belgíu og Frakklandi. Seube hjónin voru í sambandi við yfirvöld og góðgerðarsamtök og áttu í samstafi við þau verk sitt. Þau eru nú að skipuleggja góðgerðartónleika til styrktar þeim sem urðu fyrir flóðunum.

Einn hópur trúboða hafði einhvern aukatíma á milli verkefna og einsetti sér að biðja til Guðs um leiðsögn til að geta aðstoðað einhvern í neyð. Þeir fundu fyrir hvatningu til að ganga niður eftir ákveðinni götu þar sem Martine Durtka opnaði dyrnar hjá sér. Trúboðarnir fór til hennar og hún sagðist alveg geta þegið einhverja hjálp við að hreinsa út úr bakgarðinum hjá sér, sem var fullur af aur og braki.

Trúboðarnir sem aðstoðuðu Martine Durtka við að hreinsa bakgarðinn hennar.
Trúboðarnir sem aðstoðuðu Martine Durtka við að hreinsa bakgarðinn hennar.

Þeir hjálpuðu henni allan eftirmiðdaginn og sendu henni ljósmynd sem þeir tóku. „Sælar systur, nærvera ykkar, vinsemd, aðstoð, bros ykkar og góðvild hefur veitt mér styrk og byr undir báða vængi. Þið snertuð hjarta mitt. Þakka ykkur fyrir myndina. Við unnum mjög vel saman. Ég þakka ykkur af öllu hjarta,“ svaraði hún þeim.