16. apríl 2020

  Stjórnunarreglur á krefjandi tímum

  Kæru bræður og systur,

  Við erum þakklátir fyrir þá viðleitni margra ykkar að fylgja vandlega leiðbeiningum frá leiðtogum þjóða, ríkja og svæða um hvernig bregðast skuli við COVID-19 heimsfaraldrinum. Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er einnig að grípa til viðeigandi varúðarráðstafana og veitir þeim liðsinni sem búa við neyð.

  Við núverandi aðstæður og við aðstæður sem kunna að koma upp í framtíðinni, mun kirkjan og meðlimir hennar einsetja sér í verki að vera góðir borgarar og góðir samfélagsþegnar.

  Meðfylgjandi þessu bréfi eru skjöl til útskýringar stjórnsýslureglum fyrir kirkjuna á krefjandi tíma. Meðfylgjandi eru leiðbeiningar um mikilvægar helgiathafnir, blessanir og annað tengt kirkjustarfi, leiðtogum til leiðsagnar í yfirstandandi ástandi og á þeim krefjandi tíma sem framundan er.

  Þessi skjöl eru gefin út til að bregðast við truflunum á verklagsreglum og viðburðum meðlima kirkjunnar af völdum heimsfaraldursins COVID-19. Þau ættu að vera til leiðsagnar eins lengi og faraldurinn varir í einhverju tilteknu landi eða héraði. Frekari leiðsagnar mætti vænta síðar.

  Virðingarfyllst,

  Æðsta forsætisráðið