Síðari daga heilagir tilkynna breytingar á leiðtogum í Evrópu

Þann 1. ágúst 2021, mun öldungur Massimo De Feo hefja þjónustu sem nýr forseti Evrópusvæðis Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Fram að því, mun hann halda áfram að þjóna sem fyrsti ráðgjafi. Hinn sextugi Ítali lét af opinberum embættisstörfum þegar hann hóf fullt starf sem aðalvaldhafi árið 2016. 

Núverandi annar ráðgjafi, öldungur Erich W. Kopischke, sem er fyrrverandi kennari og stjórnandi frá Þýskalandi, mun þjóna sem fyrsti ráðgjafi. Hinn innfæddi Argentínubúi og fyrrverandi lagaprófessor öldungur Rubén V. Alliaud mun ganga til liðs við þessa leiðtoga sem annar ráðgjafi. Núverandi forseti, öldungur Gary B. Sabin mun hljóta annað verkefni.

Þetta var tilkynnt af Æðsta forsætisráði kirkjunnar miðvikudaginn, 21. apríl 2021. Hinn nýi svæðisforseti og ráðgjafar hans tveir munu njóta stuðnings fjölda Svæðishafa Sjötíu og ráðgjafa svæðissamtaka er þjóna sem sjálfboðaliðar.

Stjórnsýslu Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er skipt niður í landssvæði. Evrópsvæðið er með höfuðstöðvar í Frankfurt am Main og nær yfir Norðurlöndin og suður til Spánar og Grænhöfðaeyja.

Nýtt svæðisforsætisráð
Nýtt forsætisráð Evrópusvæðis Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu tekur við störfum 1. ágúst 2021. Frá vinstri til hægri: Öldungur Erich W. Kopischke, fyrsti ráðgjafi; öldungur Massimo De Feo, forseti; öldungur Rubén V. Alliaud, annar ráðgjafi.