Spámaður til forna kenndi eitt sinn að hinar helgu heimildir sem geymast nú í Mormónsbók myndu vera „varðveittar og afhentar mann fram af manni og Drottinn mundi geyma þær og varðveita, þar til þær bærust til allra þjóða, kynkvísla, tungna og lýða“ (Alma 37:4).
Þeir spádómar munu halda áfram að opinberast er viðbótar þættir úr hinni leiknu þáttaröð myndbanda Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga, Mormónsbók munu líta dagsins ljós á þessum 14 tungumálum til viðbótar við ensku. Spænsku, portúgölsku, frönsku, ítölsku, þýsku, rússnesku, kóresku, japönsku, kantónsku, mandarín, tagalog, cebuano, samóamáli og tongamáli.

Nýjustu þættirnir, sem gefnir voru út á ensku vorið 2020, fara yfir kenningar úr hinum helga texta sem skráður var af spámönnum í Ameríku til forna frá því um 130 f.Kr. þar til 421 f.Kr, þar með talið úr Mósía, Alma og Mormón.
„Þessi Krists–miðuðu myndbönd munu færa fólk nær frelsaranum, á sama hátt og þessi helgi texti,“ sagði Systir Reyna Aburto, annar ráðgjafi í aðalforsætisráði Líknarfélagsins. Hún þjónaði einnig í nefndinni sem hafði umsjón með myndbandsverkefninu um Mormónsbók.
Hægt er að finna þessa þætti sem merktir eru tungumálunum, á opinberum heimasíðum þeirra svæða, í síu Andlegs miðlaefnis. Meðal hinna fjölmörgu kafla sem finna má undir ‚Myndbönd – Evrópusvæðið‘ má finna eitt sem kallast Hinar helgu ritningar. Í kaflanum sem kallast Myndbönd Mormónsbókar má finna öll þau myndbönd sem gefin hafa verið út fram að þessu.