Stjórnunarreglur á krefjandi tímum

  Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu einbeitir sér að guðlega tilnefndri ábyrgð, til að liðsinna meðlimum í eigin framþróun á sáttmálsveginum til eilífs lífs. Í þeirri viðleitni að framfylgja þessum guðlega tilgangi, þá lætur kirkjan og leiðtogar hennar í té prestdæmisvald og lykla, sáttmála og helgiathafnir og spámannlega leiðsögn. Kirkjan býður öllum að koma til Jesú Krists og halda boðorð hans af kostgæfni.

  Krefjandi tímar

  Í ritningunum er skýrt tekið fram að við munum upplifa krefjandi tíma í þessari ráðstöfun. Kirkjan mun, mitt í erfiðu ástandi, kunngjöra grundvallarreglur og þjónusta mikilvægar helgiathafnir, börnum himnesks föður til blessunar.   Ákveðnir hlutir eru nauðsynlegir í kirkju Drottins, óháð tíma og aðstæðum. Þar á meðal eru helgar kenningar og helgiathafnir.

  Ábyrgð heimsborgara

  Meðlimir kirkjunnar eru þakklátir fyrir lög hinna mörgu þjóða heimsins, sem vernda trúfrelsið og virða hið helga samviskufrelsi.

  Kirkjan kennir meðlimum sínum að styðja og virða lög hvar sem þeir búa. Þessi stjórnvöld setja lög, sem að þeirra dómi eru best til þess fallin að tryggja almenna hagsmuni. Við viðurkennum að í undantekningartilvikum geti verið nauðsynlegt að takmarka öll réttindi einstaklinga um tíma, til að tryggja öryggi almennings. 

  Á tíma heimsfaraldurs eða náttúruhamfara, mun kirkjan bregðast við opinberum fyrirmælum um að grípa til nauðsynlegra aðgerða, líkt og að afboða eða fresta samkomum eða öðrum mannamótum. Kirkjan og meðlimir hennar leggjast á eitt um að vera góðir borgarar og samfélagsþegnar. Kirkjan á sér langa sögu um að hjálpa og liðsinna þeim sem búa við neyð.

  Samhliða þeirri skuldbindingu okkar um að vera góðir heimsborgarar, stöndum við fast á því, af fyllstu virðingu, að réttmætt húsrými standi fólki til boða af öllum trúarbrögðum, er það leitast við að taka þátt í helgiathöfnum sem eru grundvallaratriði trúar þess.

  Drottinn hefur undirbúið kirkju sína

  Innblásin leiðsögn í mörg ár, hefur undirbúið kirkju Drottins og meðlimi hennar, bæði stundlega og andlega, fyrir breytta og krefjandi tíma.

  Auk langtíma leiðsagnar um að kirkjumeðlimir hafi forðabúr á heimilum sínum, hafa þeir einbeittan vilja til að virða hvíldardaginn, þjóna öðrum og efla sveitir Melkísedeksprestdæmisins og Líknarfélagið. Fyrir milligöngu spámanna sinna, hefur Drottinn lagt meiri áherslu á heimilismiðað og kirkjustyrkt trúarnám og trúarlíf. Meðlimir hafa verið hvattir til að gera heimili sín að raunverulegu trúarlegu athvarfi, þar sem börnum og unglingum er kennt fagnaðarerindið. Námsefnið Kom, fylg mér er meðlimum hvarvetna fyrirmynd að því að læra fagnaðarerindið á heimilum sínum og í kirkjunni. Barna- og unglingaáætlunin er einnig heimilismiðuð og gerir foreldrum kleift að þroska börn sín andlega, vitsmunalega, líkamlega og félagslega.

  Meðlimir hafa verið hvattir til að nota tæknina til að miðla fagnaðarerindinu á eðlilegan og venjulegan hátt. Trúboðar hafa fengið tæki sem gera þeim kleift að finna fólk og kenna því, jafnvel þegar ekki er mögulegt að hafa samband í eigin persónu. Meðlimir geta helgað sig ættarsögu á heimilum sínum.

  Þegar við skoðum samhengi þessara viðfangsefni og margra annarra, getum við séð hvernig Drottinn hefur með samfelldu skipulagi búið okkur vandlega undir krefjandi tíma.

  Grundvallarreglur og helgiathafnir

  Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er kirkja reglu. Helgiathafnir og blessanir eru helgar athafnir sem eru veittar með valdi prestdæmisins. Þótt sumar verklagsreglur geti breyst eftir aðstæðum, er nauðsynlegt að vernda grundvallarkenningu, meginreglur og helgiathafnir.

  Margar helgiathafnir gera kröfu um handayfirlagningu, svo sem staðfestingar, vígslur, blessanir, embættisísetningar og veiting prestdæmislykla. Slíkar helgiathafnir gera kröfu um að sá prestdæmishafi sem framkvæmir helgiathöfnina, sé á sama stað og viðtakandinn. Ekki er mögulegt að framkvæma helgiathafnir með fjartækni. Þegar aðstæður krefjast, geta aðrir fylgst með helgiathöfninni með fjartækni, ef ráðandi valdhafar heimila það. 

  Á þessum krefjandi tíma verða ráðandi valdhafar að iðka góða dómgreind um hvaða helgiathöfnum skuli fresta tímabundið.  Þegar smitsjúkdómur er áhyggjuefni, ættu þeir sem framkvæma helgiathafnir að gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að vernda sig og aðra.

  Meðfylgjandi eru leiðbeiningar um mikilvægar helgiathafnir, blessanir og annað tengt kirkjustarfi.

  Þessi skjöl eru gefin út til að bregðast við truflunum á verklagsreglum og viðburðum meðlima kirkjunnar af völdum heimsfaraldursins COVID-19. Þau ætti að nota til leiðbeiningar, svo lengi sem þessi heimsfaraldur varir og opinberar takmarkanir gilda um kirkjusamkomur og opinberan mannfögnuð í einhverju tilteknu landi eða landshluta. Frekari leiðsagnar mætti vænta síðar.

  Lokaorð

  Líkt og spámaðurinn Nefí sagði: „Drottinn gefur mannanna börnum engin fyrirmæli án þess að greiða þeim veg til að leysa af hendi það, sem hann hefur boðið þeim“ (1. Nefí 3:7). Drottinn mun liðsinna okkur. Kraftur prestdæmisins og réttlæti meðlimanna mun gera okkur kleift að takast á við komandi tíma.