Stöðug breyting hjartans

Boðskapur svæðisleiðtoga

Kona að biðja
Öldungur Thomas Hänni
Öldungur Thomas Hänni, Spáni Svæðishafi Sjötíu

Við skulum hugsa þann fjölþætta sannleika sem himneskur faðir hefur gert börnum sínum kunnan frá endurreisn fagnaðarerindisins, einkum opinberanirnar sem bárust á síðustu nokkrum árum. 

Ég hvet okkur til að ígrunda um stund allar þær blessanir sem tengjast þessum opinberunum.  Þegar við hugsum um þær, finnum við þá ekki til þakklætis og elsku fyrir alla þá leiðsögn sem við höfum hlotið frá spámanni okkar á þessari síðustu ráðstöfun?

Höfum við fundið breytingu í hjarta vegna allra þessara opinberana?

Frelsarinn er sannlega að innblása okkur til að styrkja trú okkar á sig, gera sáttmála og vera á vegi lærisveinsins.

Opinberanirnar sem við höfum hlotið er áminning fyrir okkur öll til að láta að okkur kveða með æðri og heilagri þjónustu. 

Þegar við leggjum áherslu á þessar opinberanir, mun iðrun verða í fyrirrúmi í lífi okkar og að vera sannir þjónar og verkfæri í höndum Drottins. Með því að fylgja spámanninum og tileinka okkur þennan sannleika, gerum við heimili okkar að griðarstað trúar og trúfræðslu,[1] þar sem Drottinn verður kennari okkar.

Ég er eilíflega þakklátur þeim sem þjónuðu og miðluðu eiginkonu minni hinu endurreista fagnaðarerindi á eðlilega hátt þegar hún var fjórtán ára gömul.  Hún tók á móti boðinu um að fylgja Kristi og láta skírast í Málaga á Spáni. 

Eftir að hafa notið þjónustu vina sinna, sem í æsku hjálpuðu henni að koma til Krists, komst hún að því að þjónusta við aðra er hluti af okkar eigin iðrun. Þannig snúum við hjörtum okkar að Guði og börnum hans.  Nokkrum árum eftir skírn hennar, lagði hún einsömul á sig ferð til musterisins í Sviss, til að þjóna þeim sem eru hinu megin hulunnar.  Við hittumst síðan í Zollikofen og þar vorum við líka innsigluð um tíma og eilífð.

Það eru okkur, sem fjölskyldu, forréttindi að fá að lifa á þessari hrífandi ráðstöfun, þar sem við öll á heimili okkar reynum að „gera betur og að verða betri en áður hefur verið”.[2]

Við getum öll iðrast og fylgt Kristi, hverjar sem aðstæður okkar eru, hvort sem við erum gift, einhleyp eða fráskilin, erum ekkja eða ekkill eða tökumst á við hvaða erfiðu aðstæður sem er. Sönn iðrun hefur Krist og endurlausnarkraft hans að þungamiðju.  Samband hans og okkar er persónulegt.

Þegar Drottinn talar til spámanns okkar, talar hann líka til okkar og læknar okkur hvert fyrir sig.  Hann vísar okkur veg og léttir byrðar okkar, ef við hlustum á hann, ef við komum til hans, ef við fylgjum honum og veljum að iðrast. 

Þegar við gerum þetta og tökum á móti friðþægingu Krists, komum við til Drottins af auknu sundurkrömdu hjarta og sáriðrandi hjarta. Það felur í sér trúarlega umbreytingu. Iðrunarfull sál er trúarlega umbreytt sál og trúarlega umbreytt sál er iðrandi sál.[3]

Iðrun er ferli Drottins að andlegum vexti og gleði – gleði endurlausnar í honum.[4] Hann vill að við breytumst – verðum síður eins og hinn náttúrlegi maður[5] og líkari honum.[6]

Bæn, ritningarnám, fjölskyldukvöld og „Kom, fylg mér“ eru grunnstólpar að því að skapa umhverfi iðrunar og varanlegrar gleði og hamingju.

Þetta lýkur upp gáttum himins fyrir persónulegar opinberanir og þrár til daglegrar iðrunar.  Við einsetjum okkur ekki einungis að láta af einstakri alvarlegri synd eða breytni, heldur verður þetta upphaf persónulegrar ferðar til varanlegrar hugarfarsbreytingar.  Með því að hafa frelsarann sem þungamiðju lífs okkar, hefjum við ferli gjörbreytingar hjartans.  Megi Drottinn blessa og liðsinna okkur, með vitni heilags anda, til að leita persónulegrar staðfestingar þeirra opinberana sem Drottinn hefur veitt á þessum síðari dögum og iðrast og fylgja honum.


[1] Sjá: Russell M. Nelson, „Verum fyrirmyndar Síðari daga heilagir,“ aðalráðstefna, október 2018.

[2] Sjá: Russell M. Nelson, „Verum fyrirmyndar Síðari daga heilagir,“ aðalráðstefna, október 2018.

[3] Sjá:  Russell M. Nelson, „Iðrun og trúskipti,“ aðalráðstefna, apríl 2007.

[4] Sjá:  Russell M. Nelson, „Iðrun og trúskipti,“ aðalráðstefna, apríl 2007.

[5] Sjá: Mósía 3:19

[6] Sjá: 3. Nefí 27:27