
Framtíðarsýn
„Við bjóðum öllum börnum Guðs, báðumegin hulunnar, að taka á móti blessunum hins heilaga musteris, njóta varanlegrar gleði og vera hæf fyrir eilíft líf.“ - RUSSELL M. NELSON FORSETI
Forgangsatriði
- Fylgja spámanninum
- Bjóða vini á sakramentissamkomu
- Fara með nafn áa í musterið

Markmið
- Njótið blessana daglegrar iðrunar.
- Leitið tækifæra til hirðisþjónustu af kostgæfni.
- Bjóðið fjölskyldu, stórfjölskyldu og vinum á sakramentissamkomu til að læra um Krist.
- Miðlið fjölskyldu og vinum kirkjuboðskap á netinu.
- Lærið vandlega námsefnið Kom, fylg mér og leitið persónulegrar opinberunar af kostgæfni.
- Styrkið trú á Jesú Krist með ígrundaðri hvíldardagstilbeiðslu heima og í kirkju.
- Sýnið nýjum og endurkomnum meðlimum mikla aðgætni.
- Hafið hina upprennandi kynslóð stöðugt hugfasta
- Ræðið vandlega á deildarráðsfundi hvernig stuðla mætti að einstaklingsbundnum framförum meðlima og vina, sem og fjölskyldna, á sáttmálsveginum.
- Verið verðug musterismeðmæla.
- Farið með nöfn ættmenna í hús Drottins og hjálpið öðrum að gera hið sama.
- Hafið í algjöru fyrirrúmi að sameina og fullvinna fjölskyldur báðumegin hulunnar.
Mælingarþættir framfara
Leiðtogar stiku og deildar geta mælt framfarir með því að skoða þessa lykilþætti í Ársfjórðungsskýrslunni:
- Þjónustuviðtöl
- Meðlimir með musterisgjöf sem hafa musterismeðmæli
- Mætingu á sakramentissamkomu: Í kirkju og á heimilum
- Meðlimir sem senda nöfn áa fyrir helgiathafnir musterisins
Framkvæmd
Hinar sérstöku aðgerðir sem meðlimir gera til að hjálpa einstaklingum og fjölskyldum í verki
sáluhjálpar eru mikilvægur hluti svæðisáætlunarinnar.
Leiðtogar: Þeir meðlimir sem samræma í stiku- og deildarráðum ættu af kostgæfni að þróa ákveðin skref sem þeir taka til að gera hugsjón, forgangsatriði og markmið svæðis að veruleika. Leiðtogar eru hvattir til að íhuga af kostgæfni ákveðin nöfn einstaklinga sem þeir sýna sérstaka athygli.
Einstaklingar og fjölskyldur: Einstaklingar og fjölskyldur eru hvött til að setja sér ákveðin mælanleg markmið og skrá þau á lítið minnisspjald, til að auðvelda þeim að leggja áherslu á forgangsatriðin þrjú í svæðisáætluninni í eigin lífi.
Ábyrgð og eftirfylgni: Svæðishafar Sjötíu hvetja stikuforseta til að þróa góðar leiðir til að koma svæðisáætluninni í framkvæmd og fylgja stöðugt eftir framvindu þeirra. Stikuforsetar hvetja síðan biskupa til að starfa með leiðtogum prestdæmis og aðildarfélögum við að þróa leiðir til að koma svæðisáætluninni í framkvæmd og fylgja á sama hátt eftir og hvetja þá.
