Sjálfboðastarf: Hið smáa gerir gæfumuninn

Árið 2020 virtist snúast um það sem ekki var hægt að gera. Þversögn síðasta árs er sú að vinna og tími sjálfboðastarfs jókst. Fólk einbeitti sér að því sem hægt var að gera á nýjan hátt, öðrum til hjálpar. Sjálfboðastarf er frábær leið til að kynnast nýju fólki, eignast ævilanga vini og tengjast eigin samfélagi.  

Rachael Maughan, meistaranemi við háskólann í Surrey, er sjálfboðaliði hjá Rural Refugee Network. RRN er stofnun í Bretlandi sem sér sjálfboðaliðum á staðnum fyrir leiðum til að tengjast flóttafólki og hjálpa því að aðlagast samfélagi sínu. Rachael hefur samskipti við vini sína meðal flóttafólksins með reglulegum símhringingum, svo þeir geti bætt enskukunnáttu sína. Það sem er meira um vert, hún hjálpar þeim að finna menntunar- og atvinnutækifæri í hinu nýja samfélagi þeirra. 

Rachael Maughan, nemandi við háskólann í Surrey, Englandi
Rachael Maughan, nemandi við háskólann í Surrey, Englandi

Rachael finnst tengingin vera gagnkvæm. Hún segir að reglulegt spjall við flóttafólkið sitt „sjái því fyrir fleiri vinum, fremur en bara öðrum starfsmanni því til aðstoðar.“  Rachael segist líka njóta góðs af þessu: „Mér finnst ég ekki hafa gert mikið, en það sem mér hefur hlotnast eru vinir. . . og það hefur líka verið mér eins og líflína.“ 

Markmið Rural Refugee Network er að „hjálpa flóttafólki að koma undir sig fótunum í samfélagi okkar.“ RRN tryggir að fjármagn og stuðningur sé í boði fyrir flóttafólk sem býr utan stórra þéttbýlisstaða. Þessu markmiði, einkum meðan á Kóvid stendur, er að hluta náð með sjálfboðaliðum, sem margir einfaldlega hringja.   

Rachael hefur fundið fyrir gremju yfir að vera ekki í kringum fólk og verja öllum stundum á netinu, vegna Kóvid. Von hennar er sú, að með því að einbeita okkur að þjónustu getum við samt upplifað tilfinningaleg tengsl, sem munu hjálpa þar til tímar verða betri. Einföld leið til að upplifa og gefa af sér á þennan hátt, getur einfaldlega verið með því að hringja. 

Sú þrá að hjálpa og þjóna í eigin samfélagi er eðlilegt meðlimum Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Margir hafa þurft að finna nýjar leiðir til að veita þjónustu meðan á heimsfaraldrinum stendur. Leiðirnar sem opnast til að veita þjónustu, hafa oft verið virkilega smáar og einfaldar, eins og að hringja. Að einbeita sér að því sem við getum gert, og gert á öruggan hátt, getur skilað árangri sem breytir lífi annarra og okkar sjálfra.