Styðja börn og unglinga: Útsending fyrir foreldra og leiðtoga

Í sérstakri útsendingu, sem haldin var 6. júní 2021, ræddu meðlimir Æðsta forsætisráðsins og Tólfpostulasveitarinnar um tækifæri til að blessa unglinga og börn þegar svæðið yrði laust við heimsfaraldurinn. Forsætisráðum sveita og námsbekkja unglinga og foreldrum og leiðtogum unglinga og barna er boðið að taka þátt í þessari kynningu.

Þessi klukkustundar kynning, auk hluta fyrir tiltekna áhorfendur, er fáanleg á http://ChildrenandYouth.ChurchofJesusChrist.org og á Gospel Library. Á kynningunni munu koma fram hagnýtar hugmyndir til þátttöku í áætlun barna og unglinga fyrir fjölskyldur og í deildum. Hana er hægt að nota í fjölskyldum, deildar- og stikuráðum, leiðtoganefndum ungmenna í stiku, ungmennaráðum deilda, forsætisráðsfundum Aronsprestdæmissveita og námsbekkja Stúlknafélagsins og öðrum vettvangi.

Öldungur Roy Tunnicliffe, svæðishafi Sjötíu, sem býr í Bretlandi, og sem ber ábyrgð á stuðningi við áætlun barna og unglinga í Evrópu, fjallaði um mikilvægi þessarar sérstöku kynningar. „Útsendingin er gerð til að hvetja enn frekar til þátttöku í þessu nýja verkefni fyrir unga fólkið, einkum á svæðum þar sem viðburðir og fundir í eigin persónu eru haldnir samkvæmt Kóvid öryggisreglum.“ Hann bætti við að „efnið verði sérstaklega ætlað ákveðnum hlustendum og heimasvæði ættu að nota efnið eins og svæðisforsætisráð leiðbeinir á komandi vikum og mánuðum.“

Kynningin er nú fáanleg á ensku og bandarísku táknmáli og 18. júní verður eftirfarandi tungumálum bætt við: Kantóníska, franska, þýska, ítalska, japanska, kóreska, mandarín portúgalska, rússneska og spænska.

Youth