Reykjavík, Íslandi – Edinborg, Skotlandi – og Northampton, Englandi

Söguleg heimsókn öldungs Garys E Stevenson til Íslands, lands elda og ísa

Postulleg þjónusta við löndin á Norður-Evrópusvæðinu

Elder Stevenson with a family in Iceland

Öldungur Gary E Stevenson í Tólfpostulasveitinni og eiginkona hans, systir Lesa Stevenson, hittu trúboða og meðlimi í Reykjavík, Íslandi, sem hluta af sögulegri heimsókn til Norður-Evrópusvæðis kirkjunnar. Þetta var fyrsti áfangastaðurinn á ferð til þriggja landa, hinir voru Edinborg, Skotlandi, og Northampton, Englandi.

glacier in Iceland
volcano eruption in Iceland in 2010

Heimsóknir heimsleiðtoga kirkjunnar til „lands elda og ísa“ – eins og Íslandi er lýst – eru ekki tíðar og vakti heimsókn öldungs Stevensons mikla eftirvæntingu meðal kirkjumeðlima, sem eru af fjölbreyttum uppruna.

Fyrstu trúboðarnir sem boðuðu fagnaðarerindi Jesú Krists á Íslandi voru Guðmundur Guðmundsson og Þórarinn Hafliðason. Þessir trúboðar voru Íslendingar sem höfðu nýlega tekið trú í Danmörku og farið aftur til heimalandsins árið 1851. Eftir andlát Þórarins hélt Guðmundur áfram að boða trú í næstum tvö ár. Árið 1853 skipulagði hann grein á Vestmannaeyjum, þrátt fyrir viðvarandi andstöðu.

Þó svo að Íslendingar héldu áfram að ganga í kirkjuna, skildi flutningur fólks til Norður-Ameríku Ísland eftir greinarlaust. Nýlegir trúskiptingar voru oft í leiðtogahlutverki í kirkjunni, með aðstoð íslenskra meðlima sem sneru aftur sem trúboðar.

Trúboðsstarf á Íslandi var lagt niður við upphaf fyrri heimsstyrjaldarinnar. Undir lok síðari heimsstyrjaldarinnar hafði kirkjan smám saman skotið aftur rótum á  Íslandi. Bandarískir hermenn, staðsettir í námunda við Keflavík, mynduðu lítinn söfnuð árið 1945 og tóku að boða fagnaðarerindið.

Trúboðum frá Kaupmannahafnartrúboðinu í Danmörku var úthlutað að fara til Íslands árið 1975 og árið eftir var stofnuð grein í Reykjavík. Öldungur Joseph B Wirthlin vígði Ísland árið 1977 fyrir boðun fagnaðarerindisins. Öldungur David B Haight kom til Íslands í september 1983 og vígði byggingu sem hafði verið útbúin fyrir kirkjunotkun. Sex vikum síður var kirkjan viðurkennd opinberlega á Íslandi, þegar öldungur Robert D Hales heimsótti dóms- og kirkjumálaráðuneytið.

a yellow lighthouse in Iceland

Mormónsbók var gefin út á íslensku árið 1981. Öldungur Russell M Nelson heimsótti Ísland árið 1989 og veitti postullega blessun um að landið yrði „viti fyrir gjörvalla Evrópu“.

a church meetinghouse in Iceland

Fyrsta nýbyggða samkomuhúsið var vígt árið 2000. Gordon B Hinckley forseti var fyrsti forseti kirkjunnar til að koma til Íslands, árið 2002.

Nú eru tæplega 400 meðlimir á Íslandi og fjórar greinar á þremur stöðum á eyjunni. Akureyrargrein, Selfossgrein, Reykjavíkurgrein 1 og Reykjavíkurgrein 2. Reykjavíkurgrein 2, ört vaxandi spænskumælandi söfnuður sem myndaður var fyrir um ári síðan, bregst við þörf nýbúa á Íslandi frá Suður-Ameríku, einkum frá Venesúela. Í þessum fjölbreyttu söfnuðum eru kirkjumeðlimir frá hinum ýmsu heimshornum og mynda samheldið samfélag. Þeir skilja að „líkaminn hefur einnig þörf fyrir hvern lim, svo að allir geti uppbyggst saman og kerfið haldist fullkomið“ (Kenning og sáttmálar 84:110 ).

Missionaries and leaders in Iceland

Þann 7. september 2023 buðu öldungur og systir Stevenson, ásamt öldungi Alan T Phillips, í forsætisráði Norður-Evrópusvæðisins, og forseta Kaupmannahafnartrúboðsins í Danmörku Leif G Mattsson og systur Evu Ringheim Mattsson, eldri trúboðum og yngri trúboðum í sérstakan miðdegisverð í miðborg Reykjavíkur.

