Spámaðurinn gefur út boðskap um lækningarmátt þakklætis

Russell M. Nelson, æðsti trúarleiðtogi og forseti Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu um heim allan, færir okkur boðskap vonar, lækningar og einingar, til að lyfta okkur upp úr þrengingum KÓVÍD-19 og slá á aðrar plágur, líkt og hatur og ruddaskap.

Spámaðurinn hefur flutt þakklætisbæn fyrir heiminn og alla sem í honum eru. Hann hefur líka boðið öllum hvarvetna að gera tvennt mikilvægt til að stuðla að lækningu okkar brostnu sambanda og samfélaga:

  1. Gera samfélagsmiðla að eigin þakklætisdagbók í sjö daga.

  2. Flytja þakklætisbæn

Niðurhaldið þessu myndbandi

Spámaðurinn (brautryðjandi í hjarta- og brjóstholslækningum) tjáir þakklæti sitt fyrir vísindamenn og rannsakendur sem þróa bóluefni fyrir KÓVÍD-19 og  minnir okkur á að „það er þó ekkert lyf eða aðgerð sem fær bætt hin mörgu andlegu mein sem við stöndum frammi fyrir“ sem alþjóðasamfélag. Sem m.a. eru hatur, þjóðfélagsólga, fordómar, ofbeldi, óheiðarleiki og skortur á háttprýði. „Það er þó til lækning – sem kann að koma á óvart – því hún gengur gegn náttúrlegum skilningi okkar,“ sagði Nelson forseti. „Samt hafa bæði vísindamenn og trúaðir, jafnt karlar sem konur, trúað áhrifum þess. Ég á við lækningarmátt þakklætis.“

Farið á GiveThanks.ChurchofJesusChrist.org til að lesa boðskap eða horfa á myndband spámannsins á 31 tungumáli. Þið getið líka, meðan þið eruð þar, lesið frásögn spámannsins sjálfs um hvenær og hvernig hann hlaut innblástur um að flytja þessa þakklætisbæn fyrir allan heiminn.