Störfum saman í víngarði Drottins

  Boðskapur svæðisleiðtoga

  Vinnufólk í víngarði
  Öldungur Mark Gilmour, Englandi
  Öldungur Mark Gilmour, Englandi

  Nýlega fékk ég tækifæri til að hitta þær systur og öldunga sem bjuggu sig undir að fara á trúboðsakurinn í trúboðsskólanum í Preston.  Ég sýndi þeim ljósmynd sem tengdist upplifun er ég hlaut sem ungur trúboði í Vínartrúboðinu í Austurríki.  Á henni var ég í víngarði og yfirskrift hennar var „starfandi í víngarðinum“, sem kom af stað umræðu um einn eftirlætis kapítulann minn í Mormónsbók, dæmisöguna um ólífutréð eins og hún er skáð í 5. kapítula í Jakobsbók. Í þessari dæmisögu er húsi Ísraels (ólífutrénu) dreift um jörðina (víngarðinn) [1] og síðan, eftir tímabil fráfalls, safnar herra vínekrunnar, sem er Jesús Kristur, þeim örugglega heim.

  Minn eftirlætis hluti í þessum kapítula hefst á versi 70. Herra víngarðsins sendir þjón sinn, sem í Kenningu og sáttmála 103:21 er auðkenndur sem Joseph Smith, ásamt „nokkrum“ öðrum þjónum, til að starfa í víngarðinum af öllum mætti í síðasta sinn. Þetta markar upphaf ráðstöfunarinnar í fyllingu tímanna og viðvarandi endurreisn, þar sem við störfum saman með herra víngarðsins, já Jesú Krists[2].  

  Hve hughreystandi og dásamlegt það er að vita að við störfum ekki ein , eða að þetta sé ekki einungis verk trúboðanna eða meðlimana, heldur að þetta sé verk Drottins og að hann hafi sent okkur öll, trúboða og meðlimi, til að safna saman Ísrael. Spámenn og postular þessarar ráðstöfunar hafa ítrekað sagt að „nú sé tími meðlima og trúboða að taka höndum saman (…) [og] starfa í víngarði Drottins við að leiða sálir til hans“[3] .

  Russel M. Nelson forseti talaði um þessa miklu samansöfnun á þessum síðari dögum á heimslægri æskulýðsráðstefnu í júní 2018. Hann sagði:

  „Þetta eru sannlega hinir síðari dagar og Drottinn er að hraða verki sínu við samansöfnun Ísraels. Sú samansöfnun er það mikilvægasta sem á sér stað á jörðunni í dag. Ekkert annað er sambærilegt að umfangi, mikilvægi og mikilfengleika. Þið getið tekið aukinn þátt í henni, ef við viljið og kjósið. Þið getið skipað mikilvægu hlutverki í því sem er stórfenglegt, stórbrotið og tignarlegt!

  Þegar við tölum um samansöfnun, erum við einfaldlega að staðhæfa þennan grundvallarsannleika: „Öll börn okkar himneska föður, báðum megin hulunnar, verðskulda að hlýða á boðskap hins endurreista fagnaðarerindis Jesú Krists.“[4]

  Í versum 52 til 68 útskýrir herra víngarðsins verkið sem tengist samansöfnuninni eða ágræðslu greinanna á ólífutréð. Hann kallar á þjónana til að „[stinga] upp umhverfis þau, [sniðla] þau og [bera] enn á þau áburð, í síðasta sinn, …svo að öll verði þau nærð enn einu sinni, í síðasta sinn“ [5]. Á meðan á umræðum okkar stóð, bað ég þessa ungu trúboða um að lýsa því hvernig þetta sameiginlega starf trúboða og meðlima við samansöfnun Ísraels færi fram. Í svörum þeirra fólust hugtök eins og kærleikur, góðvild, umhyggja, vinátta, traust, skilningur, samþykki, hamingja og gleði.

  Alma og Amúlek í borginni Ammónía eru frábær fordæmi. Trúboðinn Alma byggir á kenningum Amúleks á sama hátt og fastatrúboðarnir okkar eru settir í embætti og þjálfaðir til að gera, en það er Amúlek (meðlimurinn) sem nær athygli fólksins[6]

  Ég ber vitni um, að er við meðtökum þetta boð frá Drottni, um að starfa við hlið hans, með hvert öðru, í þessari miklu samansöfnun, þá verðum við líkari sönnum lærisveinum Krists og upplifum blessun þeirrar gleði sem hann hefur lofað.[7]


  [1] Jakob 5:14

  [2] Jakob 5:72

  [3] Thomas S Monson, Welcome to Conference, okt. 2013.

  [4] Russell M. Nelson, “Hope of Israel” (heimslæg trúarráðstefna fyrir æskufólk, 3. júní 2018), Hopeofisrael.lds.org.

  [5] Jakob 5:63-64

  [6] Alma 10:12 (sjá kapítula 9-14)

  [7] Jakob 5:75 ; Jeffrey R Holland, Be with and strengthen them April 2018 General Conference

   

  Öldungur Gilmour sem ungur trúboði
  Öldungur Gilmour sem ungur trúboði
  Ólífutré við Róm musterið
  Ólífutré við Róm musterið