Öldungur Stevenson kenndi úr trúboðsleiðarvísinum Boða fagnaðarerindi mitt: „Þið eruð öll guðlega kölluð, fullkomlega staðsett.“

„Lyft upp hjarta þínu og fagna, því að stund ætlunarverks þíns er upp runnin …“ (Kenning og sáttmálar 31:3). Öldungur Stevenson bætti við: „Og hafið í huga að þetta er gleðilegt verk. Aldrei láta hugfallast! Við erum öll börn himnesks föður og himneskur faðir þekkir og elskar börn sín. Í Boða fagnaðarerindi mitt [2. útgáfa, síða 26] er okkur sagt að kenna með innblæstri og kenna frá hjartanu. Andi sem kennir anda sigrast á öllum tungumálaörðugleikum í starfi okkar.“

Elder and Sister Stevenson in front of a Christ statue

Öldungur Stevenson lauk máli sínu með því að gefa máttugan vitnisburð um frelsarann.

Síðar þann daginn, á sérstakri trúarsamkomu í hinni fallegu íslensku kapellu nærri Reykjavík, söfnuðust hinir heilögu saman til að njóta samveru og hlýða á hvetjandi boðskap fagnaðarerindis Jesú Krists. Hægt var að fylgjast með samkomunni á netinu og var hún þýdd á spænsku og íslensku.

Elder Mattson speaking

Leif G Mattsson, forseti Kaupmannahafnartrúboðsins í Danmörku, talar í kapellunni í Garðabæ. „Ísland er land elds, það er land reyks, það er land eldfjalla. … Við þurfum öll eld í hjörtum okkar,“ sagði hann og vitnaði í Jóhannes postula, sem vildi dvelja áfram á jörðu til að bjarga sálum og vegna þessar þrár sagði Jesús Kristur að hann myndi gera hann sem logandi eld. „Hann er því hér til að hjálpa okkur og við þurfum öll eld í hjörtum okkar til að safna saman hinum útvöldu. Þetta er verk Drottins, það er óstöðvandi og við erum þar með óstöðvandi!“

Elder Philips speaking at the pulpit

Öldungur Alan T Phillips í forsætisráði Norður-Evrópusvæðisins sagði: „Ég get séð kraftaverkin gerast á Íslandi … Ég sé upptökin að einhverju afar, afar sérstöku.“ Hann bætti við: „Við þurfum að passa upp á og annast hvert annað.“ Öldungur Phillips sagði: „Við erum börn ástríks himnesks föður og hann elska hvert og eitt okkar. Þetta er boðskapur sem hefur verið miðlað í margar, margar aldir. Við sjáum að ‚Guð man sérhverja mannveru, í hvaða landi sem hún er‘. Að ‚hjartans miskunnsemi hans er yfir allri jörðunni‘ (Alma 26:37). Við þurfum að seilast til himnesks föður, ‚tala við hann, biðja til hans og hlusta – hlusta afar vandlega‘“, bætti hann við.

Öldungur Stevenson hóf mál sitt með því að rifja upp fyrstu heimsókn sína til Íslands: „Takk fyrir að vera hér í kvöld. Er þetta ekki tilkomumikið! Land elda. Mér líkar það. Við erum svo þakklát fyrir að vera hér með ykkur. Ég og Lesa vorum hér í ekki nema 24-36 klukkustundir fyrir töluvert mörgum árum. Við vorum nýgift; árið var 1982 og við fengum tækifæri til að koma til Íslands. Ég man að við hittum nokkra trúboða þann daginn, er við gengum um strætin og ef ég man rétt gengum við til staðar sem var frekar nálægt. Það gæti hafa verið leiguhúsnæði til að sjá hvar hinir heilögu söfnuðust saman til tilbeiðslu og þannig hittum við, aðeins stundarkorn eftir komu okkar fyrir svo mörgum árum, trúboða og [heimafólk] Síðari daga heilagra. Við munum dvelja hér í svipað langan tíma en erum afar ánægð að geta verið með ykkur, bræður og systur, og fundið anda ykkar.“

Hann skýrði frá sögulegri framþróun kirkjunnar á Íslandi og að hann kæmi til með að gefa Nelson forseta skýrslu um þessa samkomu, en hann verði einstaklega áhugasamur um það þar sem hann, þá öldungur Nelson, heimsótti Ísland árið 2000. Árið 2002 var Gordon B Hinckley forseti fyrsti spámaðurinn til að koma til Íslands. „Síðan þá hefur enginn meðlimur Tólfpostulasveitarinnar verið nógu blessaður til að koma og heimsækja ykkur hér. Ég mun því skýra Nelson forseta beint frá því að ég hafi getað komið saman í Síon með hinum heilögu í Síon. Þetta er sú tilfinning sem býr í hjarta mínu, hér með ykkur, sameinuð í hjarta og huga. Líf þeirra byggðist á Jesú Kristi og þau gerðu allt sem þau gátu til að fylgja honum. Síon er sá staður þar sem þið eruð. Ég er því þakklátur fyrir að vera með ykkur, saman komin í Síon.“

the congregation is waiting

Öldungur Stevenson bar kveðjur frá Nelson forseta. Öldungur Stevenson lýsti því hvernig Nelson forseti sagði, þegar æðstu leiðtogar kirkjunnar söfnuðust saman á musterisfundi þeirra á fimmtudeginum á undan: „Eftir örfáa daga, þann 9. september, verð ég 99 ára.“

Öldungur Stevenson hélt áfram: „Á laugardaginn fögnum við því 99 ára afmæli ástkærs spámanns okkar, Russells M Nelson forseta. Hann er fjörmikill og drífandi og fullur eldmóði. Hann er lifandi spámaður á jörðinni í dag. Ég gef ykkur minn vitnisburð um það.“

three sisters listening intently

Postulinn tjáði þakklæti sitt fyrir að vera með Mattsson forseta og systur Mattsson „sem elska ykkur svo innilega. Við fengum tækifæri til að verja nokkrum mínútum með þeim og trúboðunum sem þjóna hér. Þau tala svo hlýlega um þá upplifun sem þau eiga með ykkur.

„Ég bjóst ekki við því að ég sæi svo fallega sjón sem við finnum hér er við söfnumst saman á Íslandi, að sjá þessa dásamlega samkomu með fjölbreytileika sínum,“ sagði öldungur Stevenson. „Að finna okkur saman komin sem Síðari daga heilaga með hjörtu bundin í einingu, er það sem heilagir hinnar endurreistu kirkju Jesú Krists gera. Og þetta er það sem við skynjum.“

„Hvort sem þið kallið Ísland heimaland ykkar eða hvort þið finnið ykkur hingað komin, hafandi aldrei búist við því að koma til að búa á Íslandi frá Venesúela, eða [eruð frá] Gana, Nígeríu eða hvar sem er, þá man Guð ykkur,“ útskýrði öldungur Stevenson. „Hann man þá sem eru í hálendi Bólivíu eða á Serengeti-sléttunum (í Tansaníu, Afríku) eða í Mexíkó eða Kína … Guð man hvert og eitt okkar. Það þýðir að hann man ykkur. Það þýðir að hann man börn ykkar og ástvini ykkar. Hann þekkir ykkur; hann elskar ykkur; þið eruð hans og hann er ykkar.“

„Bræður og systur, er við ræðum hluti sem við vitum, þá vitum við að okkur munu berast áskoranir, hjartasár, raunir. Það gætu verið hlutir tengdir heilsufari okkar. Það gætu verið fjölskylduvandamál sem virðast einkar djúpstæð og nánast óyfirstíganleg. Það gæti haft með starf eða atvinnu að gera. Hvað sem það gæti verið, þá er jarðlífið á þá vegu að því fylgja áskoranir og raunir. Ég hef komist að því að í raun er enginn undanskilinn þessu. … [En] fagnaðarerindi Jesú Krists blessar okkur … sama hvaða byrðar eða raunir við tökumst á við, er þið standist allt til enda.“

Sister Stevenson speaking on the pulpit

Söfnuðurinn gladdist þegar öldungur Stevenson deildi tíma sínum og bauð eiginkonu sinni, systur Lesa Stevenson, að ávarpa samkomuna. Hún túlkaði ritninguna: „Hefur mynd hans greypst í svip yðar?“ (Alma 5:14).

Öldungur Stevenson lauk máli sínu með því að veita „blessun hverju ykkar hér í kvöld. Blessun fyrir ykkur og fyrir fjölskyldu ykkar, fyrir ástvini ykkar, fyrir börn ykkar, fyrir afkomendur ykkar. Að þið munið komast í skilning, að þau munu komast í skilning um friðþægingu Jesú Krists, um sannleiksgildi fagnaðarerindis Jesú Krists, jafnvel þau ykkar sem hér eruð og eruð að læra, sem eru að hlusta. Vinir okkar sem verið er að kenna, að er þið biðjið og lesið ritningarnar, Biblíuna og Mormónsbók, af einlægum ásetningi, muni sannleikurinn um þær birtast ykkur. Ég veiti ykkur þessa blessun og það vitni og geri það í hinu heilaga nafni Drottins okkar og frelsara, Jesú Krists, amen“.

Meðlimir tjáðu þakklæti fyrir andann sem þeir fundu fyrir og boðskapinn sem þeir heyrðu frá gestkomandi valdhöfum. Frá Ceriel Almarza: „Ég veit að ég er í hinni sönnu kirkju. Ég veit líka að allir leiðtogar eru valdir með innblæstri frá himneskum föður.“

Mariangeles Peinado sagði: „Ég veit af öllu hjarta að himneskur faðir elskar okkur, að hann sendi eingetinn son sinn til að gefa líf sitt fyrir okkur og veita okkur tækifæri til að snúa aftur í návist hans, þökk sé friðþægingu hans.“

Jared og Ester Gerhardsson sögðu full gleði: „Við höfum unun af að vera meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, þar sem það gerir fjölskyldu okkar nánari. Það að vera á Íslandi gerir okkur kleift að meta að verðleikum fegurð sköpunar Guðs.“