Sögur úr Mormónsbók lifna við á viðbótartungumálum

Spámaður til forna kenndi eitt sinn að hinar helgu heimildir sem geymast nú í Mormónsbók myndu vera „varðveittar og afhentar mann fram af manni og Drottinn mundi geyma þær og varðveita, þar til þær bærust til allra þjóða, kynkvísla, tungna og lýða“ (Alma 37:4).

Þeir spádómar munu halda áfram að opinberast er viðbótar þættir úr hinni leiknu þáttaröð myndbanda Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga, Mormónsbók munu líta dagsins ljós á þessum 14 tungumálum til viðbótar við ensku. Spænsku, portúgölsku, frönsku, ítölsku, þýsku, rússnesku, kóresku, japönsku, kantónsku, mandarín, tagalog, cebuano, samóamáli og tongamáli. 

Að tjaldabaki þriðju seríu þáttaraðar Mormónsbókar
Að tjaldabaki þriðju seríu þáttaraðar Mormónsbókar

Nýjustu þættirnir, sem gefnir voru út á ensku vorið 2020, fara yfir kenningar úr hinum helga texta sem skráður var af spámönnum í Ameríku til forna frá því um 130 f.Kr. þar til 421 f.Kr, þar með talið úr Mósía, Alma og Mormón.

„Þessi Krists–miðuðu myndbönd munu færa fólk nær frelsaranum, á sama hátt og þessi helgi texti,“ sagði  Systir Reyna Aburto, annar ráðgjafi í aðalforsætisráði Líknarfélagsins. Hún þjónaði einnig í nefndinni sem hafði umsjón með myndbandsverkefninu um Mormónsbók.

Fjölskylda á bæn, tekin úr atriði þáttar úr þriðju seríu þáttaraðar Mormónsbókar.
Fjölskylda á bæn, tekin úr atriði þáttar úr þriðju seríu þáttaraðar Mormónsbókar.

Hægt er að finna þessa þætti sem merktir eru tungumálunum, á opinberum heimasíðum þeirra svæða, í síu Andlegs miðlaefnis. Meðal hinna fjölmörgu kafla sem finna má undir ‚Myndbönd – Evrópusvæðið‘ má finna eitt sem kallast Hinar helgu ritningar. Í kaflanum sem kallast Myndbönd Mormónsbókar má finna öll þau myndbönd sem gefin hafa verið út fram að þessu.