Frankfurt am Main

Starfsþjálfun kennir þjónandi leikmönnum í Evrópu hvernig hjálpa á öðrum í sálarkreppu

Konur og karlar í sjálfboðaliðastarfi í söfnuðum Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu um alla Evrópu njóta góðs af vaxandi starfsemi er varðar rétt viðbrögð við einstaklingum sem upplifa sálarkreppu.

Kynningarnámskeið og umræðuleiðbeiningar eru fáanlegar á 14 evrópskum tungumálum hjá skrifstofu Fjölskylduþjónustu kirkjunnar á Evrópusvæðinu.

Þjónusta í neyðarástandi er nálgun sem byggir á fagnaðarerindinu fyrir sálfélagslegan stuðning,“ útskýrði öldungur Mark Rencher, sem þjónaði sem fastasjálfboðaliði í höfuðstöðvum kirkjunnar í Evrópu í Frankfurt am Main, Þýskalandi, og var falið að koma starfsþjálfuninni af stað með aðstoð geðlækna á staðnum.

„Oft þegar maður á samskipti við einhvern sem er í sálarkreppu, þá veit maður ekki hvað segja skal. Námskeiðið kennir hvað segja skal og hvernig tengjast á fólki sem á í erfiðleikum,“ bætti eiginkona hans, systir Lizbeth Rencher, við, sem er löggiltur sálfræðingur með doktorsgráðu

„Þjónusta í neyðarástandi“ hjálpar safnaðarleiðtogum og meðlimum að hlúa að einstaklingum sem lenda í sálarkreppu.
„Þjónusta í neyðarástandi“ hjálpar safnaðarleiðtogum og meðlimum að hlúa að einstaklingum sem lenda í sálarkreppu.

Hún benti á að úrræðin sem boðið er upp á séu löguð að þjónandi leikmönnum og sé ekki ætlað að koma í stað faglegrar aðstoðar. „Við erum ekki hér til að bjóða upp á sálfræðimeðferð eða meðferðaríhlutun. Við erum bara hér til að veita fólkinu tilfinningalegan stuðning, til að koma í veg fyrir frekari skaða,“ sagði systir Rencher.

Hörmuleg flóð, flóttamenn frá Úkraínu í leit að öryggi – Evrópa hefur nokkrum sinnum orðið fyrir neyðarástandi undanfarin ár. Þar sem sjálfboðaliðar frá Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu hafa getað liðsinnt þeim sem þurfa á aðstoð að halda, þá hefur Þjónusta í neyðarástandi orðið vel þegið úrræði. „Við höfum fengið mikil viðbrögð frá biskupum og Líknarfélagsforsetum sem segja að þeir hefðu viljað fá þetta fyrr,“ benti öldungur Rencher á.

Í september 2021 stjórnaði Teresa Raposo verkefninu í Evrópu og starfaði með þremur söfnuðum í Lissabon stikunni. Hún er fjölskylduráðgjafi og býr yfir margra ára samstarfsreynslu með Rauða krossinum í Lissabon.

Eftir að hafa fengið þjálfun, greindu leiðtogar á staðnum frá því að starfsþjálfunin væri mikilvæg til að hjálpa þeim að vera öruggari í samskiptum sínum við meðlimi sem upplifa tilfinningalega vanlíðan. Nánar tiltekið, þá fannst þeim þeir betur í stakk búnir til að hlusta, meta tilfinningar og bjóða von.

Boðið var upp á stutt vitundarnámskeið á síðasta ári fyrir sjálfboðaliða vegna flóðaaðstoðar. 44 blaðsíðna umræðuhandbók – fáanleg á albönsku, króatísku, dönsku, hollensku, ensku, finnsku, frönsku, þýsku, ítölsku, norsku, portúgölsku, rúmensku, spænsku og sænsku – er send þjónustuaðilum og söfnuðum sé þess óskað. Að auki eru fjölskylduþjónusturáðgjafar fúsir til að veita leiðtogum, meðlimum eða sjálfboðaliðum kynningarþjálfun á staðnum